Skattaleg áhrif af samningi við starfsmann Seðlabankans óviss Ari Brynjólfsson skrifar 1. nóvember 2019 07:15 Í samningnum sem afhentur var í síðustu viku segir að Ingibjörg hafi haldið 60 prósentum af launagreiðslum í tólf mánuði og fengið tvær fjögurra milljón króna greiðslur frá bankanum í tengslum við nám í Bandaríkjunum. Vísir/Hanna Líklegt er að Seðlabanki Íslands hafi dregið frá staðgreiðslu skatts á átta milljóna króna greiðslum til Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Fréttablaðið fékk samninginn afhentan í síðustu viku og sendi í kjölfarið fyrirspurn um skattaleg áhrif samningsins. Hvort bankinn hafi haldið eftir staðgreiðslu á skatti eða ekki. Ekkert svar hefur borist frá bankanum. Seðlabankinn neitaði að afhenda blaðamanni samninginn þegar eftir því var óskað fyrir rúmu ári. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að bankanum bæri að afhenda hann. Í kjölfarið stefndi bankinn blaðamanninum til að fella úrskurð þess efnis úr gildi en hafði ekki erindi sem erfiði fyrir héraðsdómi. Í samningnum sem afhentur var í síðustu viku segir að Ingibjörg hafi haldið 60 prósentum af launagreiðslum í tólf mánuði og fengið tvær fjögurra milljón króna greiðslur frá bankanum í tengslum við nám í Bandaríkjunum. Ásmundur G. Vilhjálmsson, sérfræðingur í skattarétti, segir að almennt sé ekki venja að gera grein fyrir skattalegum áhrifum viðskipta í samningi af þessari gerð, ekki frekar en í uppgjöri vegna slyss eða tjóns. „Annars er þetta tiltölulega einfaldur samningur. Í honum er þannig aðeins fjallað um laun og styrk. Gera verður ráð fyrir að styrkþegi hafi haldið skattalegri heimilisfesti sinni hér á landi meðan á námsdvölinni stóð þannig að greiðslurnar hafa sætt íslenskum skatti,“ segir Ásmundur. „Af laununum hefur því sennilega verið greiddur venjulegur tekjuskattur að teknu tilliti til iðgjalda í lífeyrissjóð. Frá styrknum er hins vegar unnt að draga skólagjald og annan námskostnað,“ segir Ásmundur G. Vilhjálmsson enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Skattar og tollar Stjórnsýsla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Líklegt er að Seðlabanki Íslands hafi dregið frá staðgreiðslu skatts á átta milljóna króna greiðslum til Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Fréttablaðið fékk samninginn afhentan í síðustu viku og sendi í kjölfarið fyrirspurn um skattaleg áhrif samningsins. Hvort bankinn hafi haldið eftir staðgreiðslu á skatti eða ekki. Ekkert svar hefur borist frá bankanum. Seðlabankinn neitaði að afhenda blaðamanni samninginn þegar eftir því var óskað fyrir rúmu ári. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að bankanum bæri að afhenda hann. Í kjölfarið stefndi bankinn blaðamanninum til að fella úrskurð þess efnis úr gildi en hafði ekki erindi sem erfiði fyrir héraðsdómi. Í samningnum sem afhentur var í síðustu viku segir að Ingibjörg hafi haldið 60 prósentum af launagreiðslum í tólf mánuði og fengið tvær fjögurra milljón króna greiðslur frá bankanum í tengslum við nám í Bandaríkjunum. Ásmundur G. Vilhjálmsson, sérfræðingur í skattarétti, segir að almennt sé ekki venja að gera grein fyrir skattalegum áhrifum viðskipta í samningi af þessari gerð, ekki frekar en í uppgjöri vegna slyss eða tjóns. „Annars er þetta tiltölulega einfaldur samningur. Í honum er þannig aðeins fjallað um laun og styrk. Gera verður ráð fyrir að styrkþegi hafi haldið skattalegri heimilisfesti sinni hér á landi meðan á námsdvölinni stóð þannig að greiðslurnar hafa sætt íslenskum skatti,“ segir Ásmundur. „Af laununum hefur því sennilega verið greiddur venjulegur tekjuskattur að teknu tilliti til iðgjalda í lífeyrissjóð. Frá styrknum er hins vegar unnt að draga skólagjald og annan námskostnað,“ segir Ásmundur G. Vilhjálmsson enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Skattar og tollar Stjórnsýsla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira