„Framsetning Guðlaugs var augljóslega smækkandi fyrir mig“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 20:16 Alexandra Ýr van Erven, stjórnmálafræðinemi. Alexandra Ýr van Erven stjórnmálfræðinemi, sem sakaði Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um óviðeigandi ummæli í vísindaferð í ráðuneytinu, segir að ummælin hafi augljóslega verið lítillækkandi fyrir sig. Bæði ráðherra og nemendur sem viðstaddir voru umrædda vísindaferð segja orðaval hans ekki hafa verið nákvæmlega með þeim hætti sem Alexandra lýsti. Vísindaferðin var haldin í utanríkisráðuneytinu þann 11. október síðastliðinn. Politica, félag stjórnmálafræðinema, sótti ferðina þar sem Alexandra og Guðlaugur áttu í orðaskiptum. Alexandra sagði frá téðum orðaskiptum í nokkrum færslum á Twitter í dag og sagði Guðlaug hafa látið eftirfarandi orð falla: „Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?“ Líkt og áður segir hafnar Guðlaugur því að orðalag hans hafi verið með þeim þætti sem lýst er að ofan. Hann hafi samt sem áður gripið til samlíkingar sem „eftir á að hyggja var ekki viðeigandi“. „Hún var á þá leið að stjórnmálafræði og reynsla af störfum á vettvangi stjórnmálanna væru á einhvern hátt sambærileg reynslu og bóknámi í kynfræðslu. Þessu var ekki beint að neinum í hópnum og hvorki sett fram til að ögra né særa heldur sagt í hálfkæringi - og alls ekki með slíku orðavali sem lýst hefur verið á samfélagsmiðlum. Bið ég hlutaðeigandi velvirðingar,“ sagði í yfirlýsingu Guðlaugs, sem fjallað er ítarlega um hér.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.Mynd/Stöð 2Í yfirlýsingu sem Alexandra Ýr sendi Vísi segir að kjarni málsins sé ekki fólginn í því „hvaða orð ráðherra notaði um það að stunda kynlíf.“ Merkingin sé sú sama og umræða um annað sé einungis til að afvegaleiða. „Framsetning Guðlaugs var augljóslega smækkandi fyrir mig og gerð til að slá sjálfum sér á brjóst. Ráðherra sýnir gríðarlegt dómgreindarleysi,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Aðrir nemendur sem urðu vitni að umræddu samtali fullyrtu í samtali við Vísi í dag að túlkun Alexöndru á orðaskiptunum hafi verið ónákvæm. Sex þeirra hafa staðfest við fréttastofu að utanríkisráðherra hafi raunar ekki notað orðið „ríða“ í svari sínu. Nemendurnir sammæltust þó allir um það að atvikið hafi verið mjög óþægilegt og samlíkingin hafi verið afar óviðeigandi. Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Hafnar ásökunum um vafasamt orðbragð í garð stúdenta Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við ráðherrann. 3. nóvember 2019 16:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Alexandra Ýr van Erven stjórnmálfræðinemi, sem sakaði Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um óviðeigandi ummæli í vísindaferð í ráðuneytinu, segir að ummælin hafi augljóslega verið lítillækkandi fyrir sig. Bæði ráðherra og nemendur sem viðstaddir voru umrædda vísindaferð segja orðaval hans ekki hafa verið nákvæmlega með þeim hætti sem Alexandra lýsti. Vísindaferðin var haldin í utanríkisráðuneytinu þann 11. október síðastliðinn. Politica, félag stjórnmálafræðinema, sótti ferðina þar sem Alexandra og Guðlaugur áttu í orðaskiptum. Alexandra sagði frá téðum orðaskiptum í nokkrum færslum á Twitter í dag og sagði Guðlaug hafa látið eftirfarandi orð falla: „Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?“ Líkt og áður segir hafnar Guðlaugur því að orðalag hans hafi verið með þeim þætti sem lýst er að ofan. Hann hafi samt sem áður gripið til samlíkingar sem „eftir á að hyggja var ekki viðeigandi“. „Hún var á þá leið að stjórnmálafræði og reynsla af störfum á vettvangi stjórnmálanna væru á einhvern hátt sambærileg reynslu og bóknámi í kynfræðslu. Þessu var ekki beint að neinum í hópnum og hvorki sett fram til að ögra né særa heldur sagt í hálfkæringi - og alls ekki með slíku orðavali sem lýst hefur verið á samfélagsmiðlum. Bið ég hlutaðeigandi velvirðingar,“ sagði í yfirlýsingu Guðlaugs, sem fjallað er ítarlega um hér.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.Mynd/Stöð 2Í yfirlýsingu sem Alexandra Ýr sendi Vísi segir að kjarni málsins sé ekki fólginn í því „hvaða orð ráðherra notaði um það að stunda kynlíf.“ Merkingin sé sú sama og umræða um annað sé einungis til að afvegaleiða. „Framsetning Guðlaugs var augljóslega smækkandi fyrir mig og gerð til að slá sjálfum sér á brjóst. Ráðherra sýnir gríðarlegt dómgreindarleysi,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Aðrir nemendur sem urðu vitni að umræddu samtali fullyrtu í samtali við Vísi í dag að túlkun Alexöndru á orðaskiptunum hafi verið ónákvæm. Sex þeirra hafa staðfest við fréttastofu að utanríkisráðherra hafi raunar ekki notað orðið „ríða“ í svari sínu. Nemendurnir sammæltust þó allir um það að atvikið hafi verið mjög óþægilegt og samlíkingin hafi verið afar óviðeigandi.
Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Hafnar ásökunum um vafasamt orðbragð í garð stúdenta Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við ráðherrann. 3. nóvember 2019 16:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Hafnar ásökunum um vafasamt orðbragð í garð stúdenta Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við ráðherrann. 3. nóvember 2019 16:45