Valur átti ekki í miklum vandræðum með Skallagrím þegar liðin áttust við í Dominos-deild kvenna í körfubolta í Borgarnesi í kvöld.
Valskonur lögðu grunninn að sigrinum strax í byrjun en þær leiddu með fimmtán stigum eftir fyrsta leikhluta.
Fór að lokum svo að Valur vann virkilega öruggan 22 stiga sigur, 82-60.
Helena Sverrisdóttir og Kiana Johnson gerðu 20 stig hvor fyrir Valskonur en Helena tók jafnframt 14 fráköst á meðan Kiana gaf 11 stoðsendingar. Í liði Borgnesinga var Kiera Robinson öflug með 29 stig auk þess að taka níu fráköst.
Valur með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar.
Toppliðið með þægilegan sigur í Borgarnesi
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið





Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti




Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn

Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn