Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 85-92 | Tindastóll vann KR í rafmögnuðum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2019 22:15 Úr leiknum í kvöld. Vísir/Bára Það var lítið skorað í upphafi. KR komst í 6-2 en gestirnir tóku við sér og voru 12-8 yfir um miðbik fyrsta leikhluta. Héldu þeir þeirri forystu út leikhlutann og voru fimm stigum yfir þegar honum lauk, staðan þá 23-18 Stólunum í vil. Stemmningin í fyrsta leikhlutanum var skrýtin og það virtist sem allt ætlaði að sjóða upp úr þegar Helgi Rafn Viggóson stuggaði við Jón Arnóri Stefánssyni sem varð til þess að auglýsingaskilti DHL hallarinnar fengu að kenna á því. Úr því varð hins vegar ekki neitt og leikar héldu áfram. Hinn 17 ára gamli Þorvaldur Orri Árnason kom KR svo loks yfir þegar annar leikhluti var rúmlega hálfnaður. Hann var svo við það að henda í eina rosalega troðslu þegar brotið var á honum í loftinu. Hann setti annað vítið og staðan þá 28-27 KR í vil. Leikurinn var í járnum eftir það og var staðan jöfn, 36-36, þegar flautað var til hálfleiks en KR-ingar settu síðustu fjögur stig fyrri hálfleiksins. Gestirnir voru miklu sprækari í þriðja leikhluta og um mðibik hans var munurinn kominn upp í 10 stig þökk sé tveimur rosalegum þriggja stiga körfum frá Pétri Rúnari Birgissyni. Brynjar Þór Björnsson svaraði hinum megin með þriggja stiga körfu en Pétur Rúnar gerði sér lítið fyrir og setti sína þriðju í röð. Staðan 55-45 Stólunum í vil á þessum tímapunkti leiksins. Það stefndi í að Stólarnir færu með örugga forystu inn í fjórða og síðasta leikhluta leiksins en þegar 16 sekúndur voru til loka þriðja leikhluta fór Jón Arnór upp í þriggja stiga skot sem endaði með því að Helgi Rafn Viggóson, fyrirliði Tindastóls, braut á honum. Jón steinlá eftir viðskipti sín og Helga, dæmd var óíþróttamannsleg villa og KR fékk því þrjú vítaskot og boltann. Jón gat ekki tekið vítin þar sem honum rétt tókst að haltra á bekkinn með aðstoð liðsfélaga sinna þar sem hann fékk meðhöndlun frá sjúkraþjálfara liðsins og eyddi hann restinni af leiknum með kælipoka utan um ökklann. Jakob Örn Sigurðarson fór á vítalínuna og skoraði úr öllum þremur vítaskotunum. Hann gerði gott betur og setti þriggja stiga skot niður áður en tíminn rann út og KR því aðeins þremur stigum undir þegar fjórði leikhluti hófst. Staðan þá 66-63 Tindastól í vil. Kristófer Acox fékk sína fimmtu villu í upphafi fjórða leikhluta þegar hann klikkaði á sniðskoti og braut strax í kjölfarið af sér. Í stað þess að vera einu stigi undir voru KR-ingar því þremur stigum undir og án Kristófers. Þeir skoruðu þó næstu fjögur stig og náðu forystunni áður en Stólarnir komu til baka. Staðan 72-69 Tindastól í vil þegar fjórði leikhluti af hálfnaður. Brynjar Þór setti niður risastóran þrist þegar þrjár mínútur voru eftir og staðan 77-76 Tindastól í vil á þeim tímapunkti. Stólarnir gáfu hins vegar ekkert eftir og tröllið frá Króatíu, Jasmin Perkovic setti risa þriggja stiga körfu niður sem svo gott sem tryggði sigur Tindastóls. Fór það svo að þeir unnu sjö stiga sigur, 92-85, og annað tap KR í röð staðreynd.Matthías Orri með boltann í kvöld.vísir/báraAf hverju vann Tindastóll? Þeir virtust betur stemmdir í kvöld en KR-ingarnir voru fljótir að pirra sig á allt og öllu. Þá hafa lykilleikmenn KR átt töluvert betri daga. Varnarvinna Stólanna gegn Craion undir körfunni gekk vel en þeim tókst nær alltaf að tvímenna á hann. KR-ingar voru ískaldir fyrir utan þriggja stiga línunni í kvöld og hittu aðeins úr 20% þriggja stiga skota sinna. Þá tóku Stólarnir mikilvæg sóknarfráköst þegar þurfti. Má segja að það hafi skilið á milli í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Sinisa Bilic fór mikinn í liði Tindastóls og gerði 24 stig. Jaka Brodnik gerði 20 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Þá skoraði Gerel Simmons 17 stig. Hjá KR var Craion með 21 stig þrátt fyrir að eiga ekki sinn besta dag og Jakob Örn með 19 stig.Hvað gekk illa? Þriggja stiga nýting KR var hrein og bein hörmung í dag en liðið hitti aðeins úr 6 af 29 eða samtals 20%. Lykilleikmenn KR hafa átt betri daga en Kristófer Acox átti afleitan dag og þá voru stuðningsmenn KR einkar pirraðir nær allan leikinn, sem og leikmenn á löngum köflum. Þá missti liðið boltann klaufalega frá sér nær alltaf þegar það var við það að komast inn í leikinn.Hvað gerist næst? Á miðvikudaginn kemur, 13. nóvember, koma Haukar í heimsókn á Krókinn. Stórleikur næstu umferðar er svo þegar KR-ingar heimsækja taplausa Keflvíkinga á föstudaginn eftir viku eða þann 15. nóvember.Baldur Þór Ragnarsson fagnar í kvöld.vísir/báraBaldur Þór: Gat dottið báðum megin „Týpískur 50/50 leikur sem gat dottið báðum megin,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls að leik loknum. „Þetta tekur tíma, menn búnir að spila saman síðan 21. ágúst. Oft á tíðum reynsluleysi og það þarf að kenna mönnum hvað við viljum og það kemuur allt,“ sagði Baldur aðspurður út í klaufaleg mistök sem hans menn gerðu og héldu KR í leiknum. „Ég er sáttur. Við getum gert hellings af hlutum en við þurfum að vinna fyrir því,“ sagði Baldur Þór eftir leik.Pétur Rúnar: Maður hefur ekki oft unnið hérna„Bara vel, flottur sigur þó við höfum látið þá skora aðeins of mikið í restina. Vorum að gefa þeim full mikið af vítum og brjóta lélega,“ sagði sigurreifur Pétur Rúnar Bjarnason að leik loknum. „Maður hefur ekki oft unnið hérna,“ sagði Pétur aðspurður hvort það hefði farið um hann þegar KR-ingar sóttu stíft á Stólana undir lok leiks „Við vorum með þetta í þægilegri fjarlægð en svo gerist þetta atvik í lok þriðja leikhluta þar sem þeir ná sex stiga sókn en varnarlega vorum við mjög þéttir þó þeir skori 85 stig. Gáfum þeim mest á vítalínunni og vörnin var góð í lokin og það skóp þennan sigur í dag,“ sagði Pétur Rúnar að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór: Jón er náttúrulega bara tekinn út Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR og fyrrum leikmaður Tindastóls, var vægast sagt ósáttur eftir sjö stiga tap KR gegn Stólunum í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 92-85 Tindastól í vil og sexfaldir Íslandsmeistarar KR hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. 8. nóvember 2019 22:45 Ingi Þór: Mér fannst brotið hans Helga ljótt og ég er búinn að fá nóg af þessu Ingi Þór Steinþórsson var ekki kátur eftir sjö stiga tap KR gegn Tindastól á heimavelli í kvöld. 8. nóvember 2019 22:35
Það var lítið skorað í upphafi. KR komst í 6-2 en gestirnir tóku við sér og voru 12-8 yfir um miðbik fyrsta leikhluta. Héldu þeir þeirri forystu út leikhlutann og voru fimm stigum yfir þegar honum lauk, staðan þá 23-18 Stólunum í vil. Stemmningin í fyrsta leikhlutanum var skrýtin og það virtist sem allt ætlaði að sjóða upp úr þegar Helgi Rafn Viggóson stuggaði við Jón Arnóri Stefánssyni sem varð til þess að auglýsingaskilti DHL hallarinnar fengu að kenna á því. Úr því varð hins vegar ekki neitt og leikar héldu áfram. Hinn 17 ára gamli Þorvaldur Orri Árnason kom KR svo loks yfir þegar annar leikhluti var rúmlega hálfnaður. Hann var svo við það að henda í eina rosalega troðslu þegar brotið var á honum í loftinu. Hann setti annað vítið og staðan þá 28-27 KR í vil. Leikurinn var í járnum eftir það og var staðan jöfn, 36-36, þegar flautað var til hálfleiks en KR-ingar settu síðustu fjögur stig fyrri hálfleiksins. Gestirnir voru miklu sprækari í þriðja leikhluta og um mðibik hans var munurinn kominn upp í 10 stig þökk sé tveimur rosalegum þriggja stiga körfum frá Pétri Rúnari Birgissyni. Brynjar Þór Björnsson svaraði hinum megin með þriggja stiga körfu en Pétur Rúnar gerði sér lítið fyrir og setti sína þriðju í röð. Staðan 55-45 Stólunum í vil á þessum tímapunkti leiksins. Það stefndi í að Stólarnir færu með örugga forystu inn í fjórða og síðasta leikhluta leiksins en þegar 16 sekúndur voru til loka þriðja leikhluta fór Jón Arnór upp í þriggja stiga skot sem endaði með því að Helgi Rafn Viggóson, fyrirliði Tindastóls, braut á honum. Jón steinlá eftir viðskipti sín og Helga, dæmd var óíþróttamannsleg villa og KR fékk því þrjú vítaskot og boltann. Jón gat ekki tekið vítin þar sem honum rétt tókst að haltra á bekkinn með aðstoð liðsfélaga sinna þar sem hann fékk meðhöndlun frá sjúkraþjálfara liðsins og eyddi hann restinni af leiknum með kælipoka utan um ökklann. Jakob Örn Sigurðarson fór á vítalínuna og skoraði úr öllum þremur vítaskotunum. Hann gerði gott betur og setti þriggja stiga skot niður áður en tíminn rann út og KR því aðeins þremur stigum undir þegar fjórði leikhluti hófst. Staðan þá 66-63 Tindastól í vil. Kristófer Acox fékk sína fimmtu villu í upphafi fjórða leikhluta þegar hann klikkaði á sniðskoti og braut strax í kjölfarið af sér. Í stað þess að vera einu stigi undir voru KR-ingar því þremur stigum undir og án Kristófers. Þeir skoruðu þó næstu fjögur stig og náðu forystunni áður en Stólarnir komu til baka. Staðan 72-69 Tindastól í vil þegar fjórði leikhluti af hálfnaður. Brynjar Þór setti niður risastóran þrist þegar þrjár mínútur voru eftir og staðan 77-76 Tindastól í vil á þeim tímapunkti. Stólarnir gáfu hins vegar ekkert eftir og tröllið frá Króatíu, Jasmin Perkovic setti risa þriggja stiga körfu niður sem svo gott sem tryggði sigur Tindastóls. Fór það svo að þeir unnu sjö stiga sigur, 92-85, og annað tap KR í röð staðreynd.Matthías Orri með boltann í kvöld.vísir/báraAf hverju vann Tindastóll? Þeir virtust betur stemmdir í kvöld en KR-ingarnir voru fljótir að pirra sig á allt og öllu. Þá hafa lykilleikmenn KR átt töluvert betri daga. Varnarvinna Stólanna gegn Craion undir körfunni gekk vel en þeim tókst nær alltaf að tvímenna á hann. KR-ingar voru ískaldir fyrir utan þriggja stiga línunni í kvöld og hittu aðeins úr 20% þriggja stiga skota sinna. Þá tóku Stólarnir mikilvæg sóknarfráköst þegar þurfti. Má segja að það hafi skilið á milli í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Sinisa Bilic fór mikinn í liði Tindastóls og gerði 24 stig. Jaka Brodnik gerði 20 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Þá skoraði Gerel Simmons 17 stig. Hjá KR var Craion með 21 stig þrátt fyrir að eiga ekki sinn besta dag og Jakob Örn með 19 stig.Hvað gekk illa? Þriggja stiga nýting KR var hrein og bein hörmung í dag en liðið hitti aðeins úr 6 af 29 eða samtals 20%. Lykilleikmenn KR hafa átt betri daga en Kristófer Acox átti afleitan dag og þá voru stuðningsmenn KR einkar pirraðir nær allan leikinn, sem og leikmenn á löngum köflum. Þá missti liðið boltann klaufalega frá sér nær alltaf þegar það var við það að komast inn í leikinn.Hvað gerist næst? Á miðvikudaginn kemur, 13. nóvember, koma Haukar í heimsókn á Krókinn. Stórleikur næstu umferðar er svo þegar KR-ingar heimsækja taplausa Keflvíkinga á föstudaginn eftir viku eða þann 15. nóvember.Baldur Þór Ragnarsson fagnar í kvöld.vísir/báraBaldur Þór: Gat dottið báðum megin „Týpískur 50/50 leikur sem gat dottið báðum megin,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls að leik loknum. „Þetta tekur tíma, menn búnir að spila saman síðan 21. ágúst. Oft á tíðum reynsluleysi og það þarf að kenna mönnum hvað við viljum og það kemuur allt,“ sagði Baldur aðspurður út í klaufaleg mistök sem hans menn gerðu og héldu KR í leiknum. „Ég er sáttur. Við getum gert hellings af hlutum en við þurfum að vinna fyrir því,“ sagði Baldur Þór eftir leik.Pétur Rúnar: Maður hefur ekki oft unnið hérna„Bara vel, flottur sigur þó við höfum látið þá skora aðeins of mikið í restina. Vorum að gefa þeim full mikið af vítum og brjóta lélega,“ sagði sigurreifur Pétur Rúnar Bjarnason að leik loknum. „Maður hefur ekki oft unnið hérna,“ sagði Pétur aðspurður hvort það hefði farið um hann þegar KR-ingar sóttu stíft á Stólana undir lok leiks „Við vorum með þetta í þægilegri fjarlægð en svo gerist þetta atvik í lok þriðja leikhluta þar sem þeir ná sex stiga sókn en varnarlega vorum við mjög þéttir þó þeir skori 85 stig. Gáfum þeim mest á vítalínunni og vörnin var góð í lokin og það skóp þennan sigur í dag,“ sagði Pétur Rúnar að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór: Jón er náttúrulega bara tekinn út Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR og fyrrum leikmaður Tindastóls, var vægast sagt ósáttur eftir sjö stiga tap KR gegn Stólunum í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 92-85 Tindastól í vil og sexfaldir Íslandsmeistarar KR hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. 8. nóvember 2019 22:45 Ingi Þór: Mér fannst brotið hans Helga ljótt og ég er búinn að fá nóg af þessu Ingi Þór Steinþórsson var ekki kátur eftir sjö stiga tap KR gegn Tindastól á heimavelli í kvöld. 8. nóvember 2019 22:35
Brynjar Þór: Jón er náttúrulega bara tekinn út Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR og fyrrum leikmaður Tindastóls, var vægast sagt ósáttur eftir sjö stiga tap KR gegn Stólunum í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 92-85 Tindastól í vil og sexfaldir Íslandsmeistarar KR hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. 8. nóvember 2019 22:45
Ingi Þór: Mér fannst brotið hans Helga ljótt og ég er búinn að fá nóg af þessu Ingi Þór Steinþórsson var ekki kátur eftir sjö stiga tap KR gegn Tindastól á heimavelli í kvöld. 8. nóvember 2019 22:35
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti