Horfir til frekari sóknar erlendis Helgi Vífill Júlíusson skrifar 30. október 2019 07:00 Baltnesku löndin hafa verið framsækin í tölvuvæðingu. Þau byrjuðu á núllpunkti og eru ef til vill komin örlítið lengra á mörgum sviðum en við varðandi nýtingu upplýsingatækni, segir Jón Helgi Guðmundsson. Fréttablaðið/Ernir Norvik, sem rekið er í hefðbundinni skrifstofu í Kórahverfi í Kópavogi, leynir á sér. Um er að ræða eitt stærsta fjölskyldufyrirtæki landsins og á það í umfangsmiklum rekstri í AusturEvrópu. Forstjóri samstæðunnar segir að starfsmenn séu um tvö þúsund, þar af séu um 1.500 hjá Bergs Timber. Um tveir þriðju hlutar veltunnar komi að utan. Eignir samstæðunnar voru bókfærðar á 270 milljónir evra og eigið fé var 194 milljónir evra, jafnvirði um 27 milljarða króna, árið 2018. „Þetta hangir allt á spýtunni,“ segir Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri og aðaleigandi fyrirtækisins, um samsetningu dótturfélaganna.Stofnað 1962 Uppruna samstæðunnar má rekja til reksturs byggingavöruverslunarinnar Byko en frá stofnun hennar 1962 hefur bæst við ýmis timburvinnsla í Austur-Evrópu og rekstur hafnar í Bretlandi en til útskýringar segir Jón Helgi að kostnaður við vöruflutninga sé drjúgur þáttur af verði timburs. Auk þess á Norvik hlut í sænsku fyrirtæki sem sinnir skógrækt í nokkrum löndum. Jafnframt á Norvik fasteignafélagið Smáragarð sem á um 70 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði og hýsir flestar fasteignir Byko. Fyrir um ári sameinuðust öll timburfyrirtæki Norvik nema eitt sænska félaginu Bergs Timber sem skráð er í sænsku kauphöllina. Við það eignaðist íslenska samstæðan 64 prósenta hlut í fyrirtækinu. Velta Bergs Timber var að jafnvirði 39 milljarða íslenskra króna frá september 2017 til desember 2018, samkvæmt ársskýrslu. Markaðsvirði hlutarins er tæpir sjö milljarðar en vegna erfiðra markaðsaðstæðna hafa bréfin fallið um tæp 30 prósent á einu ári.Átti í Bókun sem TripAdvisor keypti Norvik átti 24 prósenta hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Bókun sem selt var til TripAdvisor árið 2018 fyrir 23 milljónir dollara eða tæplega þrjá milljarða króna.Hvernig kom sú fjárfesting til? „Hjalti Baldursson, framkvæmdastjóri Bókunar, er gamall samstarfsmaður okkar,“ segir Jón Helgi. Hjalti stýrði Straumborg, fjárfestingarfélagi fjölskyldunnar, á árunum 2005-2012. „Bókun þurfti að komast yfir ákveðinn hjalla til að komast alla leið með fyrirtækið og við lögðum honum lið enda höfðum við trú á persónum og leikendum. Það var glæsileg útkoma,“ segir Jón Helgi. Fram hefur komið í Markaðnum að Norvik hafi fjárfest í Bókun fyrir um tvær milljónir evra árið 2017. Á núverandi gengi eru það 276 milljónir króna. Ári síðar var félagið selt fyrir 23 milljónir dollara eða tæplega þrjá milljarða. Miðað við það fékk Norvik tæplega sjö hundruð milljónir króna við söluna.Engar áhyggjur „Ég hef engar áhyggjur af því. Lækkunina má rekja til tímabundinna markaðsaðstæðna. Skordýraárásir hafa leitt til aukins framboðs af trjám á markaðnum og því lækkar verð,“ segir hann. Um það verður fjallað nánar síðar í viðtalinu. Jón Helgi á einnig fasteignafélag í Lettlandi sem heyrir ekki undir Norvik. „Það er sæmilega stórt,“ segir hann. Það leigir meðal annars byggingavöruversluninni Depo, sem er sú stærsta sinnar tegundar í baltnesku löndunum, húsnæði undir tvær verslanir. Umrætt félag Jóns Helga hefur sömuleiðis fjárfest í nýsköpunarfyrirtæki sem aðstoðar fyrirtæki við að finna bestu flutningaleiðina. Á meðal viðskiptavina er lettneskt ríkisfyrirtæki sem á um helming skóglendis í Lettlandi.Breyttist við sölu KaupássEr langt síðan meirihluti veltunnar kom að utan? „Hlutfallið breyttist árið 2013 við sölu á Kaupási, sem átti Krónuna, Elko, Nóatún, Intersport, vöruhúsið Bakka, auglýsingastofuna Expo og fasteignir. Lengi vel hefur meirihluta afkomunnar mátt rekja til erlendu starfseminnar,“ segir hann. Jón Helgi segir að Bergs Timber reki þrjár verksmiðjur í Lettlandi sem áður hafi verið undir hatti Norvik. Vika Wood sé stærsta sögunarmylla baltnesku landanna og framleiði 270 þúsund rúmmetra á ári sem sé drjúgur stafli. „Það koma 50 trukkar á dag með trjáboli og aðrir 50 fara með sagað timbur. Stærsti einstaki markaðurinn er Japan en við erum að selja í auknum mæli til heimamarkaðarins sem við skilgreinum sem Eistland, Lettland og Litháen. Það á sér stað mikil uppbygging í þessum löndum. Fyrsta strandhögg okkar í Austur-Evrópu var árið 1993 þegar Byko Lat var stofnað í Lettlandi. Þar framleiðum við 200 þúsund rúmmetra af timbri. Fyrirtækið kaupir sagað timbur af öðrum og flokkar það, þurrkar, gagnver og útbýr panilklæðningar. Það er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Evrópu. Bretland er stærsti markaður Byko Lat en sala til Frakklands hefur verið að aukast. Það er gaman að segja frá því að við seljum meðal annars til eyja í Karíbahafinu í gegnum franskan umboðsmann. Við leyfum okkur að segja að það sé stærsta endurvinnslufyrirtæki í Evrópu á timbri. Byko Lat selur einnig mikið á heimamarkaði. Meðal annars til Depo, stærstu byggingavöruverslanakeðju Lettlands. Ég kom að stofnun verslanakeðjunnar árið 2005 ásamt baltneskum fjárfestingarsjóði og stjórnendum Depo. Fyrir nokkrum árum vildi fjárfestingarsjóðurinn selja hlut sinn og ég ákvað að selja á sama tíma. Reksturinn gekk vel, þetta var mjög arðbær fjárfesting. Stór gluggaverksmiðja heyrir einnig undir Byko Lat. Hún selur fyrst og fremst til Bretlands en líka töluvert til Íslands og nokkurt magn til Svíþjóðar. Sú verksmiðja hefur gengið vel. Auk þess framleiðum við einingahús. Töluvert af einingahúsum hefur verið selt til Íslands. Þriðja verksmiðjan er CED. Þar er framleitt margvíslegt úr timbri fyrir garða, eins og húsgögn, tröppur og jafnvel sundlaugar. Stór hluti af sölunni fer til Frakklands, þetta er álitleg starfsemi,“ segir hann.Höfn í Bretlandi Jón Helgi bendir á að Norvik hafi einnig lagt hafnarstarfsemi, sem gekk áður undir nafninu Continental Wood, inn í Bergs Timber. Eftir samrunann ber félagið nafnið Bergs UK. „Þetta er öflug grófvöruhöfn sem annast aðallega stál og timbur. Við keyptum hana fyrir nokkrum árum en vorum áður með hana á leigu. Höfnin sinnir fyrst og fremst öðrum viðskiptavinum en minna þeim fyrirtækjum sem heyra undir okkar samstæðu. Um 75 prósent af veltunni má rekja til þriðja aðila. Fyrirtækið annast líka dreifingu fyrir viðskiptavini hafnarinnar. Það fara um 80 skip á ári í gegnum hana, það eru heilmikil umsvif. Félagið á eitt skip og siglir reglubundið á milli Riga og Bretlands. Leiguskipum er bætt við eftir þörfum en við þjónustum fjölda annarra skipa en þau sem eru á okkar vegum,“ segir hann. Jón Helgi segir að ákveðið hafi verið að hefja rekstur hafnar vegna þess að flutningskostnaður sé einn stærsti þáttur í timburverði til neytenda. „Þess vegna er lykilatriði að vera með hagkvæma flutninga og svo hleðst utan á starfsemina þjónusta við önnur fyrirtæki.“Býr í Riga í Lettlandi „Ég hef verið með heimilisfesti í Lettlandi í mörg ár og leigi íbúð í Riga. Ég er mun meira þar en á Íslandi. Borgin er vel í sveit sett hvað varðar flugsamgöngur. Þær hafa þróast með jákvæðum hætti í seinni tíð. Það eru mörg flug á dag til Stokkhólms, Kaupmannahafnar, Óslóar, Bretlands og í allar áttir. Það er ósköp þægilegt hvað það er stutt upp á flugvöll. Svo er ódýrt að búa þarna. Þar er nokkuð annað verðlag en á Íslandi. Maður hrekkur oft upp við komuna hingað.“Íslenskar hafnir dýrarÉg hugsa stundum um það sem Íslendingur, búsettur á eyju langt frá öðrum löndum, hvað flutningskostnaður geti verið hár. Hvað finnst þér? „Við höfum siglt leiguskipum til Íslands frá baltnesku löndunum í mörg ár og það er ekki mikill verðmunur á því og að stefna skipinu til Bretlands. Þegar skip leggst að bryggjunni hleðst hins vegar upp kostnaður því hafnirnar hér eru dýrar.“Rússland fylgdi ekki meðHvers vegna lögðuð þið erlend félög ykkar inn í Bergs Timber? „Hugmyndin var að geta byggt upp reksturinn sem skráð félag á markaði. Við höfum enn þá sýn að rétt sé að stækka og efla starfsemina enn frekar. Varðandi framtíð okkar sem hluthafa, er gott að eiga skráð hlutabréf. Það eykur seljanleika. Við sameininguna fengum við aðgang að öflugu stjórnendateymi sem hefur tekið yfir allan daglegan rekstur. Þetta var gott skref fyrir okkur. Norvik rekur enn sögunarmyllur og skógarhögg í Rússland. Sú starfsemi rann ekki í Bergs Timber því við töldum að það hefði ekki góð áhrif á ímynd sænska fyrirtækisins að vera með rekstur þar í landi. Svíum þætti það ekki álitlegt þótt reynsla okkar sé allt önnur. Reksturinn í Rússlandi hefur verið erfiður en gengur nú ágætlega. Upphaflega hugmyndin var að það væri gott fyrir samstæðuna að hafa aðgang að hráefni,“ segir Jón Helgi. Eins og fyrr segir á Norvik 64 prósenta hlut í Bergs Timber en stefnir á að selja hluta af eign sinni. Sú sala hefur ekki verið tímasett.Hefur sænskur hlutabréfamarkaður góða þekkingu á þessari starfsemi? „Ég myndi ætla að sænski markaðurinn væri sá sem þekkti timburiðnað hvað best. Sænskir fjárfestar vita að um sveiflukenndan iðnað er að ræða. Það er mikið fjallað um skógariðnað í sænskum fjölmiðlum. Við erum eina hreinræktaða sögunarmyllufélagið sem er skráð á hlutabréfamarkaðinn en það eru nokkur sænsk pappírsfyrirtæki sem reka sögunarmyllur sem aukabúgrein,“ segir hann.Sveiflur í timbriHvernig hefur afkoman verið í timbrinu? „Hún hefur verið afar sveiflukennd. Við erum í lægð núna en það sér vonandi fyrir endann á henni. Stormar og skordýraárásir geta haft mikil áhrif á reksturinn. Um þessar mundir geisar grenibjöllufaraldur sem ræðst á grenitré og drepur þau. Mest hefur þetta verið í Austurríki, Þýskalandi og Tékklandi og í minni mæli í Suður-Svíþjóð. Skordýrafaraldurinn hefur í þetta skiptið hvorki náð til baltnesku landanna né Finnlands. Við aðstæður sem þessar grípa eigendur skóga til þess ráðs að fella trén sem fyrst því ella verða þau ónýt fljótt og þá er ekki hægt að nýta þau í framleiðslu. Það þarf því að fella gríðarlegt magn af skógi og selja. Það skapar aukið framboð sem lækkar verð á heimsmarkaði.“Kína stór kaupandiHvað drífur eftirspurnina áfram? „Eftirspurnin hefur verið ágæt. Almennt er talið að heimsmarkaðurinn vaxi um tvö til þrjú prósent á ári. Það hefur enda verið hagvöxtur á heimsvísu, þótt honum sé ekki jafnt skipt. Kína hefur keypt mikið af timbri og Suðaustur-Asía fer vaxandi. Eftirspurnin í Japan, sem er einn af okkar stærstu mörkuðum, hefur verið nokkuð stöðug. Um 30 prósent af sölu sögunarmyllunnar fer til Japans.“Fjárfesti við fall SovétríkjannaHvernig kom það til að þú ákvaðst að timburframleiðsla og sala myndi henta ykkar starfsemi? „Við erum ættaðir úr þessari átt. Byko var í fyrstu einkum að selja timbur og gróft byggingarefni. Timbur var einkum flutt til Íslands frá Sovétríkjunum á þeim tíma. Við fall þeirra árið 1993 snarbreyttust þessi viðskipti enda voru ekki lengur ríkisfyrirtæki að flytja út timbur. Við hófumst því handa við að leita leiða til að hefja útflutning á timbri. Að okkar mati var þarna vænlegur en vanþróaður markaður. Það hafði ekki verið nein þróun í timburiðnaði í valdatíð kommúnista. Lettland er skógríkast af baltnesku löndunum, um 60 prósent af landinu eru þakin skógi og því var ákveðið að drepa þar niður fæti. Þar voru líka sterkar leifar af vestrænni menningu. Sovétríkin náðu ekki að bæla hana alveg niður. Við töldum að þarna gæti orðið jákvæð þróun og því álitlegt að stunda viðskipti og vinna að uppbyggingu. Við fórum rólega af stað. Vildum ekki fara of geyst. Það var meðal annars pólitísk áhætta fólgin í því að hefja starfsemi í Lettlandi. Það gat enginn vitað með vissu hver þróunin yrði. Það hefur ræst vel úr, ríkin gengu í Nató og Evrópusambandið og tóku upp evru. Ég er svo glaður með að fyrir fimm árum afhenti landbúnaðarráðherra landsins, en skógariðnaður heyrir undir hann, mér viðurkenningu fyrir að stuðla að jákvæðri uppbyggingu lettnesks timburiðnaðar. Það hefur verið skemmtileg vinna og ánægjulegt að fylgjast með þessari þróun. Baltnesku löndin hafa verið framsækin í tölvuvæðingu. Þau byrjuðu á núllpunkti og eru ef til vill komin örlítið lengra á mörgum sviðum en við varðandi nýtingu upplýsingatækni. Þau eru til að mynda framarlega í hagnýtingu upplýsingatækni í hjá hinu opinbera.“Ekki var við spillinguUpplifir þú mikinn mun á að stunda viðskipti í Austur-Evrópu og á Íslandi? „Við erum fyrst og fremst í útflutningi og viðskiptavinir okkar starfa í vestrænum ríkjum en aðdrættirnir koma úr nærumhverfi fyrirtækjanna sem og starfsfólk og umgjörðin. Ég verð að segja eins og er: Okkar reynsla er býsna góð af því að eiga viðskipti þarna. Margir óttast spillingu en við höfum ekki orðið vör við hana. Gera má ráð fyrir því að spillingin hverfist mest um það sem tengist brennivíni og tóbaki. Timburviðskipti þykja ekki „sexy business“. Þar er ekki auðfenginn gróði. Öll samskipti við hið opinbera hafa verið jákvæð og góð. Betri en við höfum upplifað hér á landi.“1,4 milljarðar í skógiHvers vegna eigið þið ekki skóga til að tryggja sögunarmyllunni hráefni? „Það er allt önnur starfsemi að fást við það að halda utan um skóg. Af þeim sökum höfum við kosið að kaupa tré af öðrum. Að því sögðu er Norvik nokkuð stór hluthafi í tiltölulega nýstofnuðu fyrirtæki sem heitir Green Gold. Það á skóg í Svíþjóð, baltnesku löndunum og Rúmeníu. Þau tré nýtast ekki beint í rekstri okkar fyrirtækja. Þarna erum við að teygja okkur inn í frumþáttinn á því sem við erum að gera annars staðar. Þetta er langtímafjárfesting. Það er ekki mikil arðsemi af skógrækt en ef það harðnar á dalnum eru trén ekki höggvin og þau vaxa aðeins lengur,“ segir hann. Fjórtán prósenta hlutur í Green Gold var bókfærður á tíu milljónir evra eða um 1,4 milljarða króna í ársreikningi Norvik fyrir árið 2018.„Nitty-gritty“Á hvað leggur þú mesta áherslu í rekstri fyrirtækjanna til að þau nái árangri? „Það er mikilvægast að hafa gott lið með sér í för. Ég er mikill rekstrarkarl, fer í smáatriðin, alveg „nitty-gritty“. Ég held að það hafi hjálpað. Við höfum farið varlega. Það hjálpaði okkur að komast í gegnum hrunið. Byko var eitt af fáum stærri fyrirtækjum á Íslandi sem lifðu hrunið af. Þá kom sér vel að hafa verið í útrás því erlendu félögin gátu stutt við bakið á starfseminni hérlendis.“Ekki miðstýrt af NorvikHvernig er hægt að byggja upp svona fjölþætta starfsemi og fara varlega? Þarf að fjárfesta víða til að koma þessu öllu á koppinn? „Dótturfélögin hafa ávallt verið sjálfstæð. Starfsfólki er treyst til að sinna sinni vinnu. Því hefur ekki verið miðstýrt frá Norvik. Fjárfestingar dótturfélaganna hafa því alla tíð verið teknar á grundvelli rekstrar hvers og eins félags og þeim viðskiptatækifærum sem bjóðast. Við höfum fjárfest heilmikið í félögunum. Vika Wood var að ljúka við ellefu milljón evra fjárfestingu [það jafngildir um 1,5 milljörðum króna, innsk. blm.] í nýrri flokkunarlínu fyrir verksmiðjuna og Byko Lat fjárfesti nýverið fyrir svipaða fjárhæð í umfangsmiklu verkefni sem fólst meðal annars í að reisa nýja byggingu fyrir húsaeiningaverksmiðjuna, nýju kynditæki, þurrkklefum og bættri gluggaframleiðslu.“Þú hefur sagt í viðtali að þú hafir almennt ekki keypt þér veltu nema í tilviki Kaupáss. Viltu yfirleitt byggja rekstur frá grunni? Hvers vegna valdirðu þá stefnu? „Við höfum yfirleitt byggt fyrirtæki frá grunni. Elko er þekkt dæmi um það. Erlendis höfum við keypt okkur inn í minni rekstur og byggt hann upp. Ég hef verið hræddur við að kaupa stærri fyrirtæki. Ég held að það hafi verið farsælt að fara þessa leið. Maður veit aldrei hvað liggur undir steini jafnvel þótt farið sé í miklar gaumgæfiathuganir.“Meiri stöðugleiki núHvernig horfir efnahagslífið við þér á Íslandi? „Ég er orðinn gamall í hettunni og hef farið í gegnum margar niðursveiflur. Sú fyrsta sem ég man eftir var 1968. Ég man það langt! Og að sjálfsögðu man ég eftir kreppunni 1974 sem kom í kjölfar olíukreppu. Þetta voru miklar kollsteypur, gengisfellingar og öll sú óáran. Það ríkir miklu meiri stöðugleiki núna, jafnvel þótt við færum í gegnum hrunið árið 2008 sem var toppurinn á þeim öllum. Auðvitað hefur verið brattur uppgangur síðustu ár. En ég held að honum muni ekki fylgja jafn brött niðursveifla og við höfum kynnst áður. Ég vona það að minnsta kosti. Það eru forsendur fyrir mjúkri lendingu. Viðskiptajöfnuður er jákvæður, verðbólgan er í sögulegu samhengi lág og hefur verið það í nokkuð langan tíma. Skuldsetning í þjóðfélaginu er minni en oft hefur verið. Ég held að það sé vegna þess að yngra fólk er upplýstara en áður var og gerir sínar ráðstafanir með skynsamari hætti. Allt telur þetta.“En byggingavörumarkaðurinn? „Hann verður áfram sveiflukenndur og það má búast við samdrætti á næsta ári í kjölfar mikils uppgangs á byggingamarkaði. Við finnum fyrir því í rekstri Byko að það hægir á. Það er greinilega samdráttur í sölu grófvara sem notaðar eru á fyrri byggingarstigum en það er enn mikið af húsnæði sem verið er að vinna og klára. Salan mun því jafnast aðeins út. Stóra spurningin er hvernig byggingamarkaðurinn mun fara af stað næsta vor.“Ferðalögum fækkaðÞú ert 72 ára. Hefurðu hugsað um að hægja á þér? „Já, það hefur gefist tækifæri til þess eftir að erlendu félögin runnu inn í Bergs Timber. Þá þarf ég ekki að vera jafn mikið í daglegum rekstri heldur sit þess í stað í stjórnum. Það hefur fækkað ferðalögum mikið. Hægt og rólega hverfur maður smám saman frá ýmsum verkefnum. Ég hugsa að nálgunin verði með þeim hætti. Ég mun ekki snögghætta. Ef maður heldur heilsu er freistandi að halda áfram að vera með.“Norvik er fjölskyldufyrirtæki. Hefurðu hugsað um hver tekur við af þér? „Fjölskyldan situr í stjórn Norvik og Byko. Guðmundur sonur minn hefur sinnt rekstrinum með mér ásamt góðu fólki á borð við Brynju Halldórsdóttur, fjármálastjóra samstæðunnar, Sigurð Ragnarsson sem rekur Smáragarð og Sigurð Pálsson sem stýrir Byko, að ógleymdu stjórnendateymi Bergs Timber. Þótt ég hrykki upp af myndi það ekki miklu breyta fyrir rekstur fyrirtækisins.“Barnabörnin berist ekki áHefurðu reynt að innprenta barnabörnunum einhver gildi varðandi peninga? Ég ímynda mér að þau geti átt von á ágætis arfi. „Sjálfsagt verður það raunin. Ég veit ekki hvernig mér hefur tekist upp með að innprenta þeim slík gildi. Það þarf að sýna samfélagslega ábyrgð og berast ekki á. Það er auðvelt að verða af aurum api.“ Jón Helgi er klæddur í lopapeysu þegar viðtalið fer fram enda einstaklega napur dagur.Mín upplifun er að þú berist ekki á. Lifir þú spart? „Ég neita mér svo sem ekki um neitt sem mig langar í. En þá er spurningin að láta sig ekki langa í of mikið. Ég hef getað ferðast og haft það nokkurn veginn eins og ég hef viljað.“Grípa tækifæri sem komaHvernig sérðu næstu tíu árin fyrir þér í rekstri fyrirtækjanna? „Ég get ekki sagt til um næstu tíu árin af skiljanlegum ástæðum en næstu þrjú til fimm árin verðum við áfram í sókn. Við finnum tækifæri. Það á eftir að verða skemmtilegt. Norvik er með ágætis efnahagsstöðu og getur nýtt þau tækifæri sem upp koma. Við munum horfa vel í kringum okkar á næstu misserum. Við horfum frekar til þess sem tengist erlendu starfseminni.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Norvik, sem rekið er í hefðbundinni skrifstofu í Kórahverfi í Kópavogi, leynir á sér. Um er að ræða eitt stærsta fjölskyldufyrirtæki landsins og á það í umfangsmiklum rekstri í AusturEvrópu. Forstjóri samstæðunnar segir að starfsmenn séu um tvö þúsund, þar af séu um 1.500 hjá Bergs Timber. Um tveir þriðju hlutar veltunnar komi að utan. Eignir samstæðunnar voru bókfærðar á 270 milljónir evra og eigið fé var 194 milljónir evra, jafnvirði um 27 milljarða króna, árið 2018. „Þetta hangir allt á spýtunni,“ segir Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri og aðaleigandi fyrirtækisins, um samsetningu dótturfélaganna.Stofnað 1962 Uppruna samstæðunnar má rekja til reksturs byggingavöruverslunarinnar Byko en frá stofnun hennar 1962 hefur bæst við ýmis timburvinnsla í Austur-Evrópu og rekstur hafnar í Bretlandi en til útskýringar segir Jón Helgi að kostnaður við vöruflutninga sé drjúgur þáttur af verði timburs. Auk þess á Norvik hlut í sænsku fyrirtæki sem sinnir skógrækt í nokkrum löndum. Jafnframt á Norvik fasteignafélagið Smáragarð sem á um 70 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði og hýsir flestar fasteignir Byko. Fyrir um ári sameinuðust öll timburfyrirtæki Norvik nema eitt sænska félaginu Bergs Timber sem skráð er í sænsku kauphöllina. Við það eignaðist íslenska samstæðan 64 prósenta hlut í fyrirtækinu. Velta Bergs Timber var að jafnvirði 39 milljarða íslenskra króna frá september 2017 til desember 2018, samkvæmt ársskýrslu. Markaðsvirði hlutarins er tæpir sjö milljarðar en vegna erfiðra markaðsaðstæðna hafa bréfin fallið um tæp 30 prósent á einu ári.Átti í Bókun sem TripAdvisor keypti Norvik átti 24 prósenta hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Bókun sem selt var til TripAdvisor árið 2018 fyrir 23 milljónir dollara eða tæplega þrjá milljarða króna.Hvernig kom sú fjárfesting til? „Hjalti Baldursson, framkvæmdastjóri Bókunar, er gamall samstarfsmaður okkar,“ segir Jón Helgi. Hjalti stýrði Straumborg, fjárfestingarfélagi fjölskyldunnar, á árunum 2005-2012. „Bókun þurfti að komast yfir ákveðinn hjalla til að komast alla leið með fyrirtækið og við lögðum honum lið enda höfðum við trú á persónum og leikendum. Það var glæsileg útkoma,“ segir Jón Helgi. Fram hefur komið í Markaðnum að Norvik hafi fjárfest í Bókun fyrir um tvær milljónir evra árið 2017. Á núverandi gengi eru það 276 milljónir króna. Ári síðar var félagið selt fyrir 23 milljónir dollara eða tæplega þrjá milljarða. Miðað við það fékk Norvik tæplega sjö hundruð milljónir króna við söluna.Engar áhyggjur „Ég hef engar áhyggjur af því. Lækkunina má rekja til tímabundinna markaðsaðstæðna. Skordýraárásir hafa leitt til aukins framboðs af trjám á markaðnum og því lækkar verð,“ segir hann. Um það verður fjallað nánar síðar í viðtalinu. Jón Helgi á einnig fasteignafélag í Lettlandi sem heyrir ekki undir Norvik. „Það er sæmilega stórt,“ segir hann. Það leigir meðal annars byggingavöruversluninni Depo, sem er sú stærsta sinnar tegundar í baltnesku löndunum, húsnæði undir tvær verslanir. Umrætt félag Jóns Helga hefur sömuleiðis fjárfest í nýsköpunarfyrirtæki sem aðstoðar fyrirtæki við að finna bestu flutningaleiðina. Á meðal viðskiptavina er lettneskt ríkisfyrirtæki sem á um helming skóglendis í Lettlandi.Breyttist við sölu KaupássEr langt síðan meirihluti veltunnar kom að utan? „Hlutfallið breyttist árið 2013 við sölu á Kaupási, sem átti Krónuna, Elko, Nóatún, Intersport, vöruhúsið Bakka, auglýsingastofuna Expo og fasteignir. Lengi vel hefur meirihluta afkomunnar mátt rekja til erlendu starfseminnar,“ segir hann. Jón Helgi segir að Bergs Timber reki þrjár verksmiðjur í Lettlandi sem áður hafi verið undir hatti Norvik. Vika Wood sé stærsta sögunarmylla baltnesku landanna og framleiði 270 þúsund rúmmetra á ári sem sé drjúgur stafli. „Það koma 50 trukkar á dag með trjáboli og aðrir 50 fara með sagað timbur. Stærsti einstaki markaðurinn er Japan en við erum að selja í auknum mæli til heimamarkaðarins sem við skilgreinum sem Eistland, Lettland og Litháen. Það á sér stað mikil uppbygging í þessum löndum. Fyrsta strandhögg okkar í Austur-Evrópu var árið 1993 þegar Byko Lat var stofnað í Lettlandi. Þar framleiðum við 200 þúsund rúmmetra af timbri. Fyrirtækið kaupir sagað timbur af öðrum og flokkar það, þurrkar, gagnver og útbýr panilklæðningar. Það er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Evrópu. Bretland er stærsti markaður Byko Lat en sala til Frakklands hefur verið að aukast. Það er gaman að segja frá því að við seljum meðal annars til eyja í Karíbahafinu í gegnum franskan umboðsmann. Við leyfum okkur að segja að það sé stærsta endurvinnslufyrirtæki í Evrópu á timbri. Byko Lat selur einnig mikið á heimamarkaði. Meðal annars til Depo, stærstu byggingavöruverslanakeðju Lettlands. Ég kom að stofnun verslanakeðjunnar árið 2005 ásamt baltneskum fjárfestingarsjóði og stjórnendum Depo. Fyrir nokkrum árum vildi fjárfestingarsjóðurinn selja hlut sinn og ég ákvað að selja á sama tíma. Reksturinn gekk vel, þetta var mjög arðbær fjárfesting. Stór gluggaverksmiðja heyrir einnig undir Byko Lat. Hún selur fyrst og fremst til Bretlands en líka töluvert til Íslands og nokkurt magn til Svíþjóðar. Sú verksmiðja hefur gengið vel. Auk þess framleiðum við einingahús. Töluvert af einingahúsum hefur verið selt til Íslands. Þriðja verksmiðjan er CED. Þar er framleitt margvíslegt úr timbri fyrir garða, eins og húsgögn, tröppur og jafnvel sundlaugar. Stór hluti af sölunni fer til Frakklands, þetta er álitleg starfsemi,“ segir hann.Höfn í Bretlandi Jón Helgi bendir á að Norvik hafi einnig lagt hafnarstarfsemi, sem gekk áður undir nafninu Continental Wood, inn í Bergs Timber. Eftir samrunann ber félagið nafnið Bergs UK. „Þetta er öflug grófvöruhöfn sem annast aðallega stál og timbur. Við keyptum hana fyrir nokkrum árum en vorum áður með hana á leigu. Höfnin sinnir fyrst og fremst öðrum viðskiptavinum en minna þeim fyrirtækjum sem heyra undir okkar samstæðu. Um 75 prósent af veltunni má rekja til þriðja aðila. Fyrirtækið annast líka dreifingu fyrir viðskiptavini hafnarinnar. Það fara um 80 skip á ári í gegnum hana, það eru heilmikil umsvif. Félagið á eitt skip og siglir reglubundið á milli Riga og Bretlands. Leiguskipum er bætt við eftir þörfum en við þjónustum fjölda annarra skipa en þau sem eru á okkar vegum,“ segir hann. Jón Helgi segir að ákveðið hafi verið að hefja rekstur hafnar vegna þess að flutningskostnaður sé einn stærsti þáttur í timburverði til neytenda. „Þess vegna er lykilatriði að vera með hagkvæma flutninga og svo hleðst utan á starfsemina þjónusta við önnur fyrirtæki.“Býr í Riga í Lettlandi „Ég hef verið með heimilisfesti í Lettlandi í mörg ár og leigi íbúð í Riga. Ég er mun meira þar en á Íslandi. Borgin er vel í sveit sett hvað varðar flugsamgöngur. Þær hafa þróast með jákvæðum hætti í seinni tíð. Það eru mörg flug á dag til Stokkhólms, Kaupmannahafnar, Óslóar, Bretlands og í allar áttir. Það er ósköp þægilegt hvað það er stutt upp á flugvöll. Svo er ódýrt að búa þarna. Þar er nokkuð annað verðlag en á Íslandi. Maður hrekkur oft upp við komuna hingað.“Íslenskar hafnir dýrarÉg hugsa stundum um það sem Íslendingur, búsettur á eyju langt frá öðrum löndum, hvað flutningskostnaður geti verið hár. Hvað finnst þér? „Við höfum siglt leiguskipum til Íslands frá baltnesku löndunum í mörg ár og það er ekki mikill verðmunur á því og að stefna skipinu til Bretlands. Þegar skip leggst að bryggjunni hleðst hins vegar upp kostnaður því hafnirnar hér eru dýrar.“Rússland fylgdi ekki meðHvers vegna lögðuð þið erlend félög ykkar inn í Bergs Timber? „Hugmyndin var að geta byggt upp reksturinn sem skráð félag á markaði. Við höfum enn þá sýn að rétt sé að stækka og efla starfsemina enn frekar. Varðandi framtíð okkar sem hluthafa, er gott að eiga skráð hlutabréf. Það eykur seljanleika. Við sameininguna fengum við aðgang að öflugu stjórnendateymi sem hefur tekið yfir allan daglegan rekstur. Þetta var gott skref fyrir okkur. Norvik rekur enn sögunarmyllur og skógarhögg í Rússland. Sú starfsemi rann ekki í Bergs Timber því við töldum að það hefði ekki góð áhrif á ímynd sænska fyrirtækisins að vera með rekstur þar í landi. Svíum þætti það ekki álitlegt þótt reynsla okkar sé allt önnur. Reksturinn í Rússlandi hefur verið erfiður en gengur nú ágætlega. Upphaflega hugmyndin var að það væri gott fyrir samstæðuna að hafa aðgang að hráefni,“ segir Jón Helgi. Eins og fyrr segir á Norvik 64 prósenta hlut í Bergs Timber en stefnir á að selja hluta af eign sinni. Sú sala hefur ekki verið tímasett.Hefur sænskur hlutabréfamarkaður góða þekkingu á þessari starfsemi? „Ég myndi ætla að sænski markaðurinn væri sá sem þekkti timburiðnað hvað best. Sænskir fjárfestar vita að um sveiflukenndan iðnað er að ræða. Það er mikið fjallað um skógariðnað í sænskum fjölmiðlum. Við erum eina hreinræktaða sögunarmyllufélagið sem er skráð á hlutabréfamarkaðinn en það eru nokkur sænsk pappírsfyrirtæki sem reka sögunarmyllur sem aukabúgrein,“ segir hann.Sveiflur í timbriHvernig hefur afkoman verið í timbrinu? „Hún hefur verið afar sveiflukennd. Við erum í lægð núna en það sér vonandi fyrir endann á henni. Stormar og skordýraárásir geta haft mikil áhrif á reksturinn. Um þessar mundir geisar grenibjöllufaraldur sem ræðst á grenitré og drepur þau. Mest hefur þetta verið í Austurríki, Þýskalandi og Tékklandi og í minni mæli í Suður-Svíþjóð. Skordýrafaraldurinn hefur í þetta skiptið hvorki náð til baltnesku landanna né Finnlands. Við aðstæður sem þessar grípa eigendur skóga til þess ráðs að fella trén sem fyrst því ella verða þau ónýt fljótt og þá er ekki hægt að nýta þau í framleiðslu. Það þarf því að fella gríðarlegt magn af skógi og selja. Það skapar aukið framboð sem lækkar verð á heimsmarkaði.“Kína stór kaupandiHvað drífur eftirspurnina áfram? „Eftirspurnin hefur verið ágæt. Almennt er talið að heimsmarkaðurinn vaxi um tvö til þrjú prósent á ári. Það hefur enda verið hagvöxtur á heimsvísu, þótt honum sé ekki jafnt skipt. Kína hefur keypt mikið af timbri og Suðaustur-Asía fer vaxandi. Eftirspurnin í Japan, sem er einn af okkar stærstu mörkuðum, hefur verið nokkuð stöðug. Um 30 prósent af sölu sögunarmyllunnar fer til Japans.“Fjárfesti við fall SovétríkjannaHvernig kom það til að þú ákvaðst að timburframleiðsla og sala myndi henta ykkar starfsemi? „Við erum ættaðir úr þessari átt. Byko var í fyrstu einkum að selja timbur og gróft byggingarefni. Timbur var einkum flutt til Íslands frá Sovétríkjunum á þeim tíma. Við fall þeirra árið 1993 snarbreyttust þessi viðskipti enda voru ekki lengur ríkisfyrirtæki að flytja út timbur. Við hófumst því handa við að leita leiða til að hefja útflutning á timbri. Að okkar mati var þarna vænlegur en vanþróaður markaður. Það hafði ekki verið nein þróun í timburiðnaði í valdatíð kommúnista. Lettland er skógríkast af baltnesku löndunum, um 60 prósent af landinu eru þakin skógi og því var ákveðið að drepa þar niður fæti. Þar voru líka sterkar leifar af vestrænni menningu. Sovétríkin náðu ekki að bæla hana alveg niður. Við töldum að þarna gæti orðið jákvæð þróun og því álitlegt að stunda viðskipti og vinna að uppbyggingu. Við fórum rólega af stað. Vildum ekki fara of geyst. Það var meðal annars pólitísk áhætta fólgin í því að hefja starfsemi í Lettlandi. Það gat enginn vitað með vissu hver þróunin yrði. Það hefur ræst vel úr, ríkin gengu í Nató og Evrópusambandið og tóku upp evru. Ég er svo glaður með að fyrir fimm árum afhenti landbúnaðarráðherra landsins, en skógariðnaður heyrir undir hann, mér viðurkenningu fyrir að stuðla að jákvæðri uppbyggingu lettnesks timburiðnaðar. Það hefur verið skemmtileg vinna og ánægjulegt að fylgjast með þessari þróun. Baltnesku löndin hafa verið framsækin í tölvuvæðingu. Þau byrjuðu á núllpunkti og eru ef til vill komin örlítið lengra á mörgum sviðum en við varðandi nýtingu upplýsingatækni. Þau eru til að mynda framarlega í hagnýtingu upplýsingatækni í hjá hinu opinbera.“Ekki var við spillinguUpplifir þú mikinn mun á að stunda viðskipti í Austur-Evrópu og á Íslandi? „Við erum fyrst og fremst í útflutningi og viðskiptavinir okkar starfa í vestrænum ríkjum en aðdrættirnir koma úr nærumhverfi fyrirtækjanna sem og starfsfólk og umgjörðin. Ég verð að segja eins og er: Okkar reynsla er býsna góð af því að eiga viðskipti þarna. Margir óttast spillingu en við höfum ekki orðið vör við hana. Gera má ráð fyrir því að spillingin hverfist mest um það sem tengist brennivíni og tóbaki. Timburviðskipti þykja ekki „sexy business“. Þar er ekki auðfenginn gróði. Öll samskipti við hið opinbera hafa verið jákvæð og góð. Betri en við höfum upplifað hér á landi.“1,4 milljarðar í skógiHvers vegna eigið þið ekki skóga til að tryggja sögunarmyllunni hráefni? „Það er allt önnur starfsemi að fást við það að halda utan um skóg. Af þeim sökum höfum við kosið að kaupa tré af öðrum. Að því sögðu er Norvik nokkuð stór hluthafi í tiltölulega nýstofnuðu fyrirtæki sem heitir Green Gold. Það á skóg í Svíþjóð, baltnesku löndunum og Rúmeníu. Þau tré nýtast ekki beint í rekstri okkar fyrirtækja. Þarna erum við að teygja okkur inn í frumþáttinn á því sem við erum að gera annars staðar. Þetta er langtímafjárfesting. Það er ekki mikil arðsemi af skógrækt en ef það harðnar á dalnum eru trén ekki höggvin og þau vaxa aðeins lengur,“ segir hann. Fjórtán prósenta hlutur í Green Gold var bókfærður á tíu milljónir evra eða um 1,4 milljarða króna í ársreikningi Norvik fyrir árið 2018.„Nitty-gritty“Á hvað leggur þú mesta áherslu í rekstri fyrirtækjanna til að þau nái árangri? „Það er mikilvægast að hafa gott lið með sér í för. Ég er mikill rekstrarkarl, fer í smáatriðin, alveg „nitty-gritty“. Ég held að það hafi hjálpað. Við höfum farið varlega. Það hjálpaði okkur að komast í gegnum hrunið. Byko var eitt af fáum stærri fyrirtækjum á Íslandi sem lifðu hrunið af. Þá kom sér vel að hafa verið í útrás því erlendu félögin gátu stutt við bakið á starfseminni hérlendis.“Ekki miðstýrt af NorvikHvernig er hægt að byggja upp svona fjölþætta starfsemi og fara varlega? Þarf að fjárfesta víða til að koma þessu öllu á koppinn? „Dótturfélögin hafa ávallt verið sjálfstæð. Starfsfólki er treyst til að sinna sinni vinnu. Því hefur ekki verið miðstýrt frá Norvik. Fjárfestingar dótturfélaganna hafa því alla tíð verið teknar á grundvelli rekstrar hvers og eins félags og þeim viðskiptatækifærum sem bjóðast. Við höfum fjárfest heilmikið í félögunum. Vika Wood var að ljúka við ellefu milljón evra fjárfestingu [það jafngildir um 1,5 milljörðum króna, innsk. blm.] í nýrri flokkunarlínu fyrir verksmiðjuna og Byko Lat fjárfesti nýverið fyrir svipaða fjárhæð í umfangsmiklu verkefni sem fólst meðal annars í að reisa nýja byggingu fyrir húsaeiningaverksmiðjuna, nýju kynditæki, þurrkklefum og bættri gluggaframleiðslu.“Þú hefur sagt í viðtali að þú hafir almennt ekki keypt þér veltu nema í tilviki Kaupáss. Viltu yfirleitt byggja rekstur frá grunni? Hvers vegna valdirðu þá stefnu? „Við höfum yfirleitt byggt fyrirtæki frá grunni. Elko er þekkt dæmi um það. Erlendis höfum við keypt okkur inn í minni rekstur og byggt hann upp. Ég hef verið hræddur við að kaupa stærri fyrirtæki. Ég held að það hafi verið farsælt að fara þessa leið. Maður veit aldrei hvað liggur undir steini jafnvel þótt farið sé í miklar gaumgæfiathuganir.“Meiri stöðugleiki núHvernig horfir efnahagslífið við þér á Íslandi? „Ég er orðinn gamall í hettunni og hef farið í gegnum margar niðursveiflur. Sú fyrsta sem ég man eftir var 1968. Ég man það langt! Og að sjálfsögðu man ég eftir kreppunni 1974 sem kom í kjölfar olíukreppu. Þetta voru miklar kollsteypur, gengisfellingar og öll sú óáran. Það ríkir miklu meiri stöðugleiki núna, jafnvel þótt við færum í gegnum hrunið árið 2008 sem var toppurinn á þeim öllum. Auðvitað hefur verið brattur uppgangur síðustu ár. En ég held að honum muni ekki fylgja jafn brött niðursveifla og við höfum kynnst áður. Ég vona það að minnsta kosti. Það eru forsendur fyrir mjúkri lendingu. Viðskiptajöfnuður er jákvæður, verðbólgan er í sögulegu samhengi lág og hefur verið það í nokkuð langan tíma. Skuldsetning í þjóðfélaginu er minni en oft hefur verið. Ég held að það sé vegna þess að yngra fólk er upplýstara en áður var og gerir sínar ráðstafanir með skynsamari hætti. Allt telur þetta.“En byggingavörumarkaðurinn? „Hann verður áfram sveiflukenndur og það má búast við samdrætti á næsta ári í kjölfar mikils uppgangs á byggingamarkaði. Við finnum fyrir því í rekstri Byko að það hægir á. Það er greinilega samdráttur í sölu grófvara sem notaðar eru á fyrri byggingarstigum en það er enn mikið af húsnæði sem verið er að vinna og klára. Salan mun því jafnast aðeins út. Stóra spurningin er hvernig byggingamarkaðurinn mun fara af stað næsta vor.“Ferðalögum fækkaðÞú ert 72 ára. Hefurðu hugsað um að hægja á þér? „Já, það hefur gefist tækifæri til þess eftir að erlendu félögin runnu inn í Bergs Timber. Þá þarf ég ekki að vera jafn mikið í daglegum rekstri heldur sit þess í stað í stjórnum. Það hefur fækkað ferðalögum mikið. Hægt og rólega hverfur maður smám saman frá ýmsum verkefnum. Ég hugsa að nálgunin verði með þeim hætti. Ég mun ekki snögghætta. Ef maður heldur heilsu er freistandi að halda áfram að vera með.“Norvik er fjölskyldufyrirtæki. Hefurðu hugsað um hver tekur við af þér? „Fjölskyldan situr í stjórn Norvik og Byko. Guðmundur sonur minn hefur sinnt rekstrinum með mér ásamt góðu fólki á borð við Brynju Halldórsdóttur, fjármálastjóra samstæðunnar, Sigurð Ragnarsson sem rekur Smáragarð og Sigurð Pálsson sem stýrir Byko, að ógleymdu stjórnendateymi Bergs Timber. Þótt ég hrykki upp af myndi það ekki miklu breyta fyrir rekstur fyrirtækisins.“Barnabörnin berist ekki áHefurðu reynt að innprenta barnabörnunum einhver gildi varðandi peninga? Ég ímynda mér að þau geti átt von á ágætis arfi. „Sjálfsagt verður það raunin. Ég veit ekki hvernig mér hefur tekist upp með að innprenta þeim slík gildi. Það þarf að sýna samfélagslega ábyrgð og berast ekki á. Það er auðvelt að verða af aurum api.“ Jón Helgi er klæddur í lopapeysu þegar viðtalið fer fram enda einstaklega napur dagur.Mín upplifun er að þú berist ekki á. Lifir þú spart? „Ég neita mér svo sem ekki um neitt sem mig langar í. En þá er spurningin að láta sig ekki langa í of mikið. Ég hef getað ferðast og haft það nokkurn veginn eins og ég hef viljað.“Grípa tækifæri sem komaHvernig sérðu næstu tíu árin fyrir þér í rekstri fyrirtækjanna? „Ég get ekki sagt til um næstu tíu árin af skiljanlegum ástæðum en næstu þrjú til fimm árin verðum við áfram í sókn. Við finnum tækifæri. Það á eftir að verða skemmtilegt. Norvik er með ágætis efnahagsstöðu og getur nýtt þau tækifæri sem upp koma. Við munum horfa vel í kringum okkar á næstu misserum. Við horfum frekar til þess sem tengist erlendu starfseminni.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira