„Sannfærður um að þetta sé rétt skref“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2019 17:30 Haukur er marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Olís-deildar karla í vetur. vísir/vilhelm Kielce í Póllandi verður fyrsti viðkomustaður Selfyssingsins Hauks Þrastarsonar í atvinnumennsku. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við Kielce og gengur í raðir liðsins næsta sumar. „Ég hef skoðað mín mál lengi. Í lok sumars fór ég og kíkti á aðstæður hjá félaginu. Ég talaði við þjálfarana og skoðaði bæinn. Ég er sannfærður um að þetta sé rétt skref,“ sagði Haukur í samtali við Vísi. Hann verður annar Íslendingurinn sem leikur með Kielce. Sveitungi Hauks, Þórir Ólafsson, var í herbúðum liðsins á árunum 2011-14. „Ég talaði við Þóri og fékk ráðleggingar hjá honum. Hann þekkir auðvitað vel til þarna,“ sagði Haukur. Mjög ánægður með niðurstöðunaHaukur í leik með íslenska landsliðinu á HM í janúar.vísir/gettyHann hefur verið einn eftirsóttasti ungi leikmaður heims undanfarna mánuði og mörg stórlið renndu hýru auga til hans. Haukur segir að heimsóknin til Kielce í sumar hafi gert útslagið. „Eftir að ég fór út og skoðaði aðstæður hjá Kielce var það fyrsti kostur. Þeir voru mjög áhugasamir en maður þarf að standa sig,“ sagði Haukur. „Ég hef tekið mér góðan tíma og farið vel yfir þetta. Ég er mjög ánægður með niðurstöðuna.“ Kielce er eitt stærsta lið Evrópu og vann Meistaradeild Evrópu fyrir þremur árum. „Þetta er risastórt félag sem ég er mjög spenntur að spila fyrir. Þetta er krefjandi verkefni,“ sagði Haukur. Líst vel á DujshebaevHaukur varð Íslandsmeistari með Selfossi á síðasta tímabili.vísir/vilhelmTalant Dujshebaev er þjálfari Kielce og hefur verið frá 2014. Haukur hlakkar til að vinna með honum. „Hann virkaði mjög vel á mig. Ég átti mjög gott spjall við hann. Þetta er frábær þjálfari og ég efast ekki um að ég geti bætt mig undir hans stjórn. Þetta verður frábær skóli,“ sagði Haukur. Hann klárar tímabilið með Selfossi áður en hann heldur út. Hann segir að félagaskiptin muni ekki trufla hann það sem eftir er tímabils. „Alls ekki. Það er gott að þetta sé komið frá og komið út,“ sagði Haukur að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Þrjú lið börðust um Hauk Póllandsmeistarar Kielce klófestu Hauk Þrastarson. 19. nóvember 2019 14:06 Haukur semur við Kielce Kielce í Póllandi verður næsti áfangastaður á ferli Hauks Þrastarsonar. 19. nóvember 2019 13:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - ÍBV | Eyjakonur reyna að valda usla í Breiðholti Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Sjá meira
Kielce í Póllandi verður fyrsti viðkomustaður Selfyssingsins Hauks Þrastarsonar í atvinnumennsku. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við Kielce og gengur í raðir liðsins næsta sumar. „Ég hef skoðað mín mál lengi. Í lok sumars fór ég og kíkti á aðstæður hjá félaginu. Ég talaði við þjálfarana og skoðaði bæinn. Ég er sannfærður um að þetta sé rétt skref,“ sagði Haukur í samtali við Vísi. Hann verður annar Íslendingurinn sem leikur með Kielce. Sveitungi Hauks, Þórir Ólafsson, var í herbúðum liðsins á árunum 2011-14. „Ég talaði við Þóri og fékk ráðleggingar hjá honum. Hann þekkir auðvitað vel til þarna,“ sagði Haukur. Mjög ánægður með niðurstöðunaHaukur í leik með íslenska landsliðinu á HM í janúar.vísir/gettyHann hefur verið einn eftirsóttasti ungi leikmaður heims undanfarna mánuði og mörg stórlið renndu hýru auga til hans. Haukur segir að heimsóknin til Kielce í sumar hafi gert útslagið. „Eftir að ég fór út og skoðaði aðstæður hjá Kielce var það fyrsti kostur. Þeir voru mjög áhugasamir en maður þarf að standa sig,“ sagði Haukur. „Ég hef tekið mér góðan tíma og farið vel yfir þetta. Ég er mjög ánægður með niðurstöðuna.“ Kielce er eitt stærsta lið Evrópu og vann Meistaradeild Evrópu fyrir þremur árum. „Þetta er risastórt félag sem ég er mjög spenntur að spila fyrir. Þetta er krefjandi verkefni,“ sagði Haukur. Líst vel á DujshebaevHaukur varð Íslandsmeistari með Selfossi á síðasta tímabili.vísir/vilhelmTalant Dujshebaev er þjálfari Kielce og hefur verið frá 2014. Haukur hlakkar til að vinna með honum. „Hann virkaði mjög vel á mig. Ég átti mjög gott spjall við hann. Þetta er frábær þjálfari og ég efast ekki um að ég geti bætt mig undir hans stjórn. Þetta verður frábær skóli,“ sagði Haukur. Hann klárar tímabilið með Selfossi áður en hann heldur út. Hann segir að félagaskiptin muni ekki trufla hann það sem eftir er tímabils. „Alls ekki. Það er gott að þetta sé komið frá og komið út,“ sagði Haukur að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Þrjú lið börðust um Hauk Póllandsmeistarar Kielce klófestu Hauk Þrastarson. 19. nóvember 2019 14:06 Haukur semur við Kielce Kielce í Póllandi verður næsti áfangastaður á ferli Hauks Þrastarsonar. 19. nóvember 2019 13:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - ÍBV | Eyjakonur reyna að valda usla í Breiðholti Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Sjá meira
Haukur semur við Kielce Kielce í Póllandi verður næsti áfangastaður á ferli Hauks Þrastarsonar. 19. nóvember 2019 13:30