Sturla G. Eðvarðsson framkvæmdastjóri Smáralindar hefur óskað eftir að láta af störfum. Gert hefur verið samkomulag um starfslok hans. Þá hættir hann einnig í framkvæmdastjórn Regins fasteignafélags, sem á og rekur Smáralind. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Regin.
Sturla hefur starfað sem framkvæmdastjóri Smáralindar frá 2010. Hann lætur af störfum frá og með deginum í dag, 1. nóvember 2019.
Í tilkynningu þakkar Reginn Sturlu fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og óskar honum velfarnaðar. Ekkert kemur fram í tilkynningu um það hver verði eftirmaður Sturlu.
Ekki náðist í Helga S. Gunnarsson, forstjóra Regins, við vinnslu fréttarinnar.
Framkvæmdastjóri Smáralindar hættir
