Fullorðna fólkið á Djúpavogi tók hrekkjavöku með trompi Kristján Már Unnarsson skrifar 31. október 2019 22:56 Frá hrekkjavöku á Djúpavogi í kvöld. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hrekkjavakan var tekin með trompi á Djúpavogi í dag. Þar voru það ekki aðeins krakkarnir sem klæddust búningum og gervum heldur einnig fullorðnir, eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2. Þannig voru kennararnir í grunnskólanum á Djúpavogi klæddir og málaðir eins og uppvakningar, þegar Stöðvar 2-menn ráku þar inn nefið í hádeginu.Starfsmenn á Hótel Framtíð á Djúpavogi í gervum sínum í dag. Annar "uppvakningurinn" var með blóðtaumana á hálsinum, hinn á handleggnum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Á Hótel Framtíð tóku hótelstjórinn og aðrir starfsmenn á móti gestum með „blóðtaumana“ í andlitinu og buðu upp á beinagrindafisk frá Búlandstindi á hádegismatseðli. Þá mátti sjá ýmsar ófrýnilegar myrkraverur afgreiða gesti veitingastaðarins Við Voginn. Staðurinn var auk þess skreyttur allskyns „hryllingi“.Guðrún Anna Eðvaldsdóttir, eigandi Hótels Framtíðar, slakar á með "blóðtaumana" í andlitinu og risakönguló á höfðinu á verönd hótelsins síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Börnin á Djúpavogi klæddu sig í gervi norna, drauga og annarra hrollvekjandi óvætta þegar þau gengu á milli húsa og buðu upp á „grikk eða gott“. Fyrir yngri börnin var haldið hrekkjavökubúningaball síðdegis en unglingarnir fóru á hrekkjavöku í kvöld í Hálsaskógi skammt utan við Djúpavog með ratleik og draugagangi.Vinkonur við Djúpavogsskóla í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fullorðna fólkinu var boðið upp á notalega hugleiðslustund í sundlauginni með „kertaljósum og kósy“ í kvöld. Djúpivogur og Búlandstindur skörtuðu sínu fegursta í veðurblíðunni í dag. Til vinstri sést inn í Hamarsfjörð en spegilsléttur Berufjörður opnast til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dagskráin á Djúpavogi er hluti af fimm daga byggðahátíð Austurlands sem nefnist Dagar myrkurs. Þar eru Austfirðingar hvattir til samveru og að gera sér glaða daga nú þegar skammdegið fer í hönd og lýsa það upp. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um hrekkjavökuna: Djúpivogur Hrekkjavaka Tengdar fréttir Austfirðingar baða sig við kertaljós þegar dagar myrkurs fara í hönd Sameiginleg byggðahátíð Austfirðinga, Dagar myrkurs, hófst á Austurlandi í dag en hún stendur yfir næstu fimm daga. Í tilefni hennar var Stöð 2 í beinni útsendingu frá Fljótsdalshéraði. 30. október 2019 22:53 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Hrekkjavakan var tekin með trompi á Djúpavogi í dag. Þar voru það ekki aðeins krakkarnir sem klæddust búningum og gervum heldur einnig fullorðnir, eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2. Þannig voru kennararnir í grunnskólanum á Djúpavogi klæddir og málaðir eins og uppvakningar, þegar Stöðvar 2-menn ráku þar inn nefið í hádeginu.Starfsmenn á Hótel Framtíð á Djúpavogi í gervum sínum í dag. Annar "uppvakningurinn" var með blóðtaumana á hálsinum, hinn á handleggnum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Á Hótel Framtíð tóku hótelstjórinn og aðrir starfsmenn á móti gestum með „blóðtaumana“ í andlitinu og buðu upp á beinagrindafisk frá Búlandstindi á hádegismatseðli. Þá mátti sjá ýmsar ófrýnilegar myrkraverur afgreiða gesti veitingastaðarins Við Voginn. Staðurinn var auk þess skreyttur allskyns „hryllingi“.Guðrún Anna Eðvaldsdóttir, eigandi Hótels Framtíðar, slakar á með "blóðtaumana" í andlitinu og risakönguló á höfðinu á verönd hótelsins síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Börnin á Djúpavogi klæddu sig í gervi norna, drauga og annarra hrollvekjandi óvætta þegar þau gengu á milli húsa og buðu upp á „grikk eða gott“. Fyrir yngri börnin var haldið hrekkjavökubúningaball síðdegis en unglingarnir fóru á hrekkjavöku í kvöld í Hálsaskógi skammt utan við Djúpavog með ratleik og draugagangi.Vinkonur við Djúpavogsskóla í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fullorðna fólkinu var boðið upp á notalega hugleiðslustund í sundlauginni með „kertaljósum og kósy“ í kvöld. Djúpivogur og Búlandstindur skörtuðu sínu fegursta í veðurblíðunni í dag. Til vinstri sést inn í Hamarsfjörð en spegilsléttur Berufjörður opnast til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dagskráin á Djúpavogi er hluti af fimm daga byggðahátíð Austurlands sem nefnist Dagar myrkurs. Þar eru Austfirðingar hvattir til samveru og að gera sér glaða daga nú þegar skammdegið fer í hönd og lýsa það upp. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um hrekkjavökuna:
Djúpivogur Hrekkjavaka Tengdar fréttir Austfirðingar baða sig við kertaljós þegar dagar myrkurs fara í hönd Sameiginleg byggðahátíð Austfirðinga, Dagar myrkurs, hófst á Austurlandi í dag en hún stendur yfir næstu fimm daga. Í tilefni hennar var Stöð 2 í beinni útsendingu frá Fljótsdalshéraði. 30. október 2019 22:53 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Austfirðingar baða sig við kertaljós þegar dagar myrkurs fara í hönd Sameiginleg byggðahátíð Austfirðinga, Dagar myrkurs, hófst á Austurlandi í dag en hún stendur yfir næstu fimm daga. Í tilefni hennar var Stöð 2 í beinni útsendingu frá Fljótsdalshéraði. 30. október 2019 22:53