Fundu fyrir afar fjandsamlegu viðmóti Hjörvar Ólafsson skrifar 31. október 2019 13:00 Gylfi Þór Sigurðsson fór snemma út og tókst að vinna sig upp í ensku úrvalsdeildina. Getty/TF-Images Töluverður fjöldi íslenskra stráka freistar gæfunnar í hinum harða heimi atvinnumennskunnar í knattspyrnu. Sumir komast í gegnum nálaraugað og fá atvinnumannssamning á meðan aðrir koma aftur heim. Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þór Ólafsson er að vinna að rannsókn um upplifun íslenskra leikmanna, sem skrifað hafa undir atvinnumannssamning á aldrinum 15 til 18 ára, af veru sinni hjá erlendum liðum. „Það sem kom mér kannski einna helst á óvart var þegar leikmennirnir lýstu því fjandsamlega viðmóti sem þeir urðu fyrir af hendi liðsfélaga sinna. Bæði á æfingum og í klefanum eftir æfingar. Þarna er engin miskunn og leikmenn teknir föstum tökum. Þetta var ákveðið sjokk fyrir þá, þeir vissu vel að heimurinn þarna úti væri harður en sú mikla harka sem þeir upplifðu í sinn garð kom þeim í opna skjöldu,“ segir Guðjón Þór í samtali við Fréttablaðið. „Þá lýstu þeir því að þeir hefðu á einhverjum tímapunkti fundið fyrir einmanaleika og depurð. Til að mynda þegar þeir fá send myndskeið þar sem félagarnir eru að skemmta sér fjarri þeim. Sumir fóru með fjölskyldu sína með sér og það hafði bæði kosti og galla. Þeir lýstu annars vegar þægindum við að hafa félagslegt net í kringum sig og öryggið við að hafa einhvern til staðar þegar eitthvað bjátar á. Aðrir fundu hins vegar fyrir því að það hefði hamlað þeim að komast betur inn í málin félagslega á nýjum stað. Þeir sem áttu fjölskyldumeðlim sem hafði sjálfur verið í atvinnumennsku voru þó líklegri til þess að pluma sig sjálfir,“ segir hann. „Þeir einstaklingar sem komust alla leið inn í aðallið félaganna voru heilt yfir heilsteyptir karakterar. Aftur á móti var ekki klippt og skorið að ein leið hentaði betur en önnur til þess að tækla atvinnumennskuna. Af þeim sem komu heim fannst sumum þeim hafa mistekist og voru niðurbrotnir í einhvern tíma. Verið væri að hrifsa af þeim draum með höfnuninni. Aðrir litu þannig á hlutina að þeir væru þakklátir fyrir tækifærið og það að fá tækifærið væri lærdómur sem þeir gætu nýtt sér,“ segir Guðjón sem kynnir niðurstöður sínar á málstofu í Háskóla Íslands klukkan 13.15 í dag. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira
Töluverður fjöldi íslenskra stráka freistar gæfunnar í hinum harða heimi atvinnumennskunnar í knattspyrnu. Sumir komast í gegnum nálaraugað og fá atvinnumannssamning á meðan aðrir koma aftur heim. Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þór Ólafsson er að vinna að rannsókn um upplifun íslenskra leikmanna, sem skrifað hafa undir atvinnumannssamning á aldrinum 15 til 18 ára, af veru sinni hjá erlendum liðum. „Það sem kom mér kannski einna helst á óvart var þegar leikmennirnir lýstu því fjandsamlega viðmóti sem þeir urðu fyrir af hendi liðsfélaga sinna. Bæði á æfingum og í klefanum eftir æfingar. Þarna er engin miskunn og leikmenn teknir föstum tökum. Þetta var ákveðið sjokk fyrir þá, þeir vissu vel að heimurinn þarna úti væri harður en sú mikla harka sem þeir upplifðu í sinn garð kom þeim í opna skjöldu,“ segir Guðjón Þór í samtali við Fréttablaðið. „Þá lýstu þeir því að þeir hefðu á einhverjum tímapunkti fundið fyrir einmanaleika og depurð. Til að mynda þegar þeir fá send myndskeið þar sem félagarnir eru að skemmta sér fjarri þeim. Sumir fóru með fjölskyldu sína með sér og það hafði bæði kosti og galla. Þeir lýstu annars vegar þægindum við að hafa félagslegt net í kringum sig og öryggið við að hafa einhvern til staðar þegar eitthvað bjátar á. Aðrir fundu hins vegar fyrir því að það hefði hamlað þeim að komast betur inn í málin félagslega á nýjum stað. Þeir sem áttu fjölskyldumeðlim sem hafði sjálfur verið í atvinnumennsku voru þó líklegri til þess að pluma sig sjálfir,“ segir hann. „Þeir einstaklingar sem komust alla leið inn í aðallið félaganna voru heilt yfir heilsteyptir karakterar. Aftur á móti var ekki klippt og skorið að ein leið hentaði betur en önnur til þess að tækla atvinnumennskuna. Af þeim sem komu heim fannst sumum þeim hafa mistekist og voru niðurbrotnir í einhvern tíma. Verið væri að hrifsa af þeim draum með höfnuninni. Aðrir litu þannig á hlutina að þeir væru þakklátir fyrir tækifærið og það að fá tækifærið væri lærdómur sem þeir gætu nýtt sér,“ segir Guðjón sem kynnir niðurstöður sínar á málstofu í Háskóla Íslands klukkan 13.15 í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira