Bitar úr lofti hrundu yfir leikhúsgesti á West End Andri Eysteinsson skrifar 6. nóvember 2019 21:48 Hér má sjá skemmdirnar í lofti Piccadilly. Twitter/KBGDUNN Slys urðu á fólki í London í dag þegar að hluti úr lofti Piccadilly leikhússins í West End, leikhúshverfi Lundúna, hrundi yfir áhorfendur á meðan að sýning stóð yfir á verki Arthurs Millers, Sölumaður deyr. (e. Death of a Salesman). Sky greinir frá því að vatnsleki hafi orsakað hrunið úr loftinu. Viðbragðsaðilar voru kallaðir til skömmu fyrir klukkan átta að staðartíma. Myndir frá vettvangi sýna umfang vatnsskemmdanna. Einn leikhúsgesta, Tracy De Groose, lýsir upplifun sinni frá atvikinu á Twittersíðu sinni.Roof collapsed in Piccadilly Theatre tonight during performance of Death of a Salesman. Running water, then lots of screams. A few minor injuries. Thank you @WendellPierce for coming out to check everyone safe. Decent human beings do exist! — Tracy De Groose (@tdegroose) November 6, 2019 „Rennandi vatn, svo mikil öskur. Nokkur smávægileg meiðsli,“ skrifar De Groose og bætir við að aðalleikari sýningarinnar Wendell Pierce, sem meðal annars hefur leikið í sjónvarpsþáttunum The Wire og Suits, hafi gengið úr skugga um að leikhúsgestir væru óhultir. Leikhúsið var í kjölfarið rýmt og munu rýmingaraðgerðir hafa gengið vel. Sky hefur eftir öðrum leikhúsgesta, blaðamanninum Martin George, að tíu mínútum eftir að sýningin hafi hafist hefðu gestir geta heyrt vatn dropa úr þakinu. Hljóðið hafi stigmagnast og að endingu hafi þónokkrir gesta staðið upp og ætlað að yfirgefa svæðið. „Þá, þegar við stóðum upp til að fara féll 3-4 metra bútur úr þakinu niður,“ segir George. Bretland England Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Slys urðu á fólki í London í dag þegar að hluti úr lofti Piccadilly leikhússins í West End, leikhúshverfi Lundúna, hrundi yfir áhorfendur á meðan að sýning stóð yfir á verki Arthurs Millers, Sölumaður deyr. (e. Death of a Salesman). Sky greinir frá því að vatnsleki hafi orsakað hrunið úr loftinu. Viðbragðsaðilar voru kallaðir til skömmu fyrir klukkan átta að staðartíma. Myndir frá vettvangi sýna umfang vatnsskemmdanna. Einn leikhúsgesta, Tracy De Groose, lýsir upplifun sinni frá atvikinu á Twittersíðu sinni.Roof collapsed in Piccadilly Theatre tonight during performance of Death of a Salesman. Running water, then lots of screams. A few minor injuries. Thank you @WendellPierce for coming out to check everyone safe. Decent human beings do exist! — Tracy De Groose (@tdegroose) November 6, 2019 „Rennandi vatn, svo mikil öskur. Nokkur smávægileg meiðsli,“ skrifar De Groose og bætir við að aðalleikari sýningarinnar Wendell Pierce, sem meðal annars hefur leikið í sjónvarpsþáttunum The Wire og Suits, hafi gengið úr skugga um að leikhúsgestir væru óhultir. Leikhúsið var í kjölfarið rýmt og munu rýmingaraðgerðir hafa gengið vel. Sky hefur eftir öðrum leikhúsgesta, blaðamanninum Martin George, að tíu mínútum eftir að sýningin hafi hafist hefðu gestir geta heyrt vatn dropa úr þakinu. Hljóðið hafi stigmagnast og að endingu hafi þónokkrir gesta staðið upp og ætlað að yfirgefa svæðið. „Þá, þegar við stóðum upp til að fara féll 3-4 metra bútur úr þakinu niður,“ segir George.
Bretland England Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira