Lögreglan fór ekki fram úr valdheimildum sínum við handtökur á Austurvelli og í Gleðigöngunni Andri Eysteinsson skrifar 9. nóvember 2019 16:00 Málin snerust um handtökur á Austurvelli annars vegar og í Gleðigöngunni hins vegar. Vísir/Vilhelm Nefnd um eftirlit með lögreglu (NEL) hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögregla hafi hvorki ekki farið út fyrir valdheimildir sínar þegar Elínborg Harpa Önundardóttir var handtekin í Gleðigöngunni í sumar, né þegar piparúða var beitt á mótmælendur á Austurvelli vegna mótmæla Refugees in Iceland þar sem tveir voru handteknir. Bæði málin urðu mikill fréttamatur. Tugir manna söfnuðust saman á Austurvelli þann 11. mars síðastliðinn. Boðað var til mótmælanna á Facebook síðunni Refugees in Iceland en um var að ræða fjórðu mótmælin sem samtökin höfðu boðað til á einum mánuði. Áður höfðu samtökin mótmælt fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar. Lögreglumenn fjarlægðu tvö tjöld mótmælenda um miðjan dag en mótmælendur hugðust dvelja á Austurvelli fram á kvöld. Í kjölfarið kom til stimpinga og piparúða var beitt. Tveir voru handteknir á Austurvelli en var sleppt af lögreglustöðinni á Hverfisgötu sama kvöld. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í kjölfarið harðlega gagnrýnd. Í samtali við Vísi degi síðar sagði Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að miðað við aðstæður hafi vægustu úrræðum verið beitt. Mótmælendur hafi óhlýðnast skipunum lögreglu og þar að auki ráðist gegn þeim.Sjá einnig: Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Arnar Rúnar sagði lögreglu ekkert hafa að fela varðandi aðgerðirnar og benti á að Austurvöllur væri eitt best vaktaða svæði landsins sökum fjölda eftirlitsmyndavél sem þar eru staðsettar. Við yfirferð á málinu fór NEL yfir gögn málsins, þar á meðal myndbandsupptökur úr áðurnefndum eftirlitsmyndavélum á Austurvelli, var það mat nefndarinnar að ekki væri ástæða til þess að aðhafast frekar og að ekki liggi fyrir í gögnum vísbendingar um að lögreglumenn hafi sýnt annað en nauðsynlega valdbeitingu. Lögregla hafi ekki farið fram úr þeim heimildum sem lögreglulög frá árinu 1996 veita.Handtekin á leið í gleðigönguna Á meðan að á Gleðigöngu Hinsegin daga stóð þann 17. ágúst síðastliðin var kona handtekin en samkvæmt fyrstu upplýsingum frá lögreglunni gerði konan tilraun til þess að trufla gönguna í mótmælaskyni. Konan var sögð hafa neitað að segja til nafns og hafði ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og var því handtekin og færð á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Konan, Elínborg Harpa Önundardóttir sagði samdægurs í samtali við Vísi að ekkert hafi legið að baki handtökunni, annað en að lögreglan hafi kannast við hana. Hún hafi gengið í flasið á lögreglumönnum sem hafi gripið í hana og bent henni á að hún væri inni á lokuðu svæði. Elínborg sagðist hafa fylgt fyrirmælum lögreglu. „Eina sem ég óhlýðnaðist var þegar þeir ætluðu að taka símann af mér,“ sagði Elínborg við Vísi.Sjá einnig: Lögreglan látin svara fyrir handtöku Elínborgar Málið var sett í skoðun innan lögreglunnar sem óskaði eftir upptökum og vitnum að atvikinu. Þá óskaði Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar eftir komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, á fund ráðsins. Niðurstaða NEL í málinu var aftur á þá leið að ekki þótti ástæða til að aðhafast meira vegna málsins. Ekki liggi fyrir vísbendingar um að lögreglumenn hafi sýnt annað en nauðsynlega valdbeitingu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, á fundi þingnefndar um aðgerðir lögreglu á Austurvelli.Vísir/VilhelmÍ samtali við Vísi segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. að gott sé að hafa þessa óháðu nefnd til þess að fara yfir störf lögreglunnar. Tilurð nefndarinnar sé afar mikilvæg til þess að skapa traust í garð lögreglu. Að sögn Sigríðar hafa þeir lögreglumenn sem áttu hlut að máli verið látnir vita af niðurstöðunni en hún segir mál sem þessi geta lagst þungt á herðar lögreglumanna, sér í lagi þegar umræðan og fjölmiðlaumfjöllunin er eins mikil og í málunum tveimur.Sigríður segir gott að hafa haft efni úr myndavélum frá handtökunum til þess að segja alla söguna þegar ber á milli sagna lögreglu og borgara. Lögreglan hafi frá þessum atburðum hvatt lögreglumenn til að notast við búkmyndavélarnar til þess að taka upp samskipti sín við lögreglu. Hinsegin Hælisleitendur Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir upptökum og vitnum að handtöku Elínborgar Lögreglan gerir þetta því athugasemdir hafa verið gerðar við handtökuna. 19. ágúst 2019 15:34 Mótmæli hafin á nýjan leik við Austurvöll Mótmælin eru framhald af öðrum sem fóru fram á Austurvelli og við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi. 12. mars 2019 17:32 Til stimpinga kom á Austurvelli vegna tilraunar til að tjalda Nokkrir tugir manna söfnuðust saman á Austurvelli klukkan þrjú í dag til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 11. mars 2019 15:14 Hælisleitendur boðaðir á fund með forsætisráðuneytinu Hælisleitendurnir, sem mótmælt hafa undir merkjum Facebook-síðunnar Refugees in Iceland, hafa undanfarið krafist funda með dómsmálaráðherra og forsætisráðherra. 12. mars 2019 14:36 Lögreglan látin svara fyrir handtöku Elínborgar Oddviti Pírata hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra Reykjavíkur á næsta fund ráðsins. 21. ágúst 2019 13:50 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Sjá meira
Nefnd um eftirlit með lögreglu (NEL) hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögregla hafi hvorki ekki farið út fyrir valdheimildir sínar þegar Elínborg Harpa Önundardóttir var handtekin í Gleðigöngunni í sumar, né þegar piparúða var beitt á mótmælendur á Austurvelli vegna mótmæla Refugees in Iceland þar sem tveir voru handteknir. Bæði málin urðu mikill fréttamatur. Tugir manna söfnuðust saman á Austurvelli þann 11. mars síðastliðinn. Boðað var til mótmælanna á Facebook síðunni Refugees in Iceland en um var að ræða fjórðu mótmælin sem samtökin höfðu boðað til á einum mánuði. Áður höfðu samtökin mótmælt fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar. Lögreglumenn fjarlægðu tvö tjöld mótmælenda um miðjan dag en mótmælendur hugðust dvelja á Austurvelli fram á kvöld. Í kjölfarið kom til stimpinga og piparúða var beitt. Tveir voru handteknir á Austurvelli en var sleppt af lögreglustöðinni á Hverfisgötu sama kvöld. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í kjölfarið harðlega gagnrýnd. Í samtali við Vísi degi síðar sagði Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að miðað við aðstæður hafi vægustu úrræðum verið beitt. Mótmælendur hafi óhlýðnast skipunum lögreglu og þar að auki ráðist gegn þeim.Sjá einnig: Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Arnar Rúnar sagði lögreglu ekkert hafa að fela varðandi aðgerðirnar og benti á að Austurvöllur væri eitt best vaktaða svæði landsins sökum fjölda eftirlitsmyndavél sem þar eru staðsettar. Við yfirferð á málinu fór NEL yfir gögn málsins, þar á meðal myndbandsupptökur úr áðurnefndum eftirlitsmyndavélum á Austurvelli, var það mat nefndarinnar að ekki væri ástæða til þess að aðhafast frekar og að ekki liggi fyrir í gögnum vísbendingar um að lögreglumenn hafi sýnt annað en nauðsynlega valdbeitingu. Lögregla hafi ekki farið fram úr þeim heimildum sem lögreglulög frá árinu 1996 veita.Handtekin á leið í gleðigönguna Á meðan að á Gleðigöngu Hinsegin daga stóð þann 17. ágúst síðastliðin var kona handtekin en samkvæmt fyrstu upplýsingum frá lögreglunni gerði konan tilraun til þess að trufla gönguna í mótmælaskyni. Konan var sögð hafa neitað að segja til nafns og hafði ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og var því handtekin og færð á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Konan, Elínborg Harpa Önundardóttir sagði samdægurs í samtali við Vísi að ekkert hafi legið að baki handtökunni, annað en að lögreglan hafi kannast við hana. Hún hafi gengið í flasið á lögreglumönnum sem hafi gripið í hana og bent henni á að hún væri inni á lokuðu svæði. Elínborg sagðist hafa fylgt fyrirmælum lögreglu. „Eina sem ég óhlýðnaðist var þegar þeir ætluðu að taka símann af mér,“ sagði Elínborg við Vísi.Sjá einnig: Lögreglan látin svara fyrir handtöku Elínborgar Málið var sett í skoðun innan lögreglunnar sem óskaði eftir upptökum og vitnum að atvikinu. Þá óskaði Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar eftir komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, á fund ráðsins. Niðurstaða NEL í málinu var aftur á þá leið að ekki þótti ástæða til að aðhafast meira vegna málsins. Ekki liggi fyrir vísbendingar um að lögreglumenn hafi sýnt annað en nauðsynlega valdbeitingu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, á fundi þingnefndar um aðgerðir lögreglu á Austurvelli.Vísir/VilhelmÍ samtali við Vísi segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. að gott sé að hafa þessa óháðu nefnd til þess að fara yfir störf lögreglunnar. Tilurð nefndarinnar sé afar mikilvæg til þess að skapa traust í garð lögreglu. Að sögn Sigríðar hafa þeir lögreglumenn sem áttu hlut að máli verið látnir vita af niðurstöðunni en hún segir mál sem þessi geta lagst þungt á herðar lögreglumanna, sér í lagi þegar umræðan og fjölmiðlaumfjöllunin er eins mikil og í málunum tveimur.Sigríður segir gott að hafa haft efni úr myndavélum frá handtökunum til þess að segja alla söguna þegar ber á milli sagna lögreglu og borgara. Lögreglan hafi frá þessum atburðum hvatt lögreglumenn til að notast við búkmyndavélarnar til þess að taka upp samskipti sín við lögreglu.
Hinsegin Hælisleitendur Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir upptökum og vitnum að handtöku Elínborgar Lögreglan gerir þetta því athugasemdir hafa verið gerðar við handtökuna. 19. ágúst 2019 15:34 Mótmæli hafin á nýjan leik við Austurvöll Mótmælin eru framhald af öðrum sem fóru fram á Austurvelli og við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi. 12. mars 2019 17:32 Til stimpinga kom á Austurvelli vegna tilraunar til að tjalda Nokkrir tugir manna söfnuðust saman á Austurvelli klukkan þrjú í dag til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 11. mars 2019 15:14 Hælisleitendur boðaðir á fund með forsætisráðuneytinu Hælisleitendurnir, sem mótmælt hafa undir merkjum Facebook-síðunnar Refugees in Iceland, hafa undanfarið krafist funda með dómsmálaráðherra og forsætisráðherra. 12. mars 2019 14:36 Lögreglan látin svara fyrir handtöku Elínborgar Oddviti Pírata hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra Reykjavíkur á næsta fund ráðsins. 21. ágúst 2019 13:50 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Sjá meira
Lögreglan óskar eftir upptökum og vitnum að handtöku Elínborgar Lögreglan gerir þetta því athugasemdir hafa verið gerðar við handtökuna. 19. ágúst 2019 15:34
Mótmæli hafin á nýjan leik við Austurvöll Mótmælin eru framhald af öðrum sem fóru fram á Austurvelli og við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi. 12. mars 2019 17:32
Til stimpinga kom á Austurvelli vegna tilraunar til að tjalda Nokkrir tugir manna söfnuðust saman á Austurvelli klukkan þrjú í dag til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 11. mars 2019 15:14
Hælisleitendur boðaðir á fund með forsætisráðuneytinu Hælisleitendurnir, sem mótmælt hafa undir merkjum Facebook-síðunnar Refugees in Iceland, hafa undanfarið krafist funda með dómsmálaráðherra og forsætisráðherra. 12. mars 2019 14:36
Lögreglan látin svara fyrir handtöku Elínborgar Oddviti Pírata hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra Reykjavíkur á næsta fund ráðsins. 21. ágúst 2019 13:50