The Mandalorian: Hin vonlitla leit að næstu Star Wars vímunni Heiðar Sumarliðason skrifar 19. nóvember 2019 15:45 The Mandalorian er fyrsta leikna Star Wars þáttaröðin sem kemur fyrir augu almennings. Tveir fyrstu þættirnir úr leiknu Stjörnustríðsþáttaröðinni The Mandalorian komu á efnisveituna Disney+ í vikunni sem leið. Í framhaldinu kemur einn þáttur í viku næstu sex vikurnar. Stjörnustríðsmyndunum hefur margoft verið líkt við vestra en sérstaklega er auðvelt að sjá þessa hliðstæðu í fyrstu myndinni frá 1977. Þessi nýja þáttaröð vinnur á mjög afgerandi máta með hinar vestralegu eindir bálksins. Hún fær innblástur úr kúrekamyndunum um nafnlausa byssubrandinn, sem Clint Eastwood gerði að sérgrein sinni, ásamt því að halda í rætur gömlu samúræjamyndanna sem George Lucas stal skammarlaust úr.Geimkúrekinn Han Solo.Þáttaröðin gerist fimm árum eftir tortímingu Helstirnisins og falls Veldisins í Return of the Jedi, á tímum óreiðu og lögleysu í vetrarbrautinni. Aðalpersóna þáttanna er nafn- og andlitslaus mannaveiðari sem hingað til hefur aðeins verið kallaður The Mandalorian (Pedro Pascal), sem er nafn kynþáttar hans frá plánetunni Mandalore. Hann flakkar um vetrarbrautina í leit að strokuföngum og glæpamönnum, skilar þeim til þartilgerðra yfirvalda og fær greitt fyrir. Nú kreppir að í mannaveiðabransanum, því launin fara lækkandi, líkt og kemur fram í samtali hans við yfirboðara sinn. Vegna lækkandi launakjöra tekur hann að sér óljóst en vel borgað verkefni frá manni merktum hinu fallna keisaraveldi Palpatine, sem mun hafa óvæntar afleiðingar í för með sér. Það veitir Stjörnustríðsaðdáandanum ávallt ánægju þegar vel tekst til í hlutverkavali og maður trúir 100% á leikarann í hlutverkinu. Þýski leikstjórinn Werner Herzhog leikur kúnnann og gerir það dásamlega. Þegar ég hlustaði á þennan þýska hreim varð mér strax hugsað til einhverskonar flótta-nasistaembættismanns, umkringdan Stormsveitarmönnum í veðruðum einkennisbúningum. Werner Herzhog er einstaklega eftirminnilegur í hlutverki sínu.Ómögulegt er að kveða upp dóm varðandi frammistöðu Pedro Pascal í aðalhlutverkinu. Það reynir á að horfa á heilan þátt þar sem höfuð aðalpersónunnar er undir hjálmi og ekki hægt að sjá svipbrigði hennar. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég heyrði af ætlun Lucasfilm að gera þátt eða bíómynd um Boba Fett var að það væru mistök (það verkefni stökkbreyttist svo í The Mandalorian). Boba er áhugaverður jaðarkarakter og virkar fullkomlega sem slíkur. Það er ráðgátan um hver leynist bakvið hjálminn sem gerir hann hættulegan og áhugaverðan en í hlutverki hetjunnar er þörf á því að hann taki af sér hjálminn. Grundvallareind kvikmynda og sjónvarsþátta er leiklist og meðal helstu tóla leikarans til að skila merkingu og innihaldi til áhorfenda er svipbrigði. Með því að skella hjálmi á aðalpersónuna sem hylur allt andlit hennar er dregið stórlega úr upplifun áhorfenda, því túlkunin hefur engin blæbrigði og leikarinn getur aðeins stólað á stórar hreyfingar til að koma henni til skila. Ef Boba Fett hefði fengið stærra hlutverk og verið sympatísk persóna í Return of the Jedi hefði George Lucas líklega aldrei hulið andlit hans. Enda fjarlægði hann hjálminn jafn oft og auðið var af Boba og Jango Fett í síðari þríleiknum þar sem hlutverk þeirra voru orðin mun veigameiri.Áhorfandinn var ávallt með tenginguna við andlit Jango Fett.Það er reynt að vinna gegn þessum galla með því að hafa meiri hasar en það dugir ekki til. Það gerist til dæmis nokkrum sinnum í fyrsta þættinum að þetta verður æpandi augljóst vandamál. Besta dæmið var þegar Kuiil (litli karlinn sem Nick Nolte talar fyrir) segist óvænt ætla að aðstoða The Mandalorian. Við það skapast augnablik sem kallar á undrunarsvip frá hetjunni okkar, áhorfandinn þarf hinsvegar að ímynda sér hvað er að gerast bakvið grímuna. Þetta bakar því bæði vandræði fyrir áhorfandann og leikarann. Það gæti í raun hver sem er verið inni í þessum búningi og hver sem er sagt þessar línur fyrir hann, þar sem þær eru allar fluttar í mónótón. Það að fela Pascal bakvið grímu og galla er eins og að James Earl Jones, sem talaði fyrir Svarthöfða, hefði verið dubbaður upp í Svarthöfðabúninginn í gegnum allan fyrsta þríleikinn, sem augljóslega var algjör óþarfi. Út frá dramatúrgíu þáttanna er andlitsleysið gjörsamlega misráðið. Það er verið að sóa tímanum sem áhorfendur nota í að mynda tengsl við persónuna með að hafa þennan háttinn á og vonandi fær Pascal að viðra andlitið sem fyrst og mest.Hjálmurinn þarf að fjúka jafn fljótt og mögulegt er.Þetta er þó langt í frá eina vandamál þáttanna. Mjög gjarnan er ekki heil brú í framvindu, ákvörðunum og atvikum. Gott dæmi er þegar Mandalorian flýgur til ókunnrar plánetu á geimskipi sínu. Þar segir heimamaður honum að hann þurfi að læra að sitja innfætt skrímsli, án þess komist hann ekki á leiðarenda því það sé svo torfært. Eins og áður sagði þá flaug Mandalorian þangað á geimskipi. Helsti tilgangur slíks farartækis er auðvitað að flytja fólk milli staða á hraðan máta, því engin ástæða til að nota það ekki til verksins. Til að bæta gráu ofan á svart þá lýkur hann verkefni sínu og GENGUR TIL BAKA án vandkvæða, það var ekki torfærara en svo. Þetta er einungis gert til að koma honum á bak hins svokallað Blurrgdýrs og að undirstrika að þetta sé geimvestri. Er til of mikils ætlast að höfundarnir leggi vinnu í að láta atburðina ganga upp út frá lógík sögunnar? Ég bara spyr.Slík hroðvirknisleg vinnubrögð gáfu því miður ekki góð fyrirheit varðandi það sem koma skyldi. Ég vonaði þó að annar þáttur yrði skárri en hann gerði því miður ekkert til að auka trú mína á hæfni höfunda þáttarins. Þáttur tvö hefur lítið með framþróun sögunnar að gera. Hann hverfist í raun um eina afhjúpun (nota bene, ótrúlega fyrirsjáanlega afhjúpun), en virkar annars sem töf á framvindunni. Hann er fullur af gjörsamlega handahófskenndum atvikum sem aðeins staðfesta það sem nú þegar var vitað, að Mandalorian er geggjaður að slást. Það væri hægt að afsaka þetta ef tækifærið væri notað til að teikna persónur og heiminn sterkari litum. Það er því miður ekki gert og annar þáttur þar af leiðandi algjört uppfyllingarefni.Það að koma The Mandalorian á bak Blurrgdýrsins er óþarfur og kjánalega útfærður útúrdúr, einungis til að auka á vestratengingu þáttanna.Stjörnustríð hefur verið hluti af lífi mínu frá því ég man eftir mér og hef ég alltaf sagt (í hálfu gríni) að besti dagur lífs mín hafi verið þegar Return of the Jedi kom á Snælandsvideo, einn snjóþungan febrúardag. Ég er hinsvegar ekki sex ára lengur og verð ef til vill að játa mig sigraðan í von minni um að njóta aftur virkilega góðrar Star Wars upplifunar á borð við fyrsta þríleikinn. Ég fór því að velta fyrir mér hvort ég væri ekki bara gamall fúll karl með þessum aðfinnslum mínum varðandi þættina. Eftir stuttlega umhugsun komst ég þó að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Mér finnst ekki of mikið að biðja um framvindu sem nokkurnveginn gengur upp og að starfsmenn Lucasfilm hafi lágmarksþekkingu á þeim eindum sem leikið drama er gert úr. Með alla þá peninga sem settir eru í þetta verkefni ætti að vera valinn maður í hverju rúmi. Það er þó aðeins að finna í tækni og hönnunardeildinni.Fyrsta myndbandsspóla útgáfufélagsins Steinars var Return of the Jedi. Hér er þó einhverju logið.Jon Favreau er skapari, aðalhöfundur og skrifaður fyrir handriti fyrstu þáttanna (þó ávallt sé teymi höfunda bakvið hvern þátt). Favreau vakti fyrst athygli fyrir hlutverk sitt í hinni bráðskemmtilegu Swingers, sem hann skrifaði ásamt mótleikara sínum Vince Vaughn. Síðari ár hefur hann leikstýrt kvikmyndum á borð við Iron Man, The Jungle Book og The Lion King. Hann skrifaði þó ekki handrit þessara mynda, þau handrit sem hann hefur skrifað eru öll að gamanmyndum eins og Couple´s Retreat og The First 20 Million is Always the Hardest. Báðar eru þessar myndir með eldrauða meðaleinkunn á vefsíðunni Metacritic, sem safnar saman skrifum helstu gagnrýnenda. Ég spyr mig því hvort eðlilegt sé að maður sem skrifaði handrit að svo ótrúlega vesælum myndum eigi að fá upp í hendurnar að vera aðalhöfundur The Mandalorian, burtséð frá því að hann hafi leikstýrt Iron Man. Það eru ákveðnir hlutir í fyrsta þættinum sem fá mig til að efast um þennan ráðahag. Hinsvegar veit ég sem er, að oft er ekki allt sem sýnist í þessum bransa. Guð má vita hvaða kvaðir voru settar á herðar Jon Favreau áður en hann byrjaði að skrifa þættina. Það eru sjálfsagt ótrúlega margir kokkar í þessu Star Wars eldhúsi og kannski er hann að gera kraftaverk með það sem hann hefur úr að moða. En eitthvert verður skuldin að fara og verður Favreau að sætta sig við að greiða hana sem skapari og aðalhöfundur.Jon Favreau hefur áður komist í hann krappann og hlýtur að standa af sér þessi skrif.Niðurstaða Tvær og hálf stjarna. Að gera heila þáttaröð um mann sem aldrei sýnir á sér andlitið er hreinlega ekki góð hugmynd og eftir tvo þætti höfum við enn ekki fengið að sjá framan í hann. Hingað til hef ég að mestu upplifað vonbrigði við áhorfið og vætingastuðullinn því á hraðri niðurleið. Ég mun samt horfa á hvern einasta þátt af The Mandalorian um leið og hægt er, alltaf jafn spenntur en geri aðeins minni kröfur. Mig grunar að þetta sé líkt og með fíkniefnin, að fyrsta víman sé best, svo eyðirðu restinni af tímanum í að elta sömu upplifun, sem þó aldrei kemur (ekki að ég hafi persónulega reynslu af því. Ég var bara heima að horfa á Star Wars og ekki að taka þátt gjálífinu). Ég lifi þó í voninni og bíð spenntur eftir næsta skammti.Hægt er að hlýða á umræður um The Mandalorian úr síðasta þætti Stjörnubíós hér fyrir neðan. Þar tók Heiðar Sumarliðason á móti rithöfundinum Snæbirni Brynjarssyni og handritshöfundinum Hrafnkeli Stefánssyni. Bíó og sjónvarp Menning Stjörnubíó Mest lesið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Lífið Hvernig hætti ég að feika það? Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tveir fyrstu þættirnir úr leiknu Stjörnustríðsþáttaröðinni The Mandalorian komu á efnisveituna Disney+ í vikunni sem leið. Í framhaldinu kemur einn þáttur í viku næstu sex vikurnar. Stjörnustríðsmyndunum hefur margoft verið líkt við vestra en sérstaklega er auðvelt að sjá þessa hliðstæðu í fyrstu myndinni frá 1977. Þessi nýja þáttaröð vinnur á mjög afgerandi máta með hinar vestralegu eindir bálksins. Hún fær innblástur úr kúrekamyndunum um nafnlausa byssubrandinn, sem Clint Eastwood gerði að sérgrein sinni, ásamt því að halda í rætur gömlu samúræjamyndanna sem George Lucas stal skammarlaust úr.Geimkúrekinn Han Solo.Þáttaröðin gerist fimm árum eftir tortímingu Helstirnisins og falls Veldisins í Return of the Jedi, á tímum óreiðu og lögleysu í vetrarbrautinni. Aðalpersóna þáttanna er nafn- og andlitslaus mannaveiðari sem hingað til hefur aðeins verið kallaður The Mandalorian (Pedro Pascal), sem er nafn kynþáttar hans frá plánetunni Mandalore. Hann flakkar um vetrarbrautina í leit að strokuföngum og glæpamönnum, skilar þeim til þartilgerðra yfirvalda og fær greitt fyrir. Nú kreppir að í mannaveiðabransanum, því launin fara lækkandi, líkt og kemur fram í samtali hans við yfirboðara sinn. Vegna lækkandi launakjöra tekur hann að sér óljóst en vel borgað verkefni frá manni merktum hinu fallna keisaraveldi Palpatine, sem mun hafa óvæntar afleiðingar í för með sér. Það veitir Stjörnustríðsaðdáandanum ávallt ánægju þegar vel tekst til í hlutverkavali og maður trúir 100% á leikarann í hlutverkinu. Þýski leikstjórinn Werner Herzhog leikur kúnnann og gerir það dásamlega. Þegar ég hlustaði á þennan þýska hreim varð mér strax hugsað til einhverskonar flótta-nasistaembættismanns, umkringdan Stormsveitarmönnum í veðruðum einkennisbúningum. Werner Herzhog er einstaklega eftirminnilegur í hlutverki sínu.Ómögulegt er að kveða upp dóm varðandi frammistöðu Pedro Pascal í aðalhlutverkinu. Það reynir á að horfa á heilan þátt þar sem höfuð aðalpersónunnar er undir hjálmi og ekki hægt að sjá svipbrigði hennar. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég heyrði af ætlun Lucasfilm að gera þátt eða bíómynd um Boba Fett var að það væru mistök (það verkefni stökkbreyttist svo í The Mandalorian). Boba er áhugaverður jaðarkarakter og virkar fullkomlega sem slíkur. Það er ráðgátan um hver leynist bakvið hjálminn sem gerir hann hættulegan og áhugaverðan en í hlutverki hetjunnar er þörf á því að hann taki af sér hjálminn. Grundvallareind kvikmynda og sjónvarsþátta er leiklist og meðal helstu tóla leikarans til að skila merkingu og innihaldi til áhorfenda er svipbrigði. Með því að skella hjálmi á aðalpersónuna sem hylur allt andlit hennar er dregið stórlega úr upplifun áhorfenda, því túlkunin hefur engin blæbrigði og leikarinn getur aðeins stólað á stórar hreyfingar til að koma henni til skila. Ef Boba Fett hefði fengið stærra hlutverk og verið sympatísk persóna í Return of the Jedi hefði George Lucas líklega aldrei hulið andlit hans. Enda fjarlægði hann hjálminn jafn oft og auðið var af Boba og Jango Fett í síðari þríleiknum þar sem hlutverk þeirra voru orðin mun veigameiri.Áhorfandinn var ávallt með tenginguna við andlit Jango Fett.Það er reynt að vinna gegn þessum galla með því að hafa meiri hasar en það dugir ekki til. Það gerist til dæmis nokkrum sinnum í fyrsta þættinum að þetta verður æpandi augljóst vandamál. Besta dæmið var þegar Kuiil (litli karlinn sem Nick Nolte talar fyrir) segist óvænt ætla að aðstoða The Mandalorian. Við það skapast augnablik sem kallar á undrunarsvip frá hetjunni okkar, áhorfandinn þarf hinsvegar að ímynda sér hvað er að gerast bakvið grímuna. Þetta bakar því bæði vandræði fyrir áhorfandann og leikarann. Það gæti í raun hver sem er verið inni í þessum búningi og hver sem er sagt þessar línur fyrir hann, þar sem þær eru allar fluttar í mónótón. Það að fela Pascal bakvið grímu og galla er eins og að James Earl Jones, sem talaði fyrir Svarthöfða, hefði verið dubbaður upp í Svarthöfðabúninginn í gegnum allan fyrsta þríleikinn, sem augljóslega var algjör óþarfi. Út frá dramatúrgíu þáttanna er andlitsleysið gjörsamlega misráðið. Það er verið að sóa tímanum sem áhorfendur nota í að mynda tengsl við persónuna með að hafa þennan háttinn á og vonandi fær Pascal að viðra andlitið sem fyrst og mest.Hjálmurinn þarf að fjúka jafn fljótt og mögulegt er.Þetta er þó langt í frá eina vandamál þáttanna. Mjög gjarnan er ekki heil brú í framvindu, ákvörðunum og atvikum. Gott dæmi er þegar Mandalorian flýgur til ókunnrar plánetu á geimskipi sínu. Þar segir heimamaður honum að hann þurfi að læra að sitja innfætt skrímsli, án þess komist hann ekki á leiðarenda því það sé svo torfært. Eins og áður sagði þá flaug Mandalorian þangað á geimskipi. Helsti tilgangur slíks farartækis er auðvitað að flytja fólk milli staða á hraðan máta, því engin ástæða til að nota það ekki til verksins. Til að bæta gráu ofan á svart þá lýkur hann verkefni sínu og GENGUR TIL BAKA án vandkvæða, það var ekki torfærara en svo. Þetta er einungis gert til að koma honum á bak hins svokallað Blurrgdýrs og að undirstrika að þetta sé geimvestri. Er til of mikils ætlast að höfundarnir leggi vinnu í að láta atburðina ganga upp út frá lógík sögunnar? Ég bara spyr.Slík hroðvirknisleg vinnubrögð gáfu því miður ekki góð fyrirheit varðandi það sem koma skyldi. Ég vonaði þó að annar þáttur yrði skárri en hann gerði því miður ekkert til að auka trú mína á hæfni höfunda þáttarins. Þáttur tvö hefur lítið með framþróun sögunnar að gera. Hann hverfist í raun um eina afhjúpun (nota bene, ótrúlega fyrirsjáanlega afhjúpun), en virkar annars sem töf á framvindunni. Hann er fullur af gjörsamlega handahófskenndum atvikum sem aðeins staðfesta það sem nú þegar var vitað, að Mandalorian er geggjaður að slást. Það væri hægt að afsaka þetta ef tækifærið væri notað til að teikna persónur og heiminn sterkari litum. Það er því miður ekki gert og annar þáttur þar af leiðandi algjört uppfyllingarefni.Það að koma The Mandalorian á bak Blurrgdýrsins er óþarfur og kjánalega útfærður útúrdúr, einungis til að auka á vestratengingu þáttanna.Stjörnustríð hefur verið hluti af lífi mínu frá því ég man eftir mér og hef ég alltaf sagt (í hálfu gríni) að besti dagur lífs mín hafi verið þegar Return of the Jedi kom á Snælandsvideo, einn snjóþungan febrúardag. Ég er hinsvegar ekki sex ára lengur og verð ef til vill að játa mig sigraðan í von minni um að njóta aftur virkilega góðrar Star Wars upplifunar á borð við fyrsta þríleikinn. Ég fór því að velta fyrir mér hvort ég væri ekki bara gamall fúll karl með þessum aðfinnslum mínum varðandi þættina. Eftir stuttlega umhugsun komst ég þó að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Mér finnst ekki of mikið að biðja um framvindu sem nokkurnveginn gengur upp og að starfsmenn Lucasfilm hafi lágmarksþekkingu á þeim eindum sem leikið drama er gert úr. Með alla þá peninga sem settir eru í þetta verkefni ætti að vera valinn maður í hverju rúmi. Það er þó aðeins að finna í tækni og hönnunardeildinni.Fyrsta myndbandsspóla útgáfufélagsins Steinars var Return of the Jedi. Hér er þó einhverju logið.Jon Favreau er skapari, aðalhöfundur og skrifaður fyrir handriti fyrstu þáttanna (þó ávallt sé teymi höfunda bakvið hvern þátt). Favreau vakti fyrst athygli fyrir hlutverk sitt í hinni bráðskemmtilegu Swingers, sem hann skrifaði ásamt mótleikara sínum Vince Vaughn. Síðari ár hefur hann leikstýrt kvikmyndum á borð við Iron Man, The Jungle Book og The Lion King. Hann skrifaði þó ekki handrit þessara mynda, þau handrit sem hann hefur skrifað eru öll að gamanmyndum eins og Couple´s Retreat og The First 20 Million is Always the Hardest. Báðar eru þessar myndir með eldrauða meðaleinkunn á vefsíðunni Metacritic, sem safnar saman skrifum helstu gagnrýnenda. Ég spyr mig því hvort eðlilegt sé að maður sem skrifaði handrit að svo ótrúlega vesælum myndum eigi að fá upp í hendurnar að vera aðalhöfundur The Mandalorian, burtséð frá því að hann hafi leikstýrt Iron Man. Það eru ákveðnir hlutir í fyrsta þættinum sem fá mig til að efast um þennan ráðahag. Hinsvegar veit ég sem er, að oft er ekki allt sem sýnist í þessum bransa. Guð má vita hvaða kvaðir voru settar á herðar Jon Favreau áður en hann byrjaði að skrifa þættina. Það eru sjálfsagt ótrúlega margir kokkar í þessu Star Wars eldhúsi og kannski er hann að gera kraftaverk með það sem hann hefur úr að moða. En eitthvert verður skuldin að fara og verður Favreau að sætta sig við að greiða hana sem skapari og aðalhöfundur.Jon Favreau hefur áður komist í hann krappann og hlýtur að standa af sér þessi skrif.Niðurstaða Tvær og hálf stjarna. Að gera heila þáttaröð um mann sem aldrei sýnir á sér andlitið er hreinlega ekki góð hugmynd og eftir tvo þætti höfum við enn ekki fengið að sjá framan í hann. Hingað til hef ég að mestu upplifað vonbrigði við áhorfið og vætingastuðullinn því á hraðri niðurleið. Ég mun samt horfa á hvern einasta þátt af The Mandalorian um leið og hægt er, alltaf jafn spenntur en geri aðeins minni kröfur. Mig grunar að þetta sé líkt og með fíkniefnin, að fyrsta víman sé best, svo eyðirðu restinni af tímanum í að elta sömu upplifun, sem þó aldrei kemur (ekki að ég hafi persónulega reynslu af því. Ég var bara heima að horfa á Star Wars og ekki að taka þátt gjálífinu). Ég lifi þó í voninni og bíð spenntur eftir næsta skammti.Hægt er að hlýða á umræður um The Mandalorian úr síðasta þætti Stjörnubíós hér fyrir neðan. Þar tók Heiðar Sumarliðason á móti rithöfundinum Snæbirni Brynjarssyni og handritshöfundinum Hrafnkeli Stefánssyni.
Bíó og sjónvarp Menning Stjörnubíó Mest lesið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Lífið Hvernig hætti ég að feika það? Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira