Gul viðvörun er í gildi um allt land á morgun og eru miklar líkur á því að ferðir Strætó á landsbyggðinni falli niður vegna veðurs eftir klukkan 11.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Eru allir farþegar hvattir til að fylgjast grannt með veðurspá og tilkynningum frá Stjórnstöð Strætó.
Er hægt að nálgast tilkynningar undir gjallarhorninu á heimasíðu Strætó eða inn á Twitter-síðu Strætó.

