Íbúasamráð – hvað er það? Olga B. Gísladóttir skrifar 21. október 2019 21:38 Virðulegu borgarafulltrúar, Þegar ég sat fyrst í samráðshópi um sameiningar skóla í norðanverðum Grafarvogi 2011/2012 var ég full áhuga og fannst spennandi að skólayfirvöld vildu fá aðkomu foreldra að skipulagi skólanna. Vonbrigði mín voru mikil þá, þegar fyrirframákveðin sameiningarhugmynd var keyrð í gegn, þvert á tillögur foreldra. Þegar aftur var farið af stað með samráðshóp á þessu ári, með aðkomu foreldra, um framtíð skólahalds í Staðahverfi, fann ég til með þeim foreldrum tóku þátt, vitandi það að þau væru vongóð um að hlustað yrði á raddir þeirra. Því miður heyrði ég í fréttum í dag að tilfinning mín reyndist rétt, borgin keyrir bara áfram sínar hugmyndir án þess að hlusta á raddir íbúa. Eða hvað þýðir samráð við íbúa? Hlustað á raddir – kannski er það jú gert. En þegar kemur að ákvörðun, þá bara skiptum við engu máli. Ákvörðun er bara tekin einhliða. Ég er svo drullusvekkt, trúði ekki að þetta yrði í alvöru að veruleika. Að grunnskóla í einu hverfi sé lokað, þegar það er í lægð hvað barnafjölda varðar. Talað er um í skýrslum borgarinnar að hverfi komist í jafnvægi á 30-40 árum. Við erum c.a. 20 ára gamalt hverfi. Gefið okkur smá séns. Ef þið eruð óþolinmóð getið þið bara þétt byggð hér eins og annars staðar. Nóg er landrýmið. Þið segið að einungis 59 börn séu í skólanum. Þið vitið að það er af því þið hafið fært unglingana yfir í annan skóla nú þegar. Þess vegna er þessi tala engan vegin rétt, og svo óheiðarlegt að nota hana í fréttaflutningi. Þið hampið skólum t.d. á Kjalarnesi, þar er leikskóli rekinn samhliða grunnskóla. Svo frábær hugmynd. Af hverju leyfið þið þessari hugmynd ekki að blómstra einnig í Staðarhverfi? Þegar leikskólinn Bakki opnaði hér í hverfinu, var tekið fram í skýrslum ykkar og fréttaflutningi, að húsnæðið væri bráðabirgða, gert væri ráð fyrir að hann myndi flytjast inn í skólahúsnæðið síðar. Á morgun er ákvörðun tekið um framtíð heils hverfis. Þið takið ákvörðun um framtíð barnanna okkar, án samráðs við okkur og börnin okkar. Þið takið ákvörðun um verðmæti og endursöluverð á húsnæðum okkar. Þið takið hjartað úr hverfinu okkar. Spyrjið hvert okkar sem er, okkur íbúana, sem borgum okkar útsvar og biðjum ekki um mikið. Við viljum þetta ekki. Hér er ekki mikil þjónusta sem þarf að kosta til fyrir okkur. Við viljum bara hafa skóla í hverfinu okkar. Korpuskóli er góður skóli, margverðlaunaður fyrir góð verkefni. Börnunum okkar líður vel hér. Ég skil bara engan veginn hvernig þið getið með góðri samvisku greitt þessu atkvæði á morgun, þvert gegn vilja okkar. Nú biðla ég til ykkar kæru borgarfulltrúar, að hætta við þessa ákvörðun um að loka Korpuskóla, og fara frekar að vinna með okkur íbúum og ekki á móti okkur. Með vinsemd og virðinguHöfundur er íbúi í Staðahverfi og foreldri í Korpuskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Virðulegu borgarafulltrúar, Þegar ég sat fyrst í samráðshópi um sameiningar skóla í norðanverðum Grafarvogi 2011/2012 var ég full áhuga og fannst spennandi að skólayfirvöld vildu fá aðkomu foreldra að skipulagi skólanna. Vonbrigði mín voru mikil þá, þegar fyrirframákveðin sameiningarhugmynd var keyrð í gegn, þvert á tillögur foreldra. Þegar aftur var farið af stað með samráðshóp á þessu ári, með aðkomu foreldra, um framtíð skólahalds í Staðahverfi, fann ég til með þeim foreldrum tóku þátt, vitandi það að þau væru vongóð um að hlustað yrði á raddir þeirra. Því miður heyrði ég í fréttum í dag að tilfinning mín reyndist rétt, borgin keyrir bara áfram sínar hugmyndir án þess að hlusta á raddir íbúa. Eða hvað þýðir samráð við íbúa? Hlustað á raddir – kannski er það jú gert. En þegar kemur að ákvörðun, þá bara skiptum við engu máli. Ákvörðun er bara tekin einhliða. Ég er svo drullusvekkt, trúði ekki að þetta yrði í alvöru að veruleika. Að grunnskóla í einu hverfi sé lokað, þegar það er í lægð hvað barnafjölda varðar. Talað er um í skýrslum borgarinnar að hverfi komist í jafnvægi á 30-40 árum. Við erum c.a. 20 ára gamalt hverfi. Gefið okkur smá séns. Ef þið eruð óþolinmóð getið þið bara þétt byggð hér eins og annars staðar. Nóg er landrýmið. Þið segið að einungis 59 börn séu í skólanum. Þið vitið að það er af því þið hafið fært unglingana yfir í annan skóla nú þegar. Þess vegna er þessi tala engan vegin rétt, og svo óheiðarlegt að nota hana í fréttaflutningi. Þið hampið skólum t.d. á Kjalarnesi, þar er leikskóli rekinn samhliða grunnskóla. Svo frábær hugmynd. Af hverju leyfið þið þessari hugmynd ekki að blómstra einnig í Staðarhverfi? Þegar leikskólinn Bakki opnaði hér í hverfinu, var tekið fram í skýrslum ykkar og fréttaflutningi, að húsnæðið væri bráðabirgða, gert væri ráð fyrir að hann myndi flytjast inn í skólahúsnæðið síðar. Á morgun er ákvörðun tekið um framtíð heils hverfis. Þið takið ákvörðun um framtíð barnanna okkar, án samráðs við okkur og börnin okkar. Þið takið ákvörðun um verðmæti og endursöluverð á húsnæðum okkar. Þið takið hjartað úr hverfinu okkar. Spyrjið hvert okkar sem er, okkur íbúana, sem borgum okkar útsvar og biðjum ekki um mikið. Við viljum þetta ekki. Hér er ekki mikil þjónusta sem þarf að kosta til fyrir okkur. Við viljum bara hafa skóla í hverfinu okkar. Korpuskóli er góður skóli, margverðlaunaður fyrir góð verkefni. Börnunum okkar líður vel hér. Ég skil bara engan veginn hvernig þið getið með góðri samvisku greitt þessu atkvæði á morgun, þvert gegn vilja okkar. Nú biðla ég til ykkar kæru borgarfulltrúar, að hætta við þessa ákvörðun um að loka Korpuskóla, og fara frekar að vinna með okkur íbúum og ekki á móti okkur. Með vinsemd og virðinguHöfundur er íbúi í Staðahverfi og foreldri í Korpuskóla.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun