Innlent

Mælt fyrir frumvarpi um neyslurými í annað sinn

Heimir Már Pétursson skrifar
Landlæknir getur veitt sveitarfélagi leyfi til að stofna og reka neyslurými þar sem varsla og meðferð ávana- og fíkniefna er heimil, eða svo kölluð neyslurými, samkvæmt frumvarpi sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir í dag. Hún sagði nokkrar breytingar hafa verið gerðar á frumvarpinu frá því það var fyrst lagt fram á síðasta þingi og mið tekið af athugasemdum.

Samkvæmt frumvarpinu verður heimilt að semja við lögreglu um að hún grípi ekki til aðgerða gegn notendum í neyslurýmis á tilteknu svæði í kringum húsnæði þess, sem verði lagalega verndað umhverfi. Þar geti 18 ára og eldri neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti starfsfólks. Gætt sé fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingavarna.

Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu er markmiðið með skaðaminnkandi aðgerðum að koma í veg fyrir frekari óafturkræfan skaða, auka lífsgæði og bæta heilsufar einstaklinga sem neyti ávana- og fíkniefna í æð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×