Innleiðing 5G getur stórlega fækkað slysum í umferðinni Heimir Már Pétursson skrifar 1. nóvember 2019 12:00 Með 5G tækninni megi líka stýra umferðinni betur en nú, til að mynda framhjá slysum og umferðarhnútum. Vísir/Vilhelm Innleiðing 5G fjarskiptakerfisins gæti stóraukið öryggi bæði akandi og gangandi vegfarenda innan ekki langs tíma. Með hraðari boðskiptum geta bifreiðar hagað sér eftir aðstæðum framundan og þannig afstýrt slysum og létt á umferð. Klukkan níu í morgun hófst rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar í Hörpu og stendur hún til klukkan fimm. Þar eru kynnt margs konar rannsóknar- og þróunarstarf sem rannsóknasjóður Vegagerðarinnar hefur styrkt. Meðal annars munu Gunnar Páll Stefánsson, rafmagnsverkfræðingur, og Hrönn Karolína Scheving Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur frá Mannvit verkfræðistofu, kynna rannsókn sem þau vinna að um áhrif 5G á samgönguinnviði í framtíðinni. En með 5G fjarskiptatækninni eykst magn, hraði og nákvæmni upplýsinga mikið frá því sem nú er í 4G. „Ef við berum saman viðbragðstíma manneskju á stöðvunarvegalengd þá erum við að tala um 250 millisekúndur. Með 4G erum við komin niður í 200 millisekúndur og svo er talið að með 5G séum við komin niður í eina millisekúndu,“ segir Hrönn Karolína. Stöðvunarvegalengdin styttist því töluvert með 5G. Þannig megi draga töluvert úr umferðarslysum en talið sé að rekja megi um 22 prósent slysa á höfuðborgarsvæðinu til vegalengdar milli ökutækja. Rannsóknir gefi til kynna að fækka megi umferðarslysum um 60 til 80 prósent. Með þessari tækni geti bílar sent skilaboð sín á milli. „Og jafnvel líka vegfarendur með síma og tengdir 5G. Þá geta þeir sent skilaboð í bílana, hvort þeir eru að fara að þvera götu og þá geta bílar farið að hægja á sér. Þá er svartíminn orðinn svo stuttur að skilaboðin berast hratt og þá vita þeir að vegfarandi er að fara yfir götuna,“ segir Hrönn Karolína. Með 5G tækninni megi líka stýra umferðinni betur en nú, til að mynda framhjá slysum og umferðarhnútum. Evrópusambandið styrki rannsóknir á þessum málum um fjóra milljarða evra. Fjarskiptafyrirtækin stefni á innleiðingu á næstu árum en talið sé að 5G verði komið á gott ról á árunum 2030 til 2035. Fjarskipti Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Innleiðing 5G fjarskiptakerfisins gæti stóraukið öryggi bæði akandi og gangandi vegfarenda innan ekki langs tíma. Með hraðari boðskiptum geta bifreiðar hagað sér eftir aðstæðum framundan og þannig afstýrt slysum og létt á umferð. Klukkan níu í morgun hófst rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar í Hörpu og stendur hún til klukkan fimm. Þar eru kynnt margs konar rannsóknar- og þróunarstarf sem rannsóknasjóður Vegagerðarinnar hefur styrkt. Meðal annars munu Gunnar Páll Stefánsson, rafmagnsverkfræðingur, og Hrönn Karolína Scheving Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur frá Mannvit verkfræðistofu, kynna rannsókn sem þau vinna að um áhrif 5G á samgönguinnviði í framtíðinni. En með 5G fjarskiptatækninni eykst magn, hraði og nákvæmni upplýsinga mikið frá því sem nú er í 4G. „Ef við berum saman viðbragðstíma manneskju á stöðvunarvegalengd þá erum við að tala um 250 millisekúndur. Með 4G erum við komin niður í 200 millisekúndur og svo er talið að með 5G séum við komin niður í eina millisekúndu,“ segir Hrönn Karolína. Stöðvunarvegalengdin styttist því töluvert með 5G. Þannig megi draga töluvert úr umferðarslysum en talið sé að rekja megi um 22 prósent slysa á höfuðborgarsvæðinu til vegalengdar milli ökutækja. Rannsóknir gefi til kynna að fækka megi umferðarslysum um 60 til 80 prósent. Með þessari tækni geti bílar sent skilaboð sín á milli. „Og jafnvel líka vegfarendur með síma og tengdir 5G. Þá geta þeir sent skilaboð í bílana, hvort þeir eru að fara að þvera götu og þá geta bílar farið að hægja á sér. Þá er svartíminn orðinn svo stuttur að skilaboðin berast hratt og þá vita þeir að vegfarandi er að fara yfir götuna,“ segir Hrönn Karolína. Með 5G tækninni megi líka stýra umferðinni betur en nú, til að mynda framhjá slysum og umferðarhnútum. Evrópusambandið styrki rannsóknir á þessum málum um fjóra milljarða evra. Fjarskiptafyrirtækin stefni á innleiðingu á næstu árum en talið sé að 5G verði komið á gott ról á árunum 2030 til 2035.
Fjarskipti Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira