Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 21:00 Fagaðilar sem Kompás hefur rætt við í umfjöllun sinni um offitu íslenskra barna - skólahjúkrunarfræðingar, læknar og sálfræðingar, kalla eftir því að beint sé frekar sjónum að offitu barna, málið sé sett á dagskrá, rannsakað og greint enda snúist offita barna um framtíðarheilsu Íslendinga. Fagaðilar segja Embætti landlæknis eiga að fylgjast betur með þróuninni, eins og gert er með reykingar og annað sem er mikilvægt fyrir heilsuna, enda sinni embættið lýðheilsumálum.Sjá einnig: Þúsundir íslenskra barna með offituGetur ekki hætt að vera feitur á einum degi Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, deildarstjóri hjá Embætti landlæknis, segir offitu vera kortlagða og unnið með í fræðastarfsemi. Í lýðheilsustarfi embættisins sé einblínt á skaðaminnkandi forvarnir, heilsueflingu og byggt sé á viðurkenndum aðferðum sem snúast um hvað fólk geti gert til að breyta hegðun sinni. Engin ein skýring sé á offitu og því erfitt að nálgast málið með þá spurningu í huga. „Offita hefur verið töluvert rannsökuð og það er flókið að útskýra af hverju hún verður. Það er mikilvægt að átta okkur á því þegar við erum að fjalla um hana. Þetta er ekki sambærilegt við reykingar eða veip til að mynda. Það er enginn sem velur þetta og segir „ég ætla að prófa að vera of feitur.“ Þetta gerist á löngum tíma, þú getur ekki breytt hegðun þinni í dag og ekki verið feitur á morgun. Það getur þú með reykingar, þú ert reykingamaður í dag en ekki á morgun. Þetta er allt annars eðlis.“ Dóra segir forvarnir embættisins ganga út á þær valdi ekki skaða, fókus sé á lifnaðarhætti en ekki holdarfar. Það er gert með heilsueflandi skólum, vinnustöðum og samfélögum. Að börn fái andlegan stuðning og styrk svo þau leiti til að mynda ekki í mat í vanlíðan. Einnig að börn hafi aðgang að hollum mat og hreyfingu. En eins og kemur fram í þætti Kompáss hafa alls ekki öll börn aðgang að því, það getur farið eftir félagslegri stöðu, efnahag og búsetu. „Já, það er alveg ljóst. Við vitum að öll börn hafa ekki jöfn tækifæri og það er það sem við sem samfélag þurfum að tryggja með allra besta kosti,“ segir Dóra Guðrún.Við erum ekki að loka augunum fyrir þessu Hún segir þó umræðu um offitu alveg hafa rétt á sér og ítrekar að mikilvægt sé að fylgjast vel með. „Við erum ekki að loka augunum fyrir þessu. En það er spurning hvernig við förum með skilaboðin út til barnanna. Að gera ekki skaða. Við höfum fjölmörg dæmi um að fólk fái að vita að það sé feitt, það fer að hafa of miklar áhyggjur, fer í megrun, fær átröskun og svo framvegis. Þetta er áhættan með fókus á holdafarið. Það er uppbyggilegra að hafa fókus á hvernig sé hægt að breyta lifnaðarháttum.“ Dóra segir embættið hafa skilað aðgerðaáætlun fyrir nokkrum árum til að draga úr tíðni offitu. Embættið hafi gert það sem kom að þeim. „Að kortleggja fitufordóma á Íslandi og þeir eru ríkjandi. Þetta eru einu fordómarnir sem eru næstum því samþykktir í vestrænu samfélagi. Þú getur hitt vel menntað fólk og upplýst sem er með fitufordóma. Sú hugsun kemur að feitt fólk sé með einhver sérstök einstaklingseinkenni. Þau fá dóm á sig, fá síður vinnu, öðruvísi þjónustu og annað viðmót. Við viljum ekki ýta undir það en viljum stuðla að því að allir hafi kost á því að lifa heilbrigðu lífi og allir upplifi að þeir hafi tækifæri til þess.“Enginn tekur þessu léttvægt Dóra ítrekar að landlæknisembættið safni ekki upplýsingum. Allar upplýsingar komi frá heilsugæslunni. „Við erum ekki að fela neitt eða ýta einhverju undir teppið. Við byggjum á bestu þekkingunni á hverjum tíma og vinnum að lýðheilsustarfi samkvæmt því.“ Dóra Guðrún segir embættið taka offitu barna nógu alvarlega. „Það tekur þessu enginn léttvægt. Það er mikilvægt að skoða hvað það er sem veldur og hvernig við getum snúið þróuninni við. Og því höfum við náð. Til dæmis á höfuðborgarsvæðinu þar sem við höfum lengst fylgst með þyngd barna. Þar hefur orðið jákvæð þróun, ekki orðið hækkun í mörg ár. Við teljum að heilsueflingaraðferðir okkar séu að skila árnagri þar.“ Það var fyrst árið 2014 sem það var byrjað á samræmdum mælingum á landsvísu. „Það er nýtt og við erum að sjá mikinn mun. Í lýðheilsuvísum okkar erum við að skoða hvað sé ólíkt milli landshluta og við höfum séð heilmikinn mun. Þá köllum við að borðinu fulltrúa frá sveitarfélagi, skólum og heilbrigðisstofnunum til að leiðbeina með heilsueflandi samfélagi. Það er klárlega eitthvað sem við munum skoða frekar.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Tengdar fréttir Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Börn með offitu þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónustu Ríflega sjötíu börn með offitu eru á biðlista til að komast að í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins og þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónstu. 4. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Sjá meira
Fagaðilar sem Kompás hefur rætt við í umfjöllun sinni um offitu íslenskra barna - skólahjúkrunarfræðingar, læknar og sálfræðingar, kalla eftir því að beint sé frekar sjónum að offitu barna, málið sé sett á dagskrá, rannsakað og greint enda snúist offita barna um framtíðarheilsu Íslendinga. Fagaðilar segja Embætti landlæknis eiga að fylgjast betur með þróuninni, eins og gert er með reykingar og annað sem er mikilvægt fyrir heilsuna, enda sinni embættið lýðheilsumálum.Sjá einnig: Þúsundir íslenskra barna með offituGetur ekki hætt að vera feitur á einum degi Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, deildarstjóri hjá Embætti landlæknis, segir offitu vera kortlagða og unnið með í fræðastarfsemi. Í lýðheilsustarfi embættisins sé einblínt á skaðaminnkandi forvarnir, heilsueflingu og byggt sé á viðurkenndum aðferðum sem snúast um hvað fólk geti gert til að breyta hegðun sinni. Engin ein skýring sé á offitu og því erfitt að nálgast málið með þá spurningu í huga. „Offita hefur verið töluvert rannsökuð og það er flókið að útskýra af hverju hún verður. Það er mikilvægt að átta okkur á því þegar við erum að fjalla um hana. Þetta er ekki sambærilegt við reykingar eða veip til að mynda. Það er enginn sem velur þetta og segir „ég ætla að prófa að vera of feitur.“ Þetta gerist á löngum tíma, þú getur ekki breytt hegðun þinni í dag og ekki verið feitur á morgun. Það getur þú með reykingar, þú ert reykingamaður í dag en ekki á morgun. Þetta er allt annars eðlis.“ Dóra segir forvarnir embættisins ganga út á þær valdi ekki skaða, fókus sé á lifnaðarhætti en ekki holdarfar. Það er gert með heilsueflandi skólum, vinnustöðum og samfélögum. Að börn fái andlegan stuðning og styrk svo þau leiti til að mynda ekki í mat í vanlíðan. Einnig að börn hafi aðgang að hollum mat og hreyfingu. En eins og kemur fram í þætti Kompáss hafa alls ekki öll börn aðgang að því, það getur farið eftir félagslegri stöðu, efnahag og búsetu. „Já, það er alveg ljóst. Við vitum að öll börn hafa ekki jöfn tækifæri og það er það sem við sem samfélag þurfum að tryggja með allra besta kosti,“ segir Dóra Guðrún.Við erum ekki að loka augunum fyrir þessu Hún segir þó umræðu um offitu alveg hafa rétt á sér og ítrekar að mikilvægt sé að fylgjast vel með. „Við erum ekki að loka augunum fyrir þessu. En það er spurning hvernig við förum með skilaboðin út til barnanna. Að gera ekki skaða. Við höfum fjölmörg dæmi um að fólk fái að vita að það sé feitt, það fer að hafa of miklar áhyggjur, fer í megrun, fær átröskun og svo framvegis. Þetta er áhættan með fókus á holdafarið. Það er uppbyggilegra að hafa fókus á hvernig sé hægt að breyta lifnaðarháttum.“ Dóra segir embættið hafa skilað aðgerðaáætlun fyrir nokkrum árum til að draga úr tíðni offitu. Embættið hafi gert það sem kom að þeim. „Að kortleggja fitufordóma á Íslandi og þeir eru ríkjandi. Þetta eru einu fordómarnir sem eru næstum því samþykktir í vestrænu samfélagi. Þú getur hitt vel menntað fólk og upplýst sem er með fitufordóma. Sú hugsun kemur að feitt fólk sé með einhver sérstök einstaklingseinkenni. Þau fá dóm á sig, fá síður vinnu, öðruvísi þjónustu og annað viðmót. Við viljum ekki ýta undir það en viljum stuðla að því að allir hafi kost á því að lifa heilbrigðu lífi og allir upplifi að þeir hafi tækifæri til þess.“Enginn tekur þessu léttvægt Dóra ítrekar að landlæknisembættið safni ekki upplýsingum. Allar upplýsingar komi frá heilsugæslunni. „Við erum ekki að fela neitt eða ýta einhverju undir teppið. Við byggjum á bestu þekkingunni á hverjum tíma og vinnum að lýðheilsustarfi samkvæmt því.“ Dóra Guðrún segir embættið taka offitu barna nógu alvarlega. „Það tekur þessu enginn léttvægt. Það er mikilvægt að skoða hvað það er sem veldur og hvernig við getum snúið þróuninni við. Og því höfum við náð. Til dæmis á höfuðborgarsvæðinu þar sem við höfum lengst fylgst með þyngd barna. Þar hefur orðið jákvæð þróun, ekki orðið hækkun í mörg ár. Við teljum að heilsueflingaraðferðir okkar séu að skila árnagri þar.“ Það var fyrst árið 2014 sem það var byrjað á samræmdum mælingum á landsvísu. „Það er nýtt og við erum að sjá mikinn mun. Í lýðheilsuvísum okkar erum við að skoða hvað sé ólíkt milli landshluta og við höfum séð heilmikinn mun. Þá köllum við að borðinu fulltrúa frá sveitarfélagi, skólum og heilbrigðisstofnunum til að leiðbeina með heilsueflandi samfélagi. Það er klárlega eitthvað sem við munum skoða frekar.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Tengdar fréttir Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Börn með offitu þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónustu Ríflega sjötíu börn með offitu eru á biðlista til að komast að í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins og þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónstu. 4. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Sjá meira
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07
Börn með offitu þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónustu Ríflega sjötíu börn með offitu eru á biðlista til að komast að í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins og þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónstu. 4. nóvember 2019 19:00