Frá stálþræði til gervigreindar Andrés Ingi Jónsson skrifar 19. nóvember 2019 11:00 Árið 1952 varð Alþingi fyrsta þjóðþingið til að taka upp þingræður, þá á nýjustu tækni þess tíma: stálþráð. Stálþráðurinn leysti af hólmi þingskrifara sem til þessa höfðu setið í þingsal og hraðskrifað niður orð þingmanna, oft með misgóðum árangri. Upptökurnar úr stálþræðinum voru unnar á textaform af ræðuskrifurum sem vélrituðu hið talaða orð. Og í grófum dráttum hefur sú aðferð verið viðhöfð í næstum 70 ár, þótt verkfærin hafi breyst gríðarlega. Tölvur hafa leyst ritvélarnar af hólmi og upptökutækin hafa margoft verið uppfærð. Ein stærsta breytingin varð 1998, þegar Alþingi var aftur meðal þeirra fyrstu til að senda þingfundi beint út á netinu. Síðustu mánuðina hefur starfsfólk Alþingis tekið risaskref á þessari braut, sem algjörir brautryðjendur. Í samvinnu við Háskólann í Reykjavík hefur þingið þróað talgreini sem hlustar á allar þingræður og kemur þeim yfir á textaform. Talgreinirinn er orðinn ótrúlega flinkur og nær að greina um 90% orða rétt. Þetta léttir starf ræðusviðs Alþingis til muna þannig að nú þarf engin manneskja að hamra hvert orð á lyklaborð, heldur nýtist starfsfólkið í að laga textann, snyrta hann og gera skiljanlegri. Og því er síður hætt við vöðva- og sinaskeiðabólgu. Þessi þróun er skemmtilegt dæmi um það sem við köllum stundum fjórðu iðnbyltinguna. Tæknin tekur að sér leiðinlegustu hlutana af ræðuritun Alþingis, þannig að mannfólkið geti einbeitt sér að hinni flóknari hlið textavinnslunnar. Og þetta er frábært dæmi um frjótt samstarf háskólasamfélagsins og opinberrar stofnunar – samstarf sem átti frá upphafi að vera frjálst og opið, svo hver sem er geti nýtt sér þekkingargrunninn til að þróa ný verkfæri innan máltækninnar. Þannig hefur Alþingi fjárfest í búnaði sem nýtist þinginu með beinum hætti, en þá jafnframt í tækni sem getur nýst til að styrkja stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Andrés Ingi Jónsson Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Árið 1952 varð Alþingi fyrsta þjóðþingið til að taka upp þingræður, þá á nýjustu tækni þess tíma: stálþráð. Stálþráðurinn leysti af hólmi þingskrifara sem til þessa höfðu setið í þingsal og hraðskrifað niður orð þingmanna, oft með misgóðum árangri. Upptökurnar úr stálþræðinum voru unnar á textaform af ræðuskrifurum sem vélrituðu hið talaða orð. Og í grófum dráttum hefur sú aðferð verið viðhöfð í næstum 70 ár, þótt verkfærin hafi breyst gríðarlega. Tölvur hafa leyst ritvélarnar af hólmi og upptökutækin hafa margoft verið uppfærð. Ein stærsta breytingin varð 1998, þegar Alþingi var aftur meðal þeirra fyrstu til að senda þingfundi beint út á netinu. Síðustu mánuðina hefur starfsfólk Alþingis tekið risaskref á þessari braut, sem algjörir brautryðjendur. Í samvinnu við Háskólann í Reykjavík hefur þingið þróað talgreini sem hlustar á allar þingræður og kemur þeim yfir á textaform. Talgreinirinn er orðinn ótrúlega flinkur og nær að greina um 90% orða rétt. Þetta léttir starf ræðusviðs Alþingis til muna þannig að nú þarf engin manneskja að hamra hvert orð á lyklaborð, heldur nýtist starfsfólkið í að laga textann, snyrta hann og gera skiljanlegri. Og því er síður hætt við vöðva- og sinaskeiðabólgu. Þessi þróun er skemmtilegt dæmi um það sem við köllum stundum fjórðu iðnbyltinguna. Tæknin tekur að sér leiðinlegustu hlutana af ræðuritun Alþingis, þannig að mannfólkið geti einbeitt sér að hinni flóknari hlið textavinnslunnar. Og þetta er frábært dæmi um frjótt samstarf háskólasamfélagsins og opinberrar stofnunar – samstarf sem átti frá upphafi að vera frjálst og opið, svo hver sem er geti nýtt sér þekkingargrunninn til að þróa ný verkfæri innan máltækninnar. Þannig hefur Alþingi fjárfest í búnaði sem nýtist þinginu með beinum hætti, en þá jafnframt í tækni sem getur nýst til að styrkja stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun