Hafa lokað tímabundið fyrir innskráningar með Íslykli Björn Þorfinnsson skrifar 1. nóvember 2019 06:45 Pei-reikningur í nafni Jónu Guðrúnar Ólafsdóttur var notaður til kaupa á símum og tölvum. Nordicphotos/Getty Greiðslumiðlun, sem á og rekur greiðslulausnina Pei, hefur ákveðið að loka tímabundið fyrir notkun Íslykils sem auðkenningaraðferðar inn í forritið. Ákvörðunin er tekin í ljósi fréttar sem birtist í Fréttablaði gærdagsins um fjársvikamál þar sem langt leiddur fíkill komst yfir Íslykils-lykilorð móður sinnar. Með því tókst viðkomandi að stofna reikning á smáforritinu Pei og kaupa vörur í Elko, síma og spjaldtölvur, fyrir rúma eina milljón króna. Móðirin, Jóna Guðrún Ólafsdóttir, fékk síðan fjóra greiðsluseðla frá Greiðslumiðlun senda í netbankann sinn og hrökk þá upp við vondan draum. „Það er gott að fyrirtækið sýni einhverja ábyrgð og mögulega verður þetta til þess að enginn annar verði fórnarlamb slíkra fjársvika. Það er þá til einhvers unnið,“ segir Jóna Guðrún. Hún gagnrýndi harðlega að hægt væri með svo auðveldum hætti að stofna til reikningsviðskipta í greiðslulausninni.Jóna Guðrún Ólafsdóttir.Hámarksheimild sem hægt er að fá í Pei er tvær milljónir króna og segist Jóna Guðrún setja spurningarmerki við að hægt sé að fá svo háa heimild án þess að hafa haft nokkur fyrri viðskipti í gegnum greiðslulausnina. „Mér skilst að meira að segja smálánafyrirtækin hafi verið byggð þannig upp að fyrst fengu nýskráðir aðilar lága heimild sem hafi síðan hækkað smátt og smátt ef staðið var í skilum. Það hefði munað miklu fyrir mig ef ég hefði fengið einn greiðsluseðil upp á 50 eða 100 þúsund krónur. Þá hefði ég getað brugðist við og lokað á þetta. Þarna fæ ég bara milljón í hausinn og fyrirtækin yppa öxlum og segjast ekki bera ábyrgð á þessu,“ segir Jóna Guðrún. Hún kvaðst hafa leitað til lögfræðings til þess að kanna réttarstöðuna sína gagnvart Greiðslumiðlun og Elko enda hafi fyrirtækin verið mjög óbilgjörn í afstöðu sinni um að hún sæti uppi með allt tjónið. Lögmaður Greiðslumiðlunar, Bjarni Þór Óskarsson, staðfesti í fyrri frétt að slík svik í gegnum greiðslulausnina hefðu átt sér stað þó að þau væru sjaldgæf. Fréttablaðið óskaði eftir frekari upplýsingum um fjölda slíkra tilvika sem og heildarupphæð svikanna en fyrirtækið neitaði að veita þær upplýsingar. Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Tengdar fréttir Situr uppi með milljón króna fjártjón út af stolnu lykilorði Móðir fíkils var sér óafvitandi skuldsett fyrir rúma milljón króna í gegnum greiðslulausnina Pei sem Greiðslumiðlun rekur. Hún gagnrýnir hve auðvelt sé að skrá aðra í slík viðskipti. 31. október 2019 06:15 Þjóðskrá mælir ekki með notkun Íslykils þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga Greiðslumiðlun lokar á Íslykil á meðan áreiðanleiki er kannaður. 31. október 2019 20:30 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Greiðslumiðlun, sem á og rekur greiðslulausnina Pei, hefur ákveðið að loka tímabundið fyrir notkun Íslykils sem auðkenningaraðferðar inn í forritið. Ákvörðunin er tekin í ljósi fréttar sem birtist í Fréttablaði gærdagsins um fjársvikamál þar sem langt leiddur fíkill komst yfir Íslykils-lykilorð móður sinnar. Með því tókst viðkomandi að stofna reikning á smáforritinu Pei og kaupa vörur í Elko, síma og spjaldtölvur, fyrir rúma eina milljón króna. Móðirin, Jóna Guðrún Ólafsdóttir, fékk síðan fjóra greiðsluseðla frá Greiðslumiðlun senda í netbankann sinn og hrökk þá upp við vondan draum. „Það er gott að fyrirtækið sýni einhverja ábyrgð og mögulega verður þetta til þess að enginn annar verði fórnarlamb slíkra fjársvika. Það er þá til einhvers unnið,“ segir Jóna Guðrún. Hún gagnrýndi harðlega að hægt væri með svo auðveldum hætti að stofna til reikningsviðskipta í greiðslulausninni.Jóna Guðrún Ólafsdóttir.Hámarksheimild sem hægt er að fá í Pei er tvær milljónir króna og segist Jóna Guðrún setja spurningarmerki við að hægt sé að fá svo háa heimild án þess að hafa haft nokkur fyrri viðskipti í gegnum greiðslulausnina. „Mér skilst að meira að segja smálánafyrirtækin hafi verið byggð þannig upp að fyrst fengu nýskráðir aðilar lága heimild sem hafi síðan hækkað smátt og smátt ef staðið var í skilum. Það hefði munað miklu fyrir mig ef ég hefði fengið einn greiðsluseðil upp á 50 eða 100 þúsund krónur. Þá hefði ég getað brugðist við og lokað á þetta. Þarna fæ ég bara milljón í hausinn og fyrirtækin yppa öxlum og segjast ekki bera ábyrgð á þessu,“ segir Jóna Guðrún. Hún kvaðst hafa leitað til lögfræðings til þess að kanna réttarstöðuna sína gagnvart Greiðslumiðlun og Elko enda hafi fyrirtækin verið mjög óbilgjörn í afstöðu sinni um að hún sæti uppi með allt tjónið. Lögmaður Greiðslumiðlunar, Bjarni Þór Óskarsson, staðfesti í fyrri frétt að slík svik í gegnum greiðslulausnina hefðu átt sér stað þó að þau væru sjaldgæf. Fréttablaðið óskaði eftir frekari upplýsingum um fjölda slíkra tilvika sem og heildarupphæð svikanna en fyrirtækið neitaði að veita þær upplýsingar.
Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Tengdar fréttir Situr uppi með milljón króna fjártjón út af stolnu lykilorði Móðir fíkils var sér óafvitandi skuldsett fyrir rúma milljón króna í gegnum greiðslulausnina Pei sem Greiðslumiðlun rekur. Hún gagnrýnir hve auðvelt sé að skrá aðra í slík viðskipti. 31. október 2019 06:15 Þjóðskrá mælir ekki með notkun Íslykils þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga Greiðslumiðlun lokar á Íslykil á meðan áreiðanleiki er kannaður. 31. október 2019 20:30 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Situr uppi með milljón króna fjártjón út af stolnu lykilorði Móðir fíkils var sér óafvitandi skuldsett fyrir rúma milljón króna í gegnum greiðslulausnina Pei sem Greiðslumiðlun rekur. Hún gagnrýnir hve auðvelt sé að skrá aðra í slík viðskipti. 31. október 2019 06:15
Þjóðskrá mælir ekki með notkun Íslykils þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga Greiðslumiðlun lokar á Íslykil á meðan áreiðanleiki er kannaður. 31. október 2019 20:30