Árni Mathiesen segir eðlilegt að leita til FAO með Samherjamálið Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2019 16:53 Kristján Þór vill að FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum íslenskra útgerða og það erindi ratar á borð Árna Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. „Alltaf gott þegar aðildarþjóðirnar hafa frumkvæði að uppbyggilegum aðgerðum. Spilling er einn helsti þröskuldur þróunar mjög víða í heiminum,“ segir Árni M. Mathiesen aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Alþjóðamatvælastofnuninni (FAO) í samtali við Vísi. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. Um er að ræða eina af sjö aðgerðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar Samherjamálsins til að auka traust á íslensku atvinnulífi.Deild Árna leiðandi í málum varðandi ólöglegar fiskveiðar Einhver kynni að segja að heimurinn sé lítill sé litið til þess að erindi sem þetta rati á borð Árna sem er einmitt fyrrverandi fjármála- og sjávarútvegsráðherra Íslands. Og flokksbróðir Kristjáns Þórs. „Deildin sem ég stýri í FAO er leiðandi í málefnum sem varða ólöglegar fiskveiðar og erum við með sérstak einingu sem sinnir svo kölluðum IUU málum og PSMA samningnum. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem styðja það verkefni sérstaklega. Deildin er sennilega stærsta alþjóðlega einingin sem sinnir málefnum fiskveiðistjórnunnar í heiminum.“ Ísland oft komið við sögu FAO Árni segir Ísland oft hafa borið upp framfaramál í FAO sem hafa gengið eftir. „Það er því ekki óeðlilegt að íslensk stjórnvöld hafi samband við okkur um svona mál. Þar sem þetta eru mjög flókin mál geri ég ráð fyrir að við leitum samstarfs við aðra alþjóðlega aðila. En þetta er enn þá bara á byrjunarreit.“ Árni segir alveg útilokað að segja til um hvenær einhverrar niðurstöðu sé að vænta í málinu, það þurfi að taka í skrefum. Ár? „Ég geri ekki ráð fyrir að málinu verði lokið á einu ári en að hvað sé rétt og hægt að gera verði ljóst á þó nokkuð skemmri tíma.“ Þá telur Árni, spurður um hvort það hafi ekki komið sér á óvart að mál sem þetta elti hann til FAO frá Íslandi. „Það er eðlilegt að Íslandi geri eitthvað á framhaldi af uppkomu svona máls og FAO eðlilegur aðili til að leita til.“ Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ríkisstjórn kynnir aðgerðir vegna Samherjamálsins: Verjast mútum, hagsmunaárekstrum og auka gagnsæi stærri fyrirtækja Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. Um er að ræða viðbrögð í kjölfar Samherjamálsins. 19. nóvember 2019 12:02 Þorgerður Katrín segir aðgerðaráætlun ríkisstjórnar kattarþvott Formaður Viðreisnar segir áætlunina hvorki fugl né fisk. 19. nóvember 2019 13:08 Kristján Þór óskar eftir úttekt Alþjóðamatvælastofnunar á viðskiptaháttum útgerða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. 19. nóvember 2019 12:27 Guðni segir blekkingar, svik og mútur óverjandi Forseti Íslands áréttar að útgerðin verði að sýna heilindi á erlendum vettvangi. 19. nóvember 2019 09:44 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Alltaf gott þegar aðildarþjóðirnar hafa frumkvæði að uppbyggilegum aðgerðum. Spilling er einn helsti þröskuldur þróunar mjög víða í heiminum,“ segir Árni M. Mathiesen aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Alþjóðamatvælastofnuninni (FAO) í samtali við Vísi. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. Um er að ræða eina af sjö aðgerðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar Samherjamálsins til að auka traust á íslensku atvinnulífi.Deild Árna leiðandi í málum varðandi ólöglegar fiskveiðar Einhver kynni að segja að heimurinn sé lítill sé litið til þess að erindi sem þetta rati á borð Árna sem er einmitt fyrrverandi fjármála- og sjávarútvegsráðherra Íslands. Og flokksbróðir Kristjáns Þórs. „Deildin sem ég stýri í FAO er leiðandi í málefnum sem varða ólöglegar fiskveiðar og erum við með sérstak einingu sem sinnir svo kölluðum IUU málum og PSMA samningnum. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem styðja það verkefni sérstaklega. Deildin er sennilega stærsta alþjóðlega einingin sem sinnir málefnum fiskveiðistjórnunnar í heiminum.“ Ísland oft komið við sögu FAO Árni segir Ísland oft hafa borið upp framfaramál í FAO sem hafa gengið eftir. „Það er því ekki óeðlilegt að íslensk stjórnvöld hafi samband við okkur um svona mál. Þar sem þetta eru mjög flókin mál geri ég ráð fyrir að við leitum samstarfs við aðra alþjóðlega aðila. En þetta er enn þá bara á byrjunarreit.“ Árni segir alveg útilokað að segja til um hvenær einhverrar niðurstöðu sé að vænta í málinu, það þurfi að taka í skrefum. Ár? „Ég geri ekki ráð fyrir að málinu verði lokið á einu ári en að hvað sé rétt og hægt að gera verði ljóst á þó nokkuð skemmri tíma.“ Þá telur Árni, spurður um hvort það hafi ekki komið sér á óvart að mál sem þetta elti hann til FAO frá Íslandi. „Það er eðlilegt að Íslandi geri eitthvað á framhaldi af uppkomu svona máls og FAO eðlilegur aðili til að leita til.“
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ríkisstjórn kynnir aðgerðir vegna Samherjamálsins: Verjast mútum, hagsmunaárekstrum og auka gagnsæi stærri fyrirtækja Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. Um er að ræða viðbrögð í kjölfar Samherjamálsins. 19. nóvember 2019 12:02 Þorgerður Katrín segir aðgerðaráætlun ríkisstjórnar kattarþvott Formaður Viðreisnar segir áætlunina hvorki fugl né fisk. 19. nóvember 2019 13:08 Kristján Þór óskar eftir úttekt Alþjóðamatvælastofnunar á viðskiptaháttum útgerða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. 19. nóvember 2019 12:27 Guðni segir blekkingar, svik og mútur óverjandi Forseti Íslands áréttar að útgerðin verði að sýna heilindi á erlendum vettvangi. 19. nóvember 2019 09:44 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Ríkisstjórn kynnir aðgerðir vegna Samherjamálsins: Verjast mútum, hagsmunaárekstrum og auka gagnsæi stærri fyrirtækja Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. Um er að ræða viðbrögð í kjölfar Samherjamálsins. 19. nóvember 2019 12:02
Þorgerður Katrín segir aðgerðaráætlun ríkisstjórnar kattarþvott Formaður Viðreisnar segir áætlunina hvorki fugl né fisk. 19. nóvember 2019 13:08
Kristján Þór óskar eftir úttekt Alþjóðamatvælastofnunar á viðskiptaháttum útgerða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. 19. nóvember 2019 12:27
Guðni segir blekkingar, svik og mútur óverjandi Forseti Íslands áréttar að útgerðin verði að sýna heilindi á erlendum vettvangi. 19. nóvember 2019 09:44