„Þér er ég greinilega mjög hugleikin, Steinunn Ólína“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2019 18:51 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. Fréttablaðið Þórdís Elva Þorvaldsdóttir gagnrýnir Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur harðlega fyrir skrif hennar síðustu daga og segir hana hafa vegið gróflega að starfsheiðri sínum. Í grein sem birt var á vef Fréttablaðsins í dag vísar Þórdís í skrif Steinunnar frá því í gær sem snúa að miklu leyti um Þórdísi og störf hennar varðandi forvarnir og fræðslu í tengslum við kynferðisofbeldi.„Þér er ég greinilega mjög hugleikin, Steinunn Ólína, og þá sérstaklega nauðgun sem ég varð fyrir þegar ég var á barnsaldri, eða 16 ára gömul. Gerandi minn, sem þá var átján ára, hefur játað þann verknað fyrir alþjóð. Þú vilt hlífa honum við því að vera kallaður nauðgari og berð hann saman við „þjófóttan smákrakka“, eins og gróft kynferðisofbeldi sé á einhvern hátt sambærilegt við að stela tyggjói úr sjoppu. Þetta er svo fjarstæðukennt að það dæmir sig sjálft,“ skrifar Þórdís. Þórdís segir alvarlegustu rangfærslu Steinunnar vega gróflega að starfsheiðri hennar. Það snýr að því að Steinunn hafi sagt Þórdísi kenna börnum óljósar skilgreiningar á ofbeldi sem muni mynda gjá á milli kynja, auka hatursorðræðu og sundra fólki. Það sé þó ekki rétt. Hún byggi skilgreiningar á ofbeldi á lögum og nýjustu útgáfu íslensku orðabókarinnar. „Það „heilmikla ógagn“ sem þú vilt því eigna mér að hafa valdið á sér því engar stoðir í raunveruleikanum, enda er allt mitt fræðsluefni unnið með það að markmiði að fræða en ekki hræða.“ Þórdís vísar einnig í önnur skrif Steinunnar og sakar hana um tvískinnung varðandi það hvort fórnarlömb kynferðisofbeldis eigi að stíga fram opinberlega eða ekki. Steinunn hafi kallað eftir því varðandi ásakendur Atla Rafns Sigurðarsonar en gagnrýni Þórdísi fyrir að hafa haldið fyrirlestra og skrifað bók með Tom Stranger, sem nauðgaði henni.„Það kallar þú hins vegar „sjálfsupphafinn“, „niðurlægjandi“, „drottnunargjarnan“ og „hefndarfýsinn“ gjörning af minni hálfu sem lýsi „ótrúlegri grimmd“. Þannig fordæmir þú bæði brotaþola sem kjósa nafnleynd, auk þeirra sem rjúfa þögnina. Í fljótu bragðist virðist ekki vera hægt að gera rétt í þínum bókum, hvort sem sagt er frá eða þagað.“Sjá einnig: Sjá svart og hvítt í málinu sem aðrir leikarar þora varla að hafa opinbera skoðun á Þórdís segir einnig að þau „hatrömmu lýsingarorð“ sem Steinunn noti um reynslu Þórdísar af kynferðisofbeldi séu ekki eignuð gerandanum, heldur þolandanum fyrir að hafa greint frá ofbeldinu. „Málflutningur þinn afhjúpar þannig, svart á hvítu, hvar þú leggur ábyrgðina á kynferðisofbeldi og hvern þú telur að fordæma beri þegar slíkt á sér stað. Það er einmitt svona þolendaskömmun sem veldur því að þolendur veigra sér við að segja frá. Sé þér alvara með hvatningu þinni til brotaþola um að stíga fram og rjúfa þögn sína mæli ég með að þú leggir þessa orðræðu niður hið snarasta.“ Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús MeToo Tengdar fréttir Sjá svart og hvítt í málinu sem aðrir leikarar þora varla að hafa opinbera skoðun á Leikkonurnar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sjá svart og hvítt þegar kemur að nýföllum dómi í máli Atla Rafns Sigurðarsonar leikara gegn Borgarleikhúsinu og leikstjóranum Kristínu Eysteinsdóttur. 1. nóvember 2019 23:35 Freyja frábiður sér samanburð Steinunnar Ólínu á málum þeirra Atla Rafns Freyja Haraldsdóttir doktorsnemi og fyrrverandi varaþingmaður, sem vann mál sitt gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í vikunni, segir það erfitt þegar máli sínu sé stillt upp við hlið máls Atla Rafns Sigurðarsonar leikara, líkt og leikkonan Steinunn Ólína gerði í pistli sem hún birti í gær. 2. nóvember 2019 21:38 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir gagnrýnir Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur harðlega fyrir skrif hennar síðustu daga og segir hana hafa vegið gróflega að starfsheiðri sínum. Í grein sem birt var á vef Fréttablaðsins í dag vísar Þórdís í skrif Steinunnar frá því í gær sem snúa að miklu leyti um Þórdísi og störf hennar varðandi forvarnir og fræðslu í tengslum við kynferðisofbeldi.„Þér er ég greinilega mjög hugleikin, Steinunn Ólína, og þá sérstaklega nauðgun sem ég varð fyrir þegar ég var á barnsaldri, eða 16 ára gömul. Gerandi minn, sem þá var átján ára, hefur játað þann verknað fyrir alþjóð. Þú vilt hlífa honum við því að vera kallaður nauðgari og berð hann saman við „þjófóttan smákrakka“, eins og gróft kynferðisofbeldi sé á einhvern hátt sambærilegt við að stela tyggjói úr sjoppu. Þetta er svo fjarstæðukennt að það dæmir sig sjálft,“ skrifar Þórdís. Þórdís segir alvarlegustu rangfærslu Steinunnar vega gróflega að starfsheiðri hennar. Það snýr að því að Steinunn hafi sagt Þórdísi kenna börnum óljósar skilgreiningar á ofbeldi sem muni mynda gjá á milli kynja, auka hatursorðræðu og sundra fólki. Það sé þó ekki rétt. Hún byggi skilgreiningar á ofbeldi á lögum og nýjustu útgáfu íslensku orðabókarinnar. „Það „heilmikla ógagn“ sem þú vilt því eigna mér að hafa valdið á sér því engar stoðir í raunveruleikanum, enda er allt mitt fræðsluefni unnið með það að markmiði að fræða en ekki hræða.“ Þórdís vísar einnig í önnur skrif Steinunnar og sakar hana um tvískinnung varðandi það hvort fórnarlömb kynferðisofbeldis eigi að stíga fram opinberlega eða ekki. Steinunn hafi kallað eftir því varðandi ásakendur Atla Rafns Sigurðarsonar en gagnrýni Þórdísi fyrir að hafa haldið fyrirlestra og skrifað bók með Tom Stranger, sem nauðgaði henni.„Það kallar þú hins vegar „sjálfsupphafinn“, „niðurlægjandi“, „drottnunargjarnan“ og „hefndarfýsinn“ gjörning af minni hálfu sem lýsi „ótrúlegri grimmd“. Þannig fordæmir þú bæði brotaþola sem kjósa nafnleynd, auk þeirra sem rjúfa þögnina. Í fljótu bragðist virðist ekki vera hægt að gera rétt í þínum bókum, hvort sem sagt er frá eða þagað.“Sjá einnig: Sjá svart og hvítt í málinu sem aðrir leikarar þora varla að hafa opinbera skoðun á Þórdís segir einnig að þau „hatrömmu lýsingarorð“ sem Steinunn noti um reynslu Þórdísar af kynferðisofbeldi séu ekki eignuð gerandanum, heldur þolandanum fyrir að hafa greint frá ofbeldinu. „Málflutningur þinn afhjúpar þannig, svart á hvítu, hvar þú leggur ábyrgðina á kynferðisofbeldi og hvern þú telur að fordæma beri þegar slíkt á sér stað. Það er einmitt svona þolendaskömmun sem veldur því að þolendur veigra sér við að segja frá. Sé þér alvara með hvatningu þinni til brotaþola um að stíga fram og rjúfa þögn sína mæli ég með að þú leggir þessa orðræðu niður hið snarasta.“
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús MeToo Tengdar fréttir Sjá svart og hvítt í málinu sem aðrir leikarar þora varla að hafa opinbera skoðun á Leikkonurnar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sjá svart og hvítt þegar kemur að nýföllum dómi í máli Atla Rafns Sigurðarsonar leikara gegn Borgarleikhúsinu og leikstjóranum Kristínu Eysteinsdóttur. 1. nóvember 2019 23:35 Freyja frábiður sér samanburð Steinunnar Ólínu á málum þeirra Atla Rafns Freyja Haraldsdóttir doktorsnemi og fyrrverandi varaþingmaður, sem vann mál sitt gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í vikunni, segir það erfitt þegar máli sínu sé stillt upp við hlið máls Atla Rafns Sigurðarsonar leikara, líkt og leikkonan Steinunn Ólína gerði í pistli sem hún birti í gær. 2. nóvember 2019 21:38 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira
Sjá svart og hvítt í málinu sem aðrir leikarar þora varla að hafa opinbera skoðun á Leikkonurnar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sjá svart og hvítt þegar kemur að nýföllum dómi í máli Atla Rafns Sigurðarsonar leikara gegn Borgarleikhúsinu og leikstjóranum Kristínu Eysteinsdóttur. 1. nóvember 2019 23:35
Freyja frábiður sér samanburð Steinunnar Ólínu á málum þeirra Atla Rafns Freyja Haraldsdóttir doktorsnemi og fyrrverandi varaþingmaður, sem vann mál sitt gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í vikunni, segir það erfitt þegar máli sínu sé stillt upp við hlið máls Atla Rafns Sigurðarsonar leikara, líkt og leikkonan Steinunn Ólína gerði í pistli sem hún birti í gær. 2. nóvember 2019 21:38