Vara flugmenn við að treysta á Reykjavíkurflugvöll við erfið skilyrði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2019 11:18 Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/Egill Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna telur að sýna þurfi sérstaka aðgát ef nota þurfi Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll utan auglýsts þjónustutíma séu líkur á ísingu og skertum bremsuskilyrðum. Að minnsta kosti tvö tilvik hafa komið upp undanfarið eitt og hálft ár þar sem væntingar flugmanna með þjónustu Isavia hafa brugðist. Þetta kemur fram í mati öryggisnefndarinnar sem birtist á vef FÍA í dag og sent var íslenskum atvinnuflugmönnum í tölvupósti. Þar segir að áhafnir flugvéla hafi í gegnum tíðina getað reitt sig á Reykjavíkurflugvöll sem ákjósanlegan varaflugvöll. Undanfarin ár hafi þó þrengt að vellinum, ekki síst vegna takmarkana á þjónustutíma sem auglýstur sé í flugmálahandbók, AIP Iceland. Í bókinni kemur fram að Reykjavíkurflugvöllur sé lokaður fyrir allri umferð frá klukkan 23 að kvöldi til sjö að morgni á virkum dögum en átta að morgni um helgar. Þá er hann lokaður ýmsa helgidaga. Hins vegar segir einnig í bókinni að Reykjavíkurflugvöll sé hægt að fá opnaðan með flugupplýsingaþjónustu (AFIS) utan þjónustutíma með 15 mínútna fyrirvara, meðal annars fyrir millilandaflug sem notar flugvöllinn sem varaflugvöll. „Nú hafa komið upp amk. tvö tilvik á 18 mánuðum þar sem væntingar flugmanna til þessarar þjónustu hafa brugðist og Isavia ekki tekist að gera flugvöllinn nothæfan á 15 mínútum eins og kemur fram í flugmálahandbók,“ segir í mati öryggisnefndarinnar. Það er því mat Öryggisnefndar FÍA að sýna þurfi sérstaka aðgát ef nota þarf Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll utan auglýsts þjónustutíma ef líkur eru á ísingu og skertum bremsuskilyrðum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ráðherra hafi ekki sýnt fram á fjármögnun varaflugvalla Varaformaður samgöngunefndar og þingmenn segja brýnt að byggja upp varaflugvallakerfið en neyðarástand varð í gær þegar þremur flugvélum var beint frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar vegna óhapps. 29. október 2019 06:15 Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14 Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna telur að sýna þurfi sérstaka aðgát ef nota þurfi Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll utan auglýsts þjónustutíma séu líkur á ísingu og skertum bremsuskilyrðum. Að minnsta kosti tvö tilvik hafa komið upp undanfarið eitt og hálft ár þar sem væntingar flugmanna með þjónustu Isavia hafa brugðist. Þetta kemur fram í mati öryggisnefndarinnar sem birtist á vef FÍA í dag og sent var íslenskum atvinnuflugmönnum í tölvupósti. Þar segir að áhafnir flugvéla hafi í gegnum tíðina getað reitt sig á Reykjavíkurflugvöll sem ákjósanlegan varaflugvöll. Undanfarin ár hafi þó þrengt að vellinum, ekki síst vegna takmarkana á þjónustutíma sem auglýstur sé í flugmálahandbók, AIP Iceland. Í bókinni kemur fram að Reykjavíkurflugvöllur sé lokaður fyrir allri umferð frá klukkan 23 að kvöldi til sjö að morgni á virkum dögum en átta að morgni um helgar. Þá er hann lokaður ýmsa helgidaga. Hins vegar segir einnig í bókinni að Reykjavíkurflugvöll sé hægt að fá opnaðan með flugupplýsingaþjónustu (AFIS) utan þjónustutíma með 15 mínútna fyrirvara, meðal annars fyrir millilandaflug sem notar flugvöllinn sem varaflugvöll. „Nú hafa komið upp amk. tvö tilvik á 18 mánuðum þar sem væntingar flugmanna til þessarar þjónustu hafa brugðist og Isavia ekki tekist að gera flugvöllinn nothæfan á 15 mínútum eins og kemur fram í flugmálahandbók,“ segir í mati öryggisnefndarinnar. Það er því mat Öryggisnefndar FÍA að sýna þurfi sérstaka aðgát ef nota þarf Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll utan auglýsts þjónustutíma ef líkur eru á ísingu og skertum bremsuskilyrðum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ráðherra hafi ekki sýnt fram á fjármögnun varaflugvalla Varaformaður samgöngunefndar og þingmenn segja brýnt að byggja upp varaflugvallakerfið en neyðarástand varð í gær þegar þremur flugvélum var beint frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar vegna óhapps. 29. október 2019 06:15 Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14 Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Ráðherra hafi ekki sýnt fram á fjármögnun varaflugvalla Varaformaður samgöngunefndar og þingmenn segja brýnt að byggja upp varaflugvallakerfið en neyðarástand varð í gær þegar þremur flugvélum var beint frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar vegna óhapps. 29. október 2019 06:15
Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14
Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30