Skoraði fyrsta markið sitt á móti Íslandi og er nú orðaður við Liverpool og Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2019 13:00 Denis Zakaria í leiknum á móti Íslandi. Getty/ TF-Images Ensku stórliðin Liverpool, Manchester United og Arsenal hafa öll verið í sambandi við forráðamenn Borussia Mönchengladbach vegna áhuga á einum leikmanna þýska liðsins. Leikmaðurinn heitir Denis Zakaria og er 22 ára gamall miðjumaður. Hann hefur staðið sig mjög vel í þýsku deildinni undanfarin og er nú farinn að vekja áhuga hjá knattspyrnustjórum eins og Jürgen Klopp, Ole Gunnari Solskjær og Unai Emery. Það er einnig vitað af áhuga frá stærstu liðunum í Þýskalandi eins og Bayern München og Borussia Dortmund og lið eins og Internazionale, Atletico Madrid og Tottenham vita einnig af leikmanninum.pic.twitter.com/JZYS90f9nT — The Kopite (@TheKopiteOFF) October 29, 2019 Liverpool, Manchester United og Arsenal hafa hins vegar gengið skrefinu lengra samkvæmt frétt Sky í Þýskalandi því þau hafa öll hafið frumviðræður um möguleg kaup á leikmanninum. Það er ólíklegt að hann verði seldur í janúar en það gæti orðið erfitt fyrir Gladbach að halda honum næsta sumar. Zakaria hefur verið í svissneska landsliðinu undanfarin ár og spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2016. Zakaria var í 23 manna HM-hópi Sviss sumarið 2018. Denis Zakaria á líka góðar minningar frá landsleik við Ísland 8. september í fyrra. Þetta var hans þrettándi landsleikur en þar náði hann að skora sitt fyrsta landsliðsmark.Liverpool and Arsenal 'make contact with Denis Zakaria’ over Premier League transferhttps://t.co/mkrRZFEMSvpic.twitter.com/99TpqrHbms — Mirror Football (@MirrorFootball) October 29, 2019 Zakaria skoraði markið á 23. mínútu og kom svissneska landsliðinu í 2-0 en leikurinn endaði með 6-0 stórsigri Sviss. Hannes Þór Halldórsson varði þá aukaspyrnu frá Liverpool-manninum Xherdan Shaqiri en Denis Zakaria fylgdi á eftir og kom boltanum í markið. Denis Zakaria hefur bætt við tveimur landsliðsmörkum en þau komu á móti Georgíu og Gíbraltar. Denis Zakaria er fæddur árið 1996 og verður 23 ára gamall í næsta mánuði. Hann spilar sem afturliggjandi miðjumaður og hefur verið í herbúðum frá því í júní 2017. Denis Zakaria gerði fimm ára samning við þýska félagið sem keypti hann frá svissneska félaginu Young Boys fyrir tíu milljónir evra.Denis Zakaria skorar hér markið sitt í leiknum á móti Íslandi. Þetta var hans fyrsta landsliðsmark.Getty/TF-Images Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira
Ensku stórliðin Liverpool, Manchester United og Arsenal hafa öll verið í sambandi við forráðamenn Borussia Mönchengladbach vegna áhuga á einum leikmanna þýska liðsins. Leikmaðurinn heitir Denis Zakaria og er 22 ára gamall miðjumaður. Hann hefur staðið sig mjög vel í þýsku deildinni undanfarin og er nú farinn að vekja áhuga hjá knattspyrnustjórum eins og Jürgen Klopp, Ole Gunnari Solskjær og Unai Emery. Það er einnig vitað af áhuga frá stærstu liðunum í Þýskalandi eins og Bayern München og Borussia Dortmund og lið eins og Internazionale, Atletico Madrid og Tottenham vita einnig af leikmanninum.pic.twitter.com/JZYS90f9nT — The Kopite (@TheKopiteOFF) October 29, 2019 Liverpool, Manchester United og Arsenal hafa hins vegar gengið skrefinu lengra samkvæmt frétt Sky í Þýskalandi því þau hafa öll hafið frumviðræður um möguleg kaup á leikmanninum. Það er ólíklegt að hann verði seldur í janúar en það gæti orðið erfitt fyrir Gladbach að halda honum næsta sumar. Zakaria hefur verið í svissneska landsliðinu undanfarin ár og spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2016. Zakaria var í 23 manna HM-hópi Sviss sumarið 2018. Denis Zakaria á líka góðar minningar frá landsleik við Ísland 8. september í fyrra. Þetta var hans þrettándi landsleikur en þar náði hann að skora sitt fyrsta landsliðsmark.Liverpool and Arsenal 'make contact with Denis Zakaria’ over Premier League transferhttps://t.co/mkrRZFEMSvpic.twitter.com/99TpqrHbms — Mirror Football (@MirrorFootball) October 29, 2019 Zakaria skoraði markið á 23. mínútu og kom svissneska landsliðinu í 2-0 en leikurinn endaði með 6-0 stórsigri Sviss. Hannes Þór Halldórsson varði þá aukaspyrnu frá Liverpool-manninum Xherdan Shaqiri en Denis Zakaria fylgdi á eftir og kom boltanum í markið. Denis Zakaria hefur bætt við tveimur landsliðsmörkum en þau komu á móti Georgíu og Gíbraltar. Denis Zakaria er fæddur árið 1996 og verður 23 ára gamall í næsta mánuði. Hann spilar sem afturliggjandi miðjumaður og hefur verið í herbúðum frá því í júní 2017. Denis Zakaria gerði fimm ára samning við þýska félagið sem keypti hann frá svissneska félaginu Young Boys fyrir tíu milljónir evra.Denis Zakaria skorar hér markið sitt í leiknum á móti Íslandi. Þetta var hans fyrsta landsliðsmark.Getty/TF-Images
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira