Vitund þjóðarinnar að illa hafi verið farið með fólk Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 19:30 Erla Bolladóttir hefur stefnt íslenska ríkinu og vill að mál sitt verði tekið upp að nýju. Hún sér fram á kostnaðarsöm réttarhöld og stefnir á hópfjármögnun. Erlu barst í gær bréf frá ríkislögmanni þar sem bótakröfu hennar á hendur íslenska ríkinu var hafnað. Erla krafðist bóta vegna einangrunarvistar sem hún var látin sæta. „Mér brá auðvitað fyrst þegar ég fékk upplýsingar um að þetta væri komið en í rauninni kom þetta ekkert svo mikið á óvart," segir Erla. Erla hefur stefnt íslenska ríkinu og krefst ógildingar á úrskurði endurupptökunefndar frá árinu 2017. Erla fékk mál sitt ekki upp tekið að nýju, ólíkt öðrum sakborningum sem voru að lokum sýknaðir í Hæstarétti í fyrra. Málið var þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og hefur ríkislögmanni verið veittur sex vikna frestur til að skila greinargerð. „Það stendur ekki steinn yfir steini í niðurstöðu endurupptökunefndar á sínum tíma," segir Erla. Hún segist áður hafa heyrt af mögulegum sáttavilja í bótamálinu. Hún veltir fyrir sér hvort ríkislögmaður hafi skipt um skoðun eftir að hafa tekið við stefnunni frá henni. „Hann virðist þá taka til við að skrifa höfnun á kröfu minni um skaðabætur fyrir einangrunarvisitna sem ég var höfð í í átta mánuði frá nýfæddu barni," segir Erla. Hún sér fram á löng og dýr málaferli og hyggst því ráðast í hópfjármögnun til að geta staðið undir kostnaðinum. „Vitund þjóðarinnar er þessi, að það hafi verið illa farið með sex einstaklinga og fjóra þar til viðbótar, og enn vilja menn ekki axla ábyrgð og klára þetta," segir Erla. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Sjá meira
Erla Bolladóttir hefur stefnt íslenska ríkinu og vill að mál sitt verði tekið upp að nýju. Hún sér fram á kostnaðarsöm réttarhöld og stefnir á hópfjármögnun. Erlu barst í gær bréf frá ríkislögmanni þar sem bótakröfu hennar á hendur íslenska ríkinu var hafnað. Erla krafðist bóta vegna einangrunarvistar sem hún var látin sæta. „Mér brá auðvitað fyrst þegar ég fékk upplýsingar um að þetta væri komið en í rauninni kom þetta ekkert svo mikið á óvart," segir Erla. Erla hefur stefnt íslenska ríkinu og krefst ógildingar á úrskurði endurupptökunefndar frá árinu 2017. Erla fékk mál sitt ekki upp tekið að nýju, ólíkt öðrum sakborningum sem voru að lokum sýknaðir í Hæstarétti í fyrra. Málið var þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og hefur ríkislögmanni verið veittur sex vikna frestur til að skila greinargerð. „Það stendur ekki steinn yfir steini í niðurstöðu endurupptökunefndar á sínum tíma," segir Erla. Hún segist áður hafa heyrt af mögulegum sáttavilja í bótamálinu. Hún veltir fyrir sér hvort ríkislögmaður hafi skipt um skoðun eftir að hafa tekið við stefnunni frá henni. „Hann virðist þá taka til við að skrifa höfnun á kröfu minni um skaðabætur fyrir einangrunarvisitna sem ég var höfð í í átta mánuði frá nýfæddu barni," segir Erla. Hún sér fram á löng og dýr málaferli og hyggst því ráðast í hópfjármögnun til að geta staðið undir kostnaðinum. „Vitund þjóðarinnar er þessi, að það hafi verið illa farið með sex einstaklinga og fjóra þar til viðbótar, og enn vilja menn ekki axla ábyrgð og klára þetta," segir Erla.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Sjá meira