Sprengiefnið fannst á iðnaðarsvæði verktaka í Njarðvík í morgun en sprengjusérfræðingar gerðu það óvirt með því að úða efnablöndu yfir það. Nokkurn tíma tók þó að búa efnið undir flutning á varnarsvæðið í Keflavíkurflugvelli þar sem til stóð að farga því.
Rýma þurfti nokkur hús í næsta nágrenni svæðisins þar sem sprengiefnið fannst.