Líkti forseta þingsins við Scarface og tennisboltavél í kveðjuræðu Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2019 23:30 Bercow yfirgaf þingsal í síðasta skipti í dag. Vísir/EPA John Bercow, nafntogaði forseti neðri deildar breska þingsins, stýrði sínum síðasta þingfundi í dag eftir tíu ára setu á forsetastóli. Í kveðjuræðu til Bercow í gær líkti Boris Johnson, forsætisráðherra, þingforsetanum við persónuna Tony Montana úr kvikmyndinni „Scarface“ og stjórnlausa tennisboltavél. Tilþrifamikil fundarstjórn Bercow sem þingforseta hefur vakið athygli víða um heim, ekki síst í gegnum mánaðalöng átök á þinginu um útgönguna úr Evrópusambandinu. Bercow hefur ekki hikað við að þagga niður í ódælum þingmönnum og skipað þeim að stunda jóga eða íhugun til að róa sig ef svo ber undir.Bercow ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í kosningum sem þingið samþykkti í vikunni að fari fram 12. desember. Þar með lýkur tuttugu og tveggja ára þingferli sem hófst fyrir Íhaldsflokkinn. Sem þingforseti hefur Bercow ekki verið óumdeildur. Fyrrum félagar hans í Íhaldsflokknum hafa meðal annars deilt hart á túlkanir hans á þingsköpum sem þeir telja að hafi hallað á ríkisstjórnina. Johnson forsætisráðherra lét slíkan ágreining til hliðar í nokkurs konar kveðjuræðu til Bercow þegar þingforsetinn stýrði sínum síðasta fyrirspurnartíma forsætisráðherra í þinginu í gær. „Þú hefur setið þarna á hásæti þínu, ekki aðeins sem dómari, og úrskurðað af vægðarleysi um fínni atriði þingskapa með þinni einkennandi ygglibrún Tony Montana, herra forseti,“ sagði Johnson um Bercow og vísaði til persónu Al Pacino úr kvikmyndinni „Scarface“.Bercow, sagði Johnson, hefði ekki aðeins fylgst með umræðunum í þingsal heldur skotið eigin skoðunum og hugleiðingum yfir þingheim eins og „stjórnlaus tennisboltavél sem kom með bókstaflega röð óviðráðanlegra og óstöðvandi skellum og sendingum“. Uppskar Johnson mikil hlátrarsköll þingheims en gerðist síðan einlægari í lofi sínu á Bercow. „Þó að við kunnum hafa verið ósammála um sumar lagalegu nýjungarnar sem þá hefur talað fyrir efast ég ekkert um að þú hafi verið góður þjónn þessa þings og neðri deildarinnar,“ sagði forsætisráðherrann. Bretland Brexit Tengdar fréttir Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 Forseti þingsins hundskammaði breska þingmenn Mikil reiði var á breska þinginu í gær. Stjórnarandstöðuþingmaður segist hafa fengið morðhótanir vegna orðræðu forsætisráðherra. 26. september 2019 18:30 Litríkur þingforseti leggur hempuna á hilluna Tilþrif Johns Bercow úr stóli þingforseta á breska þinginu hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana 9. september 2019 16:07 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
John Bercow, nafntogaði forseti neðri deildar breska þingsins, stýrði sínum síðasta þingfundi í dag eftir tíu ára setu á forsetastóli. Í kveðjuræðu til Bercow í gær líkti Boris Johnson, forsætisráðherra, þingforsetanum við persónuna Tony Montana úr kvikmyndinni „Scarface“ og stjórnlausa tennisboltavél. Tilþrifamikil fundarstjórn Bercow sem þingforseta hefur vakið athygli víða um heim, ekki síst í gegnum mánaðalöng átök á þinginu um útgönguna úr Evrópusambandinu. Bercow hefur ekki hikað við að þagga niður í ódælum þingmönnum og skipað þeim að stunda jóga eða íhugun til að róa sig ef svo ber undir.Bercow ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í kosningum sem þingið samþykkti í vikunni að fari fram 12. desember. Þar með lýkur tuttugu og tveggja ára þingferli sem hófst fyrir Íhaldsflokkinn. Sem þingforseti hefur Bercow ekki verið óumdeildur. Fyrrum félagar hans í Íhaldsflokknum hafa meðal annars deilt hart á túlkanir hans á þingsköpum sem þeir telja að hafi hallað á ríkisstjórnina. Johnson forsætisráðherra lét slíkan ágreining til hliðar í nokkurs konar kveðjuræðu til Bercow þegar þingforsetinn stýrði sínum síðasta fyrirspurnartíma forsætisráðherra í þinginu í gær. „Þú hefur setið þarna á hásæti þínu, ekki aðeins sem dómari, og úrskurðað af vægðarleysi um fínni atriði þingskapa með þinni einkennandi ygglibrún Tony Montana, herra forseti,“ sagði Johnson um Bercow og vísaði til persónu Al Pacino úr kvikmyndinni „Scarface“.Bercow, sagði Johnson, hefði ekki aðeins fylgst með umræðunum í þingsal heldur skotið eigin skoðunum og hugleiðingum yfir þingheim eins og „stjórnlaus tennisboltavél sem kom með bókstaflega röð óviðráðanlegra og óstöðvandi skellum og sendingum“. Uppskar Johnson mikil hlátrarsköll þingheims en gerðist síðan einlægari í lofi sínu á Bercow. „Þó að við kunnum hafa verið ósammála um sumar lagalegu nýjungarnar sem þá hefur talað fyrir efast ég ekkert um að þú hafi verið góður þjónn þessa þings og neðri deildarinnar,“ sagði forsætisráðherrann.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 Forseti þingsins hundskammaði breska þingmenn Mikil reiði var á breska þinginu í gær. Stjórnarandstöðuþingmaður segist hafa fengið morðhótanir vegna orðræðu forsætisráðherra. 26. september 2019 18:30 Litríkur þingforseti leggur hempuna á hilluna Tilþrif Johns Bercow úr stóli þingforseta á breska þinginu hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana 9. september 2019 16:07 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05
Forseti þingsins hundskammaði breska þingmenn Mikil reiði var á breska þinginu í gær. Stjórnarandstöðuþingmaður segist hafa fengið morðhótanir vegna orðræðu forsætisráðherra. 26. september 2019 18:30
Litríkur þingforseti leggur hempuna á hilluna Tilþrif Johns Bercow úr stóli þingforseta á breska þinginu hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana 9. september 2019 16:07