Illskan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. október 2019 07:00 Hættuleg öfl hafa náð fótfestu víða í Evrópu og halda ótrauð áfram að leita fanga. Þeim verður nokkuð ágengt eins og sást mjög greinilega á niðurstöðum kosninga í Póllandi á dögunum þar sem stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hlaut meirihluta á þingi. Flokkur sem berst hatrammlega gegn réttindum samkynhneigðra. Það er óendanlega hryggilegt að flokkur með þær áherslur hafi komist í ríkisstjórn á sínum tíma og enn dapurlegra að pólskir kjósendur hafi nú klappað hann upp. Í aðdraganda kosninganna birtust viðtöl við stuðningsfólk flokksins sem lýsti yfir þungum áhyggjum af velferð barna vegna tilvistar samkynhneigðra. Þar var ekki bara gefið í skyn heldur sagt berum orðum að börnum væri ekki óhætt innan um samkynhneigða. RÚV sendi öflugan fréttamann sinn til Póllands og í viðtölum kom fram að samkynhneigðir einstaklingar óttast jafnvel um líf sitt. Formaður pólskra baráttusamtaka varaði við því að ofbeldi gegn samkynhneigðum gæti orðið að fjöldamorði. Þannig er staðan í Póllandi árið 2019 meðal þjóðar sem varð að þola skelfilegar þjáningar í seinni heimsstyrjöld. Allir sem hafa kynnt sér sögu 20. aldar, hvort sem það er ítarlega eða einungis lítillega, hljóta að staldra við sögu fasisma og nasisma og skelfingar helfararinnar og spyrja sig: „Hvernig gat þetta gerst? Hvers konar fólk var það eiginlega sem gekk þessum öflum á hönd og lagði blessun sína yfir ofsóknir gegn gyðingum, samkynhneigðum, sígaunum og fötluðum?“ Ofur auðvelt er svo að bæta við í huganum hinni huggunarríku hugsun: „Þetta gæti ekki gerst í Evrópu nútímans.“ Um leið og samfélög eru farin stimpla ákveðna hópa sem hættulega og og vilja svipta þá mannréttindum er ástæða til að hrökkva við. Hatur á múslimum er áberandi, fjölmargir hika ekki við að skilgreina þá sem afar líklega hryðjuverkamenn. Samkynhneigðir einstaklingar fá á sig stimpil barnaníðinga. Andúð gegn gyðingum hefur svo blossað upp víða. Hættuleg öfl eru á sveimi í Evrópu og leggja fæð á ákveðna hópa sem fyrir vikið geta ekki lifað fullkomlega öruggu lífi. Þessi öfl njóta stuðnings fólks sem lætur ekki hvarfla að sér að það sé að ganga illum málstað á hönd. Það horfir fram hjá þeirri staðreynd að allar hreyfingar og öll þau öfl sem leggja hatur á ákveðna hópa eru hættuleg. Það er ekki hægt að leiða þessi öfl hjá sér, ekki er í boði að sitja með hendur í skauti og láta sem ekkert sé. Ekki er langt síðan erlendir nýnasistar sprönguðu um Lækjartorg í tilraun til að fá Íslendinga til liðs við málstaðinn. Blessunarlega varð þeim ekkert ágengt. Það þýðir þó ekki að hatursöfl fái engan hljómgrunn hér á landi. Það er engan veginn hægt að neita því að andúð gegn múslimum er staðreynd og enn verða einstaklingar fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar og verða jafnvel að þola ofbeldi þess vegna. Íslenskir kjósendur bera ábyrgð, það er þeirra að greiða götu stjórnmálaflokka sem hafa mannúð, mildi og víðsýni í hávegum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Utanríkismál Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Hættuleg öfl hafa náð fótfestu víða í Evrópu og halda ótrauð áfram að leita fanga. Þeim verður nokkuð ágengt eins og sást mjög greinilega á niðurstöðum kosninga í Póllandi á dögunum þar sem stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hlaut meirihluta á þingi. Flokkur sem berst hatrammlega gegn réttindum samkynhneigðra. Það er óendanlega hryggilegt að flokkur með þær áherslur hafi komist í ríkisstjórn á sínum tíma og enn dapurlegra að pólskir kjósendur hafi nú klappað hann upp. Í aðdraganda kosninganna birtust viðtöl við stuðningsfólk flokksins sem lýsti yfir þungum áhyggjum af velferð barna vegna tilvistar samkynhneigðra. Þar var ekki bara gefið í skyn heldur sagt berum orðum að börnum væri ekki óhætt innan um samkynhneigða. RÚV sendi öflugan fréttamann sinn til Póllands og í viðtölum kom fram að samkynhneigðir einstaklingar óttast jafnvel um líf sitt. Formaður pólskra baráttusamtaka varaði við því að ofbeldi gegn samkynhneigðum gæti orðið að fjöldamorði. Þannig er staðan í Póllandi árið 2019 meðal þjóðar sem varð að þola skelfilegar þjáningar í seinni heimsstyrjöld. Allir sem hafa kynnt sér sögu 20. aldar, hvort sem það er ítarlega eða einungis lítillega, hljóta að staldra við sögu fasisma og nasisma og skelfingar helfararinnar og spyrja sig: „Hvernig gat þetta gerst? Hvers konar fólk var það eiginlega sem gekk þessum öflum á hönd og lagði blessun sína yfir ofsóknir gegn gyðingum, samkynhneigðum, sígaunum og fötluðum?“ Ofur auðvelt er svo að bæta við í huganum hinni huggunarríku hugsun: „Þetta gæti ekki gerst í Evrópu nútímans.“ Um leið og samfélög eru farin stimpla ákveðna hópa sem hættulega og og vilja svipta þá mannréttindum er ástæða til að hrökkva við. Hatur á múslimum er áberandi, fjölmargir hika ekki við að skilgreina þá sem afar líklega hryðjuverkamenn. Samkynhneigðir einstaklingar fá á sig stimpil barnaníðinga. Andúð gegn gyðingum hefur svo blossað upp víða. Hættuleg öfl eru á sveimi í Evrópu og leggja fæð á ákveðna hópa sem fyrir vikið geta ekki lifað fullkomlega öruggu lífi. Þessi öfl njóta stuðnings fólks sem lætur ekki hvarfla að sér að það sé að ganga illum málstað á hönd. Það horfir fram hjá þeirri staðreynd að allar hreyfingar og öll þau öfl sem leggja hatur á ákveðna hópa eru hættuleg. Það er ekki hægt að leiða þessi öfl hjá sér, ekki er í boði að sitja með hendur í skauti og láta sem ekkert sé. Ekki er langt síðan erlendir nýnasistar sprönguðu um Lækjartorg í tilraun til að fá Íslendinga til liðs við málstaðinn. Blessunarlega varð þeim ekkert ágengt. Það þýðir þó ekki að hatursöfl fái engan hljómgrunn hér á landi. Það er engan veginn hægt að neita því að andúð gegn múslimum er staðreynd og enn verða einstaklingar fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar og verða jafnvel að þola ofbeldi þess vegna. Íslenskir kjósendur bera ábyrgð, það er þeirra að greiða götu stjórnmálaflokka sem hafa mannúð, mildi og víðsýni í hávegum.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun