Rólegur mánudagur framundan en ekki örvænta, Meistaradeild Evrópu snýr aftur í vikunni. í dag fara hins vegar Franck Ribery og félagar í Fiorentina í heimsókn til Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni. Takist Fiorentina að sigra þá geta þeir farið upp í 5. sæti á meðan Brescia situr rétt fyrir ofan fallsæti og þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda.
Í vikunni verða svo stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Meistaradeildarmessunni og Meistaradeildarmörkunum. Manchester City, Liverpool, Chelsea, Borussia Dortmund, Real Madrid, Napoli og Barcelona verða öll í beinni á Sport rásum okkar. Ef það er ekki nóg þá bjóðum við upp á Evrópudeildina á fimmtudag þar sem bæði Manchester United og Arsenal eiga leik.
Þá sýnum við beint frá Dominos deildum karla og kvenna í vikunni ásamt Körfuboltakvöldi á föstudaginn kemur. Að lokum er nóg um að vera á Golf rásinni.
Að venju má finna allar upplýsingar um beinar útsendingar Stöð 2 Sport hér.
Beinar útsendingar í dag
18:40 Brescia - Fiorentina (Sport)
Í beinni í dag: Ítalski boltinn | Nóg um að vera í vikunni
Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn




Sektin hans Messi er leyndarmál
Fótbolti
