Norðurlandaráð samþykkti aukið samstarf um samfélagsöryggi Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. október 2019 07:30 Oddný í ræðustól á þinginu. Mynd/Norðurlandaráð Stefna Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi var samþykkt samhljóða á þingi ráðsins í Stokkhólmi í gær. Oddný Harðardóttir, sem sat í starfshópi sem vann stefnuna, segir að margt annað en stríðsátök geti ógnað samfélagsöryggi. „Loftslagsváin með ofsaveðrum, skógareldum og flóðum, heimsfaraldur, stórslys og tölvuárásir. Allt þetta og meira til getur ógnað orkuöryggi og matvælaöryggi,“ segir Oddný. Hún segir að Norðurlöndin standi betur að vígi með samvinnu á þessu sviði. „Það þarf samt að haga málum þannig að okkar frjálsu samfélögum og mannréttindum sé ekki ógnað í nafni öryggis.“ Það hafi verið samhljóma álit þeirra sérfræðinga og embættismanna sem rætt hafi við starfshópinn að aukið norrænt samstarf á sviði samfélagsöryggis væri til góða. „Kannanir hafa sýnt fram á mikinn stuðning almennings við norrænt samstarf um öryggismál. Það hefur hins vegar skort pólitíska forystu. Með þessari stefnu er Norðurlandaráð að veita Norrænu ráðherranefndinni umboð á þessum sviðum,“ segir Oddný. Þá leggur hún áherslu á að efla þurfi norrænt samstarf um frið, friðsælar lausnir og fyrirbyggjandi aðgerðir gegn átökum. Í stefnunni er einnig fjallað um lögreglusamstarf, samstarf um heilbrigðismál auk samstarfs á sviði almannavarna, björgunarsveita og neyðarboðskipta. Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Stefna Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi var samþykkt samhljóða á þingi ráðsins í Stokkhólmi í gær. Oddný Harðardóttir, sem sat í starfshópi sem vann stefnuna, segir að margt annað en stríðsátök geti ógnað samfélagsöryggi. „Loftslagsváin með ofsaveðrum, skógareldum og flóðum, heimsfaraldur, stórslys og tölvuárásir. Allt þetta og meira til getur ógnað orkuöryggi og matvælaöryggi,“ segir Oddný. Hún segir að Norðurlöndin standi betur að vígi með samvinnu á þessu sviði. „Það þarf samt að haga málum þannig að okkar frjálsu samfélögum og mannréttindum sé ekki ógnað í nafni öryggis.“ Það hafi verið samhljóma álit þeirra sérfræðinga og embættismanna sem rætt hafi við starfshópinn að aukið norrænt samstarf á sviði samfélagsöryggis væri til góða. „Kannanir hafa sýnt fram á mikinn stuðning almennings við norrænt samstarf um öryggismál. Það hefur hins vegar skort pólitíska forystu. Með þessari stefnu er Norðurlandaráð að veita Norrænu ráðherranefndinni umboð á þessum sviðum,“ segir Oddný. Þá leggur hún áherslu á að efla þurfi norrænt samstarf um frið, friðsælar lausnir og fyrirbyggjandi aðgerðir gegn átökum. Í stefnunni er einnig fjallað um lögreglusamstarf, samstarf um heilbrigðismál auk samstarfs á sviði almannavarna, björgunarsveita og neyðarboðskipta.
Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira