Michael Myers kemur í kvöld! Þórarinn Þórarinsson skrifar 31. október 2019 07:30 Kjarninn í þeim ágæta undirflokki hryllingsmyndanna sem kenndur er við „slasher“ er einfaldlega sá að einhvers konar illfygli í mannsmynd fargar lánlausu fólki á færibandi. Oftast nær notast óféti þessi við eggvopn af ýmsum gerðum og þá jafnan í stærri kantinum. Alfred Hitchcock opnaði þessari manngerð, ef yfirleitt er hægt að kenna þessa gaura við mennsku, leið inn í kvikmyndirnar með Psycho árið 1960 þegar hann kynnti búrhnífinn til sögunnar sem handhægt morðvopn. Hitchcock fékk hinum mjög svo ödipusardulda Norman Bates hnífinn í hendur en sá átti til að umturnast í morðóða móður sína ef konur hættu sér í sturtu í undir hans þaki. Blóðlaust í 18 ár Þótt Psycho hafi slegið hressilega í gegn og aflað Hitchcock meira fjár og athygli en önnur meistaraverk hans náðu búrhnífamorðingjar ekki almennilegri fótfestu í kvikmyndum fyrr en átján árum síðar þegar John Carpenter trommaði upp með Michael Myers í Halloween.Halloween hefst á hrekkjavöku, að sjálfsögðu, þar sem Michael litli Myers, uppáklæddur í trúðabúning með grímu, tekur alveg upp úr þurru upp á því að myrða stóru systur sína með búrhníf skömmu eftir að hún hefur lokið ástarleik með kærastanum sínum. Eftir það segir fátt af Michael sem elst upp á geðsjúkrahúsi undir handleiðslu læknisins Sam Loomis. Eftir fimmtán ár í þögn fer honum að leiðast þófið og aðfaranótt Hrekkjavöku strýkur hann og heldur heim til Haddonfield og byrjar að gera að ungmennum eins og honum einum er lagið á þessu annars bráðskemmtilega kvöldi sem halloween er. Illskan uppmáluð og tær Þegar Carpenter kynnir Michael til leiks virðist hann í fyrstu vera sálsjúkur morðingi en síðar kemur í ljós að eitthvað meira er að og Loomis verður sannfærður um að skjólstæðingur hans sé hvorki meira né minna en tær illska. Michael verður þannig ættfaðir hersingar seinni tíma hryllingsmyndaskrímsla þar sem fossar blóð í hans slóð þar sem hann röltir, ískyggilega rólegur og gersamlega ódrepandi, með tilheyrandi glundroða og örvinglan. Þótt Michael Myers sé sjálfur, þrátt fyrir allt, hógværðin uppmáluð er þetta dagurinn hans þannig að hann má vera dálítið frekur til fjörsins þannig að þeim sem vilja minnast hans er bent sérstaklega á þrjár bestu, áhugaverðustu eða í það minnsta skemmtilegustu myndirnar úr hinum langa og brokkgenga myndabálki sem kenndur er við hrekkjavökuna. Gleðilega hrekkjavöku! Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Hrekkjavaka Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Kjarninn í þeim ágæta undirflokki hryllingsmyndanna sem kenndur er við „slasher“ er einfaldlega sá að einhvers konar illfygli í mannsmynd fargar lánlausu fólki á færibandi. Oftast nær notast óféti þessi við eggvopn af ýmsum gerðum og þá jafnan í stærri kantinum. Alfred Hitchcock opnaði þessari manngerð, ef yfirleitt er hægt að kenna þessa gaura við mennsku, leið inn í kvikmyndirnar með Psycho árið 1960 þegar hann kynnti búrhnífinn til sögunnar sem handhægt morðvopn. Hitchcock fékk hinum mjög svo ödipusardulda Norman Bates hnífinn í hendur en sá átti til að umturnast í morðóða móður sína ef konur hættu sér í sturtu í undir hans þaki. Blóðlaust í 18 ár Þótt Psycho hafi slegið hressilega í gegn og aflað Hitchcock meira fjár og athygli en önnur meistaraverk hans náðu búrhnífamorðingjar ekki almennilegri fótfestu í kvikmyndum fyrr en átján árum síðar þegar John Carpenter trommaði upp með Michael Myers í Halloween.Halloween hefst á hrekkjavöku, að sjálfsögðu, þar sem Michael litli Myers, uppáklæddur í trúðabúning með grímu, tekur alveg upp úr þurru upp á því að myrða stóru systur sína með búrhníf skömmu eftir að hún hefur lokið ástarleik með kærastanum sínum. Eftir það segir fátt af Michael sem elst upp á geðsjúkrahúsi undir handleiðslu læknisins Sam Loomis. Eftir fimmtán ár í þögn fer honum að leiðast þófið og aðfaranótt Hrekkjavöku strýkur hann og heldur heim til Haddonfield og byrjar að gera að ungmennum eins og honum einum er lagið á þessu annars bráðskemmtilega kvöldi sem halloween er. Illskan uppmáluð og tær Þegar Carpenter kynnir Michael til leiks virðist hann í fyrstu vera sálsjúkur morðingi en síðar kemur í ljós að eitthvað meira er að og Loomis verður sannfærður um að skjólstæðingur hans sé hvorki meira né minna en tær illska. Michael verður þannig ættfaðir hersingar seinni tíma hryllingsmyndaskrímsla þar sem fossar blóð í hans slóð þar sem hann röltir, ískyggilega rólegur og gersamlega ódrepandi, með tilheyrandi glundroða og örvinglan. Þótt Michael Myers sé sjálfur, þrátt fyrir allt, hógværðin uppmáluð er þetta dagurinn hans þannig að hann má vera dálítið frekur til fjörsins þannig að þeim sem vilja minnast hans er bent sérstaklega á þrjár bestu, áhugaverðustu eða í það minnsta skemmtilegustu myndirnar úr hinum langa og brokkgenga myndabálki sem kenndur er við hrekkjavökuna. Gleðilega hrekkjavöku!
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Hrekkjavaka Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira