Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Þorsteinn Friðrik Halldórsson og Helgi Vífill Júlíusson skrifar 6. nóvember 2019 06:15 María Margrét Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi Play, og Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, á blaðamannafundinum í gær. vísir/vilhelm Verðbréfafyrirtækið Íslensk verðbréf (ÍV), sem heldur utan um fjármögnun á hinu nýstofnaða flugfélagi Play, fundar þessa dagana með ýmsum innlendum fjárfestum í því skyni að afla félaginu um 12 milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljónir króna, í aukið hlutafé, samkvæmt heimildum. Jóhann M. Ólafsson, framkvæmdastjóri ÍV, segir í samtali við Markaðinn að hins vegar sé „búið að tryggja grunnfjármögnun að uppfylltum vissum fyrirvörum og skilyrðum, svo sem endanlegri veitingu flugrekstrarleyfis.“ Hann vill ekki tjá sig um hver heildarupphæð fjármögnunarinnar er en segir að hún sé blanda af hlutafé og lánsfé. „Play hefur gert samning við Íslensk verðbréf um að halda utan um fjármögnun á félaginu frá innlendum og erlendum aðilum. Íslensk verðbréf tóku þetta verkefni að sér því við teljum þetta mjög vel útfærðan og áhugaverðan fjárfestingarkost og fundum strax fyrir miklum áhuga,“ segir Jóhann. „Eins og kom fram í kynningunni telja stjórnendur Play mjög mikilvægt að félagið hefji rekstur með sterka lausafjárstöðu. Íslensk verðbréf munu áfram vinna með aðilum að bæta við fjármögnunina svo að félagið hafi enn sterkari lausafjárstöðu frá upphafi.“ Samkvæmt heimildum Markaðarins er stærstur hluti fjármögnunarinnar, eða í kringum 40 milljónir evra, í formi lánsfjár, með breytirétt í hlutafé, frá hinum breska fjárfestingarsjóði sem Arnar Már Magnússon, nýr framkvæmdastjóri Play, upplýsti að kæmi að fjármögnun félagsins á blaðamannafundi sem Play stóð fyrir í gærmorgun. Þá gat Jóhann ekki tjáð sig um breska fjárfestingarsjóðinn sem eigi að koma að fjármögnun félagsins en upphafleg áform gerðu ráð fyrir að Avianta Capital Capital, sem er að fullu í eigu Aislinn Whittley-Ryan en er stýrt af eiginmanni hennar, Simon, myndi leggja félaginu til um 40 milljónir evra í formi hlutafjár og eignast við það 75 prósenta hlut. Ekki eru bundnar vonir við að íslenskir lífeyrissjóðir muni leggja félaginu til fjármagn heldur er fyrst og fremst verið að horfa til fjárfestingarsjóða og einkafjárfesta um að þeir komi að viðbótar fjármögnuninni með því að leggja félaginu til hlutafé. Aðspurður vildi Jóhann ekki tjá sig um hversu stóran eignarhlut 12 milljónir evra myndu tryggja þeim í flugfélaginu en samkvæmt heimildum Markaðarins er lagt upp með að það geti skilað innlendum fjárfestum samtals helmingshlut á móti stofnendum og öðrum starfsmönnum Play. „Við viljum vera fjármagnaðir þannig að við séum með nægt fé til að takast á við allar þær áskoranir sem á vegi okkar verða,“ segir Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, í samtali við Markaðinn. Hann gat ekki farið nánar út í fjármögnun eða eignarhald félagsins. Greint verði frá því síðar. Arnar segir að búið sé að ganga frá samningum við leigusala fyrir fyrsta áfangann en félagið mun hefja rekstur með tvær Airbus A320 vélar. Spurður hvort kyrrsetning Isavia á flugvél WOW air hafi verið hindrun í ferlinu við að útvega leiguvélar svarar Arnar neitandi.Ekki áhyggjuefni fyrir Icelandair Eins og fram hefur komið er gert ráð fyrir að sex flugvélar verði í rekstri Play næsta sumar og tíu flugvélar innan þriggja ára. Sveinn Þórarinsson, hlutabréfagreinandi hjá Landsbankanum, segir að þrátt fyrir kyrrsetningu Boeing 737 MAX flugvéla sé töluvert framboð af flugvélum til leigu ef viðskiptaáætlunin er raunhæf í augum leigufélagsins. „Stór flugfélög eru ekki í miklum vaxtarhraða um þessar mundir á sama tíma og nokkur flugfélög hafa lagt upp laupana. Það er einungis lítils háttar vöxtur í umsvifum flugfélaga á heimsvísu. Það liggur í augum uppi að leigusalar horfa til þess að stjórnendur Play eru reyndir enda er um nýtt flugfélag að ræða. Þeir horfa væntanlega einnig til bankaábyrgða, lausafjár og viðskiptaáætlunarinnar. Það má leiða líkur, eðlilega, að því að kjörin sem nýstofnuðu flugfélagi bjóðist séu hærri en hjá flugfélögum með lengri rekstrarsögu. Flugrekstur er enda áhættusamur. Það er ekki á vísan að róa, jafnvel þótt stjórnendateymið státi af góðri reynslu og reksturinn sé ágætlega fjármagnaður. Við vonum þó svo sannarlega að þetta gangi vel hjá þeim,“ segir Sveinn. Að hans sögn þarf Icelandair Group ekki að hafa miklar áhyggjur af nýja keppinautnum að svo stöddu. „Play er hvorki komið með flugrekstrarleyfi né hefur hafið sölu á flugmiðum. Jafnvel þótt flugfélagið fljúgi sex flugvélum hefur það ekki áhrif á stóru myndina fyrir Icelandair. Það á í alþjóðlegri samkeppni og því skiptir ekki sköpum hvort eitt eða tvö flugfélag til eða frá fljúgi til Íslands. Þetta kannski breytist þó ef félagið nær að stækka enn þá meira.“ Fram hefur komið í fjölmiðlum að 23 flugfélög flugu til landsins í sumar. Rétt eins og Icelandair og WOW air áður, þá flýgur Play á milli Evrópu og Bandaríkjanna. „Það er nauðsynlegt viðskiptamódel til að leggja grunn að alvöru flugfélagi á Íslandi. Það eru ekki aðrir möguleikar í stöðunni,“ segir Sveinn. Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent, segir að Icelandair hafi verið meðal vanmetnustu félaga á markaði fyrir mikla og verðskuldaða hækkun á gengi félagsins. „Margir óvissuþættir og ytri breytur hafa áhrif á rekstur Icelandair og er samkeppni ein þeirra. Aukin samkeppni hefur áhrif á rekstur og verðmat til lækkunar. Væntanlega eru þó áhrifin lítils háttar en Icelandair býr nú þegar við umtalsverða samkeppni,“ segir hann.Áform Play í hnotskurn Áform flugfélagsins Play voru kynnt á blaðamannafundi sem félagið stóð fyrir í gær. Play, sem mun skarta rauðum einkennislit, áformar að hefja flug á tveimur Airbus A320 flugvélum til sex áfangastaða í Evrópu í vetur. Fjórum flugvélum af sömu tegund verður síðan bætt við í vor og verður þá hafið flug til fjögurra stórborga í Norður-Ameríku. Bókunarsíða Play er komin í loftið en félagið á enn eftir að útvega flugrekstrarleyfi og handbækur samþykktar hjá Samgöngustofu. Það er hins vegar á lokametrunum að sögn stofnenda Play. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, tók fram á fundinum að íslenskir samningar yrðu gerðir við flugáhafnir en hann sagði jafnframt að félagið væri opið fyrir því að fá starfsfólk að utan. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play hefur sig til flugs til sex áfangastaða í vetur Forstjóri Play, nýs lággjaldaflugfélags, segir eigið fé ríkulegt og að hugað hafi verið að loftlagsmálum við val á flugvélum. Play hefur sig til flugs í vetur, fyrst um sinn með tvær flugvélar. 5. nóvember 2019 20:30 WAB air verður Play Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 10:00 Play á vörum Íslendinga: „Starfsmenn munu kalla sig Playboys og Playgirls“ Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 13:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Verðbréfafyrirtækið Íslensk verðbréf (ÍV), sem heldur utan um fjármögnun á hinu nýstofnaða flugfélagi Play, fundar þessa dagana með ýmsum innlendum fjárfestum í því skyni að afla félaginu um 12 milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljónir króna, í aukið hlutafé, samkvæmt heimildum. Jóhann M. Ólafsson, framkvæmdastjóri ÍV, segir í samtali við Markaðinn að hins vegar sé „búið að tryggja grunnfjármögnun að uppfylltum vissum fyrirvörum og skilyrðum, svo sem endanlegri veitingu flugrekstrarleyfis.“ Hann vill ekki tjá sig um hver heildarupphæð fjármögnunarinnar er en segir að hún sé blanda af hlutafé og lánsfé. „Play hefur gert samning við Íslensk verðbréf um að halda utan um fjármögnun á félaginu frá innlendum og erlendum aðilum. Íslensk verðbréf tóku þetta verkefni að sér því við teljum þetta mjög vel útfærðan og áhugaverðan fjárfestingarkost og fundum strax fyrir miklum áhuga,“ segir Jóhann. „Eins og kom fram í kynningunni telja stjórnendur Play mjög mikilvægt að félagið hefji rekstur með sterka lausafjárstöðu. Íslensk verðbréf munu áfram vinna með aðilum að bæta við fjármögnunina svo að félagið hafi enn sterkari lausafjárstöðu frá upphafi.“ Samkvæmt heimildum Markaðarins er stærstur hluti fjármögnunarinnar, eða í kringum 40 milljónir evra, í formi lánsfjár, með breytirétt í hlutafé, frá hinum breska fjárfestingarsjóði sem Arnar Már Magnússon, nýr framkvæmdastjóri Play, upplýsti að kæmi að fjármögnun félagsins á blaðamannafundi sem Play stóð fyrir í gærmorgun. Þá gat Jóhann ekki tjáð sig um breska fjárfestingarsjóðinn sem eigi að koma að fjármögnun félagsins en upphafleg áform gerðu ráð fyrir að Avianta Capital Capital, sem er að fullu í eigu Aislinn Whittley-Ryan en er stýrt af eiginmanni hennar, Simon, myndi leggja félaginu til um 40 milljónir evra í formi hlutafjár og eignast við það 75 prósenta hlut. Ekki eru bundnar vonir við að íslenskir lífeyrissjóðir muni leggja félaginu til fjármagn heldur er fyrst og fremst verið að horfa til fjárfestingarsjóða og einkafjárfesta um að þeir komi að viðbótar fjármögnuninni með því að leggja félaginu til hlutafé. Aðspurður vildi Jóhann ekki tjá sig um hversu stóran eignarhlut 12 milljónir evra myndu tryggja þeim í flugfélaginu en samkvæmt heimildum Markaðarins er lagt upp með að það geti skilað innlendum fjárfestum samtals helmingshlut á móti stofnendum og öðrum starfsmönnum Play. „Við viljum vera fjármagnaðir þannig að við séum með nægt fé til að takast á við allar þær áskoranir sem á vegi okkar verða,“ segir Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, í samtali við Markaðinn. Hann gat ekki farið nánar út í fjármögnun eða eignarhald félagsins. Greint verði frá því síðar. Arnar segir að búið sé að ganga frá samningum við leigusala fyrir fyrsta áfangann en félagið mun hefja rekstur með tvær Airbus A320 vélar. Spurður hvort kyrrsetning Isavia á flugvél WOW air hafi verið hindrun í ferlinu við að útvega leiguvélar svarar Arnar neitandi.Ekki áhyggjuefni fyrir Icelandair Eins og fram hefur komið er gert ráð fyrir að sex flugvélar verði í rekstri Play næsta sumar og tíu flugvélar innan þriggja ára. Sveinn Þórarinsson, hlutabréfagreinandi hjá Landsbankanum, segir að þrátt fyrir kyrrsetningu Boeing 737 MAX flugvéla sé töluvert framboð af flugvélum til leigu ef viðskiptaáætlunin er raunhæf í augum leigufélagsins. „Stór flugfélög eru ekki í miklum vaxtarhraða um þessar mundir á sama tíma og nokkur flugfélög hafa lagt upp laupana. Það er einungis lítils háttar vöxtur í umsvifum flugfélaga á heimsvísu. Það liggur í augum uppi að leigusalar horfa til þess að stjórnendur Play eru reyndir enda er um nýtt flugfélag að ræða. Þeir horfa væntanlega einnig til bankaábyrgða, lausafjár og viðskiptaáætlunarinnar. Það má leiða líkur, eðlilega, að því að kjörin sem nýstofnuðu flugfélagi bjóðist séu hærri en hjá flugfélögum með lengri rekstrarsögu. Flugrekstur er enda áhættusamur. Það er ekki á vísan að róa, jafnvel þótt stjórnendateymið státi af góðri reynslu og reksturinn sé ágætlega fjármagnaður. Við vonum þó svo sannarlega að þetta gangi vel hjá þeim,“ segir Sveinn. Að hans sögn þarf Icelandair Group ekki að hafa miklar áhyggjur af nýja keppinautnum að svo stöddu. „Play er hvorki komið með flugrekstrarleyfi né hefur hafið sölu á flugmiðum. Jafnvel þótt flugfélagið fljúgi sex flugvélum hefur það ekki áhrif á stóru myndina fyrir Icelandair. Það á í alþjóðlegri samkeppni og því skiptir ekki sköpum hvort eitt eða tvö flugfélag til eða frá fljúgi til Íslands. Þetta kannski breytist þó ef félagið nær að stækka enn þá meira.“ Fram hefur komið í fjölmiðlum að 23 flugfélög flugu til landsins í sumar. Rétt eins og Icelandair og WOW air áður, þá flýgur Play á milli Evrópu og Bandaríkjanna. „Það er nauðsynlegt viðskiptamódel til að leggja grunn að alvöru flugfélagi á Íslandi. Það eru ekki aðrir möguleikar í stöðunni,“ segir Sveinn. Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent, segir að Icelandair hafi verið meðal vanmetnustu félaga á markaði fyrir mikla og verðskuldaða hækkun á gengi félagsins. „Margir óvissuþættir og ytri breytur hafa áhrif á rekstur Icelandair og er samkeppni ein þeirra. Aukin samkeppni hefur áhrif á rekstur og verðmat til lækkunar. Væntanlega eru þó áhrifin lítils háttar en Icelandair býr nú þegar við umtalsverða samkeppni,“ segir hann.Áform Play í hnotskurn Áform flugfélagsins Play voru kynnt á blaðamannafundi sem félagið stóð fyrir í gær. Play, sem mun skarta rauðum einkennislit, áformar að hefja flug á tveimur Airbus A320 flugvélum til sex áfangastaða í Evrópu í vetur. Fjórum flugvélum af sömu tegund verður síðan bætt við í vor og verður þá hafið flug til fjögurra stórborga í Norður-Ameríku. Bókunarsíða Play er komin í loftið en félagið á enn eftir að útvega flugrekstrarleyfi og handbækur samþykktar hjá Samgöngustofu. Það er hins vegar á lokametrunum að sögn stofnenda Play. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, tók fram á fundinum að íslenskir samningar yrðu gerðir við flugáhafnir en hann sagði jafnframt að félagið væri opið fyrir því að fá starfsfólk að utan.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play hefur sig til flugs til sex áfangastaða í vetur Forstjóri Play, nýs lággjaldaflugfélags, segir eigið fé ríkulegt og að hugað hafi verið að loftlagsmálum við val á flugvélum. Play hefur sig til flugs í vetur, fyrst um sinn með tvær flugvélar. 5. nóvember 2019 20:30 WAB air verður Play Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 10:00 Play á vörum Íslendinga: „Starfsmenn munu kalla sig Playboys og Playgirls“ Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 13:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Play hefur sig til flugs til sex áfangastaða í vetur Forstjóri Play, nýs lággjaldaflugfélags, segir eigið fé ríkulegt og að hugað hafi verið að loftlagsmálum við val á flugvélum. Play hefur sig til flugs í vetur, fyrst um sinn með tvær flugvélar. 5. nóvember 2019 20:30
WAB air verður Play Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 10:00
Play á vörum Íslendinga: „Starfsmenn munu kalla sig Playboys og Playgirls“ Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 13:30