Borubrattur Kim Jong-un Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2019 11:00 EPA/KCNA Norður-Kóreumenn þykja tiltölulega borubrattir þessa dagana. Þeim hefur tekist að komast hjá viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, hafa fengið líflínu frá Kína og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum heima fyrir. Það eru meðal ástæðna þess að Kim hefur tekið sífellt sterkari stöðu í viðræðum við önnur ríki, og þá aðallega Bandaríkin, vegna kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. Síðustu daga og vikur hafa Norður-Kóreumenn ítrekað lýst yfir vanþóknun yfir hægagangi viðræðna og hafa þeir gefið Bandaríkjunum fresti til ársloka til að breyta stöðu sinni. Þá hefur einræðisríkið gert minnst tólf tilraunir með eldflaugar á árinu og hafa margar þeirra reynst vera nýjar eldflaugar. Forsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Seinni fundur Trump og Kim skilaði engum árangri fyrr á árinu og viðræður í kjölfar þeirra hafa ekki heldur gert það. Fundað var í Svíþjóð í síðasta mánuði og nú virðist sem engar viðræður eigi sér stað á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu.Telur stöðu sína góða Sendiherra Suður-Kóreu í Bandaríkjunum sagði blaðamönnum Yonhap fréttaveitunnar það í gær. Hann sagðist þó viss um að viðræðurnar myndu hefjast að nýju, án þess þó að vilja giska á hvenær.Hvorug hliðin neitar að breyta samingastöðu sinni. Svo virðist sem að Kim sé sáttur við núverandi ástand og að samningsstaða hans sé góð. Fyrir því eru þó nokkrar ástæður. Þrátt fyrir viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir er útlit fyrir að ríkisstjórn Kim hafi komið höndum yfir umtalsverða fjármuni að undanförnu. Viðskipti á milli Norður-Kóreu og Kína hafi aukist og stjórnmálasamband ríkjanna hefur batnað til muna. Mikill fjöldi kínverskra ferðamanna til Norður-Kóreu hefur aukið flæði fjármagns í efnahag Norður-Kóreu. Þar að auki segja Sameinuðu þjóðirnar að Norður-Kóreumenn hafi komist hjá fjölda viðskiptaþvingana og hafi ofan á það stolið allt að tveimur milljörðum dala með tölvuárásum. Prófessor í málefnum Kóreuskagans sagði Reuters fréttaveitunni að Kim teldi sig mögulega geta lifað með viðskiptaþvingunum. Þess vegna væru ríkisstjórn hans svo borubrött. Blaðamenn Reuters ræddu við ýmsa sérfræðinga varðandi Norður-Kóreu og ástand viðræðna.Ólíklegt að Kim láti vopnin af hendi Embættismaður frá Suður-Kóreu, sem talaði við Reuters undir nafnleynd, sagði útlit fyrir að Kim teldi sig geta hjálpað eða hindrað endurkjör Trump í embætti forseta, þó það væri augljóst að hann gæti það ekki. „…en það er enginn í Pyongyang sem getur staðið gegn hinum óskeikula leiðtoga og sagt að hann hafi rangt fyrir sér. Þú vilt ekki verða dauður,“ sagði embættismaðurinn. Hann bætti við að Kim treysti á Trump og þyrfti að vera viss um að hann nái endurkjöri áður en skuldbindi sig að einhverju leyti. Aðrir sérfræðingar sögðu litlar líkur á því að Kim myndu nokkurn tímann láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Þar að auki væru líkurnar á einhvers konar samkomulagi milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu sífellt að minnka. Norður-Kórea Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Norður-Kóreumenn þykja tiltölulega borubrattir þessa dagana. Þeim hefur tekist að komast hjá viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, hafa fengið líflínu frá Kína og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum heima fyrir. Það eru meðal ástæðna þess að Kim hefur tekið sífellt sterkari stöðu í viðræðum við önnur ríki, og þá aðallega Bandaríkin, vegna kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. Síðustu daga og vikur hafa Norður-Kóreumenn ítrekað lýst yfir vanþóknun yfir hægagangi viðræðna og hafa þeir gefið Bandaríkjunum fresti til ársloka til að breyta stöðu sinni. Þá hefur einræðisríkið gert minnst tólf tilraunir með eldflaugar á árinu og hafa margar þeirra reynst vera nýjar eldflaugar. Forsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Seinni fundur Trump og Kim skilaði engum árangri fyrr á árinu og viðræður í kjölfar þeirra hafa ekki heldur gert það. Fundað var í Svíþjóð í síðasta mánuði og nú virðist sem engar viðræður eigi sér stað á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu.Telur stöðu sína góða Sendiherra Suður-Kóreu í Bandaríkjunum sagði blaðamönnum Yonhap fréttaveitunnar það í gær. Hann sagðist þó viss um að viðræðurnar myndu hefjast að nýju, án þess þó að vilja giska á hvenær.Hvorug hliðin neitar að breyta samingastöðu sinni. Svo virðist sem að Kim sé sáttur við núverandi ástand og að samningsstaða hans sé góð. Fyrir því eru þó nokkrar ástæður. Þrátt fyrir viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir er útlit fyrir að ríkisstjórn Kim hafi komið höndum yfir umtalsverða fjármuni að undanförnu. Viðskipti á milli Norður-Kóreu og Kína hafi aukist og stjórnmálasamband ríkjanna hefur batnað til muna. Mikill fjöldi kínverskra ferðamanna til Norður-Kóreu hefur aukið flæði fjármagns í efnahag Norður-Kóreu. Þar að auki segja Sameinuðu þjóðirnar að Norður-Kóreumenn hafi komist hjá fjölda viðskiptaþvingana og hafi ofan á það stolið allt að tveimur milljörðum dala með tölvuárásum. Prófessor í málefnum Kóreuskagans sagði Reuters fréttaveitunni að Kim teldi sig mögulega geta lifað með viðskiptaþvingunum. Þess vegna væru ríkisstjórn hans svo borubrött. Blaðamenn Reuters ræddu við ýmsa sérfræðinga varðandi Norður-Kóreu og ástand viðræðna.Ólíklegt að Kim láti vopnin af hendi Embættismaður frá Suður-Kóreu, sem talaði við Reuters undir nafnleynd, sagði útlit fyrir að Kim teldi sig geta hjálpað eða hindrað endurkjör Trump í embætti forseta, þó það væri augljóst að hann gæti það ekki. „…en það er enginn í Pyongyang sem getur staðið gegn hinum óskeikula leiðtoga og sagt að hann hafi rangt fyrir sér. Þú vilt ekki verða dauður,“ sagði embættismaðurinn. Hann bætti við að Kim treysti á Trump og þyrfti að vera viss um að hann nái endurkjöri áður en skuldbindi sig að einhverju leyti. Aðrir sérfræðingar sögðu litlar líkur á því að Kim myndu nokkurn tímann láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Þar að auki væru líkurnar á einhvers konar samkomulagi milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu sífellt að minnka.
Norður-Kórea Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira