79 frídagar Hildur Björnsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 11:30 Frídagar grunnskólabarna í Reykjavík eru samanlagt 73 árlega, að undanskildum lögbundnum frídögum. Systkini á tveimur skólastigum eiga samanlagt 79 frídaga en foreldrar á almennum vinnumarkaði eiga fæstir meira en 24 frídaga árlega. Þær áskoranir sem mæta fjölskyldufólki við skipulag hversdagsins blasa við. Atvinnurekendur lenda ekki síður í vanda vegna þeirra ráðstafana sem gera þarf vegna fjarveru foreldra frá vinnu.10 dagar með betra skipulagi Atvinnulíf vinnur víða að auknum sveigjanleika og styttri vinnuviku til að mæta fjölskyldum. Með sama hætti hefur fjöldi leikskóla ráðist í styttingu vinnuviku með góðum árangri – án fjölgunar starfsfólks og án skerðingar á dvalartíma barna. Mikilli hagræðingu má gjarnan ná með betra skipulagi. Með sama hætti mætti mæta fjölskyldum og atvinnulífi með aukinni samræmingu, meiri sveigjanleika og betra skipulagi á almanaksári leik- og grunnskóla í Reykjavík. Undirrituð hefur lagt fram þrjár einfaldar aðgerðir til betra skipulags í þágu einfaldara fjölskyldulífs. Í fyrsta lagi að skipulags- og starfsdagar séu betur samræmdir milli skólastiga, innan sömu borgarhverfa, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 4-5 daga. Í öðru lagi að öllum börnum á yngstu skólastigum bjóðist frístund samkvæmt gjaldskrá, þá daga sem foreldraviðtöl fara fram, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 3 daga. Í þriðja lagi að skólasetning fari ætíð fram á mánudegi, á fyrsta kennsludegi skólaárs og að skólaslit fari fram á föstudegi, á síðasta kennsludegi skólaárs, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 2 daga. Allar þrjár aðgerðir byggja fyrst og fremst á betra skipulagi - þær fjölga ekki kennsludögum og íþyngja ekki kennurum – en þær tryggja fjölskyldum og atvinnulífi aukinn sveigjanleika. Fjarveruþörf foreldra með börn á tveimur skólastigum gæti minnkað um 10 daga árlega.Fjölskylduvandi á herðum kvenna Nýlegar mælingar sýna um 10% kynbundinn launamun á Íslandi. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif barneigna á launaþróun karla, en neikvæð áhrif á launaþróun kvenna. Vinnandi konum er gjarnan falin minni ábyrgð í kjölfar barneigna en karlar hljóta aukinn framgang. Mæður taka enn á sig mesta ábyrgð barnauppeldis - því betur má fórna kvennalaunum en karlalaunum. Konur sitja eftir í vítahring. Þeim körlum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs fer fækkandi. Hundruð barna hafa setið föst á biðlistum eftir leikskólavist í Reykjavík. Hundruð foreldra komust ekki aftur á vinnumarkað í kjölfar barneigna. Frídagar skólakerfis eru í hrópandi ósamræmi við frídaga atvinnulífs. Fjölskylduvandinn lendir gjarnan á herðum kvenna og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Sveigjanlegt skólakerfi og traust þjónusta sveitarfélaga er mikilvægt jafnréttismál.Einfaldar lausnir skila miklum ávinningi Fjölskyldan, menntakerfi og atvinnulíf eru meðal þeirra grunnstoða sem samfélag okkar byggir á. Gjarnan virðast grunnstoðirnar þó í mikilli togstreitu þrátt fyrir sameiginlega hagsmuni. Flestir vilja foreldrar fjölga samverustundum með börnum sínum en ósamræmdir frídagar skapa streitu og draga úr gæðum samveru. Betra skipulag og aukin samræming mun tryggja fjölskyldum og atvinnulífi aukið svigrúm. Þetta þarf ekki að vera flókið - með einföldum lausnum má ná miklum ávinningi.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Börn og uppeldi Hildur Björnsdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Frídagar grunnskólabarna í Reykjavík eru samanlagt 73 árlega, að undanskildum lögbundnum frídögum. Systkini á tveimur skólastigum eiga samanlagt 79 frídaga en foreldrar á almennum vinnumarkaði eiga fæstir meira en 24 frídaga árlega. Þær áskoranir sem mæta fjölskyldufólki við skipulag hversdagsins blasa við. Atvinnurekendur lenda ekki síður í vanda vegna þeirra ráðstafana sem gera þarf vegna fjarveru foreldra frá vinnu.10 dagar með betra skipulagi Atvinnulíf vinnur víða að auknum sveigjanleika og styttri vinnuviku til að mæta fjölskyldum. Með sama hætti hefur fjöldi leikskóla ráðist í styttingu vinnuviku með góðum árangri – án fjölgunar starfsfólks og án skerðingar á dvalartíma barna. Mikilli hagræðingu má gjarnan ná með betra skipulagi. Með sama hætti mætti mæta fjölskyldum og atvinnulífi með aukinni samræmingu, meiri sveigjanleika og betra skipulagi á almanaksári leik- og grunnskóla í Reykjavík. Undirrituð hefur lagt fram þrjár einfaldar aðgerðir til betra skipulags í þágu einfaldara fjölskyldulífs. Í fyrsta lagi að skipulags- og starfsdagar séu betur samræmdir milli skólastiga, innan sömu borgarhverfa, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 4-5 daga. Í öðru lagi að öllum börnum á yngstu skólastigum bjóðist frístund samkvæmt gjaldskrá, þá daga sem foreldraviðtöl fara fram, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 3 daga. Í þriðja lagi að skólasetning fari ætíð fram á mánudegi, á fyrsta kennsludegi skólaárs og að skólaslit fari fram á föstudegi, á síðasta kennsludegi skólaárs, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 2 daga. Allar þrjár aðgerðir byggja fyrst og fremst á betra skipulagi - þær fjölga ekki kennsludögum og íþyngja ekki kennurum – en þær tryggja fjölskyldum og atvinnulífi aukinn sveigjanleika. Fjarveruþörf foreldra með börn á tveimur skólastigum gæti minnkað um 10 daga árlega.Fjölskylduvandi á herðum kvenna Nýlegar mælingar sýna um 10% kynbundinn launamun á Íslandi. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif barneigna á launaþróun karla, en neikvæð áhrif á launaþróun kvenna. Vinnandi konum er gjarnan falin minni ábyrgð í kjölfar barneigna en karlar hljóta aukinn framgang. Mæður taka enn á sig mesta ábyrgð barnauppeldis - því betur má fórna kvennalaunum en karlalaunum. Konur sitja eftir í vítahring. Þeim körlum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs fer fækkandi. Hundruð barna hafa setið föst á biðlistum eftir leikskólavist í Reykjavík. Hundruð foreldra komust ekki aftur á vinnumarkað í kjölfar barneigna. Frídagar skólakerfis eru í hrópandi ósamræmi við frídaga atvinnulífs. Fjölskylduvandinn lendir gjarnan á herðum kvenna og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Sveigjanlegt skólakerfi og traust þjónusta sveitarfélaga er mikilvægt jafnréttismál.Einfaldar lausnir skila miklum ávinningi Fjölskyldan, menntakerfi og atvinnulíf eru meðal þeirra grunnstoða sem samfélag okkar byggir á. Gjarnan virðast grunnstoðirnar þó í mikilli togstreitu þrátt fyrir sameiginlega hagsmuni. Flestir vilja foreldrar fjölga samverustundum með börnum sínum en ósamræmdir frídagar skapa streitu og draga úr gæðum samveru. Betra skipulag og aukin samræming mun tryggja fjölskyldum og atvinnulífi aukið svigrúm. Þetta þarf ekki að vera flókið - með einföldum lausnum má ná miklum ávinningi.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun