Missti bestu vinkonu sína í stríðinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 19:30 Bana Alabed er tíu ára gömul frá Sýrlandi en búsett í Tyrklandi. Vísir/Friðrik Þór Milljónir barna um allan heim vita varla hvað það er að ganga í skóla og því þarf að breyta að sögn tíu ára stúlku frá Sýrlandi. Hún er ein af 450 þátttakendum á heimsþingi kvenleiðtoga sem nú stendur yfir í Hörpu. Bana Alabed fæddist í Aleppo í Sýrlandi sumarið 2009. Hún segir landið hafa verið fallegt og friðsælt áður en stríðið hófst þegar hún var afar ung. „Við vorum öll hamingjusöm og lékum okkur og svoleiðis en þegar stríðið byrjaði var það allt eyðilagt,“ segir Bana í samtali við fréttastofu. „Skólinn var eyðilagður svo við gátum ekki farið í skólann. Börn létu lífið. Jasmine vinkona mín dó. Ég mun aldrei gleyma henni, hún var besta vinkona mín. Þetta var mjög erfitt líf því á hverjum degi voru sprengjuárásir, þeim linnti aldrei, ekki einu sinni á nóttunni,“ segir Bana. Í umsátrinu um Aleppo 2016 hóf Bana, með aðstoð móður sinnar sem er enskukennari, að senda skilaboð til umheimsins um ástandið í gegnum Twitter. Framtakið hefur vakið heimsathygli en jafnframt sætt nokkurri gagnrýni. Fjölskylda hennar fékk að lokum ríkisborgararétt í Tyrklandi árið 2017. Nú ferðast Bana um heiminn til að koma skilaboðum sínum áleiðis, þótt það kosti að hún missi stöku sinnum af skóla. „Milljónir barna sækja ekki skóla. Þau vita ekki hvað skóli er, þau fá ekki góða menntun. Þess vegna ferðast ég um allan heim til að segja heiminum hvað er um að vera hjá þeim, til að hjálpa þeim að komast í skóla. Menntun er svo mikilvæg því án hennar verður ekkert úr okkur,“ segir Bana. „Á morgun er dagur barnanna og ég vil segja leiðtogunum að hjálpa börnunum að eignast betra líf.“ Reykjavík Sýrland Tyrkland Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Sjá meira
Milljónir barna um allan heim vita varla hvað það er að ganga í skóla og því þarf að breyta að sögn tíu ára stúlku frá Sýrlandi. Hún er ein af 450 þátttakendum á heimsþingi kvenleiðtoga sem nú stendur yfir í Hörpu. Bana Alabed fæddist í Aleppo í Sýrlandi sumarið 2009. Hún segir landið hafa verið fallegt og friðsælt áður en stríðið hófst þegar hún var afar ung. „Við vorum öll hamingjusöm og lékum okkur og svoleiðis en þegar stríðið byrjaði var það allt eyðilagt,“ segir Bana í samtali við fréttastofu. „Skólinn var eyðilagður svo við gátum ekki farið í skólann. Börn létu lífið. Jasmine vinkona mín dó. Ég mun aldrei gleyma henni, hún var besta vinkona mín. Þetta var mjög erfitt líf því á hverjum degi voru sprengjuárásir, þeim linnti aldrei, ekki einu sinni á nóttunni,“ segir Bana. Í umsátrinu um Aleppo 2016 hóf Bana, með aðstoð móður sinnar sem er enskukennari, að senda skilaboð til umheimsins um ástandið í gegnum Twitter. Framtakið hefur vakið heimsathygli en jafnframt sætt nokkurri gagnrýni. Fjölskylda hennar fékk að lokum ríkisborgararétt í Tyrklandi árið 2017. Nú ferðast Bana um heiminn til að koma skilaboðum sínum áleiðis, þótt það kosti að hún missi stöku sinnum af skóla. „Milljónir barna sækja ekki skóla. Þau vita ekki hvað skóli er, þau fá ekki góða menntun. Þess vegna ferðast ég um allan heim til að segja heiminum hvað er um að vera hjá þeim, til að hjálpa þeim að komast í skóla. Menntun er svo mikilvæg því án hennar verður ekkert úr okkur,“ segir Bana. „Á morgun er dagur barnanna og ég vil segja leiðtogunum að hjálpa börnunum að eignast betra líf.“
Reykjavík Sýrland Tyrkland Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent