Alþjóðlegasta samfélag á landinu er Vík í Mýrdal Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2019 21:34 Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Stöð 2/Einar Árnason. Vík í Mýrdal er orðin alþjóðlegasta þorp landsins en fjörutíu prósent íbúanna eru núna erlendir ríkisborgarar. Rótgrónir Mýrdælingar segja þetta jákvæða breytingu, samfélagið sé orðið opnara og menningarlíf hafi aukist. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Hvergi á landinu fjölgar íbúum eins hratt og í Mýrdalshreppi. Fjölgunin nemur fimmtíu prósentum á síðustu sex árum.Séð yfir Vík í Mýrdal. Efst til vinstri sést í Mýrdalsjökul með eldstöðina Kötlu.Stöð 2/Einar Árnason.„Ég held að okkur hafi fjölgað um ellefu prósent á síðasta ári. Ég held að það sé bara landsmet,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Af nærri sjöhundruð íbúum hreppsins eru um 280 með erlent ríkisfang.Horft til Reynisdranga. Víkurskóli fyrir miðri mynd.Stöð 2/Einar Árnason.Hótelhaldarinn Elías Guðmundsson er með 115 starfsmenn og nær eingöngu útlendinga. „Það er ekkert af því að maður vill ekki vera með Íslendinga. En maður auglýsir eftir starfsfólki. Það sækir enginn Íslendingur um,“ segir Elías.Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Rótgrónum Mýrdælingum finnst breytingin á litla sveitaþorpinu ekki slæm, eftir því sem við heyrðum í kaffispjalli við karlahóp sem kallar sig öldungaráðið. „Þetta er orðið mjög mikið alþjóðlegt samfélag. Það er gríðarlega mikið af erlendu fólki sem er sest hérna að og er mjög gott fólk,“ segir einn „öldunganna“, Birgir Hinriksson, fyrrverandi mjólkurbílstjóri.Frá kaffispjalli öldungaráðsins. Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögreglumaður, og Birgir Hinriksson, fyrrverandi mjólkurbílstjóri.Stöð 2/Einar Árnason.Veitingastöðum og gististöðum hefur snarfjölgað en einnig afþreyingarmöguleikum. „Þetta er komið frá því að vera bara lítið samfélag, með bara innfæddum, yfir í stórt samfélag, með fólki frá öllum heimshornum. Og það er komin rosamikil menning hérna. Við erum með rosalega fjölbreytt menningarstarf,“ segir Daníel Óliver Sveinsson, eigandi eins af mörgum nýjum veitingastöðum hreppsins.Daníel Óliver Sveinsson, veitingahúsaeigandi í Vík.Stöð 2/Einar Árnason.„Hér væri ekkert ef ferðamaðurinn hefði ekki komið. Ég efast um að það væri hér skóli eða verslun. Ég hugsa að þetta væri allt farið,“ segir Birgir í hópi öldunganna. „Það væri illa farið,“ heyrist okkur Finnur Bjarnason bifvélavirki bæta við. „Þetta væri eins og Borðeyri,“ segir Jóhannes Kristjánsson, fyrrverandi bóndi á Höfðabrekku.Frá veitingastaðnum The Soup Company.Stöð 2/Einar Árnason.„Mér finnst heimamenn vera orðnir miklu opnari en þeir voru áður. Og fólk talar meira saman. Bæði eru útlendingarnir að reyna að læra íslensku, margir. Það eru íslenskunámskeið í boði. Og svo erum við líka að verða betri í ensku,“ segir Daníel Óliver. -Er erfitt að fá Íslendinga til þess að flytja hingað? „Já, það verður bara að segjast eins og er. Eins og tækifærin eru mörg, þá hefur það ekki gengið nógu vel,“ svarar Þorbjörg sveitarstjóri. „Og ég bara skora á landsmenn að koma til Víkur,“ segir hún. Haldið verður áfram að fjalla um Mýrdalshrepp í næsta þætti „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Innflytjendamál Mýrdalshreppur Um land allt Tengdar fréttir „Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50 Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30 Undrast að sjá sovéska hertrukka og Antonov flugvél í Vík í Mýrdal Sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél vekja furðu meðal ferðamanna sem leið eiga um Vík í Mýrdal. Þessi gömlu kaldastríðstól hafa þó ekkert með ferðamennsku að gera. 5. júlí 2019 21:34 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Vík í Mýrdal er orðin alþjóðlegasta þorp landsins en fjörutíu prósent íbúanna eru núna erlendir ríkisborgarar. Rótgrónir Mýrdælingar segja þetta jákvæða breytingu, samfélagið sé orðið opnara og menningarlíf hafi aukist. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Hvergi á landinu fjölgar íbúum eins hratt og í Mýrdalshreppi. Fjölgunin nemur fimmtíu prósentum á síðustu sex árum.Séð yfir Vík í Mýrdal. Efst til vinstri sést í Mýrdalsjökul með eldstöðina Kötlu.Stöð 2/Einar Árnason.„Ég held að okkur hafi fjölgað um ellefu prósent á síðasta ári. Ég held að það sé bara landsmet,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Af nærri sjöhundruð íbúum hreppsins eru um 280 með erlent ríkisfang.Horft til Reynisdranga. Víkurskóli fyrir miðri mynd.Stöð 2/Einar Árnason.Hótelhaldarinn Elías Guðmundsson er með 115 starfsmenn og nær eingöngu útlendinga. „Það er ekkert af því að maður vill ekki vera með Íslendinga. En maður auglýsir eftir starfsfólki. Það sækir enginn Íslendingur um,“ segir Elías.Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Rótgrónum Mýrdælingum finnst breytingin á litla sveitaþorpinu ekki slæm, eftir því sem við heyrðum í kaffispjalli við karlahóp sem kallar sig öldungaráðið. „Þetta er orðið mjög mikið alþjóðlegt samfélag. Það er gríðarlega mikið af erlendu fólki sem er sest hérna að og er mjög gott fólk,“ segir einn „öldunganna“, Birgir Hinriksson, fyrrverandi mjólkurbílstjóri.Frá kaffispjalli öldungaráðsins. Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögreglumaður, og Birgir Hinriksson, fyrrverandi mjólkurbílstjóri.Stöð 2/Einar Árnason.Veitingastöðum og gististöðum hefur snarfjölgað en einnig afþreyingarmöguleikum. „Þetta er komið frá því að vera bara lítið samfélag, með bara innfæddum, yfir í stórt samfélag, með fólki frá öllum heimshornum. Og það er komin rosamikil menning hérna. Við erum með rosalega fjölbreytt menningarstarf,“ segir Daníel Óliver Sveinsson, eigandi eins af mörgum nýjum veitingastöðum hreppsins.Daníel Óliver Sveinsson, veitingahúsaeigandi í Vík.Stöð 2/Einar Árnason.„Hér væri ekkert ef ferðamaðurinn hefði ekki komið. Ég efast um að það væri hér skóli eða verslun. Ég hugsa að þetta væri allt farið,“ segir Birgir í hópi öldunganna. „Það væri illa farið,“ heyrist okkur Finnur Bjarnason bifvélavirki bæta við. „Þetta væri eins og Borðeyri,“ segir Jóhannes Kristjánsson, fyrrverandi bóndi á Höfðabrekku.Frá veitingastaðnum The Soup Company.Stöð 2/Einar Árnason.„Mér finnst heimamenn vera orðnir miklu opnari en þeir voru áður. Og fólk talar meira saman. Bæði eru útlendingarnir að reyna að læra íslensku, margir. Það eru íslenskunámskeið í boði. Og svo erum við líka að verða betri í ensku,“ segir Daníel Óliver. -Er erfitt að fá Íslendinga til þess að flytja hingað? „Já, það verður bara að segjast eins og er. Eins og tækifærin eru mörg, þá hefur það ekki gengið nógu vel,“ svarar Þorbjörg sveitarstjóri. „Og ég bara skora á landsmenn að koma til Víkur,“ segir hún. Haldið verður áfram að fjalla um Mýrdalshrepp í næsta þætti „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Innflytjendamál Mýrdalshreppur Um land allt Tengdar fréttir „Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50 Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30 Undrast að sjá sovéska hertrukka og Antonov flugvél í Vík í Mýrdal Sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél vekja furðu meðal ferðamanna sem leið eiga um Vík í Mýrdal. Þessi gömlu kaldastríðstól hafa þó ekkert með ferðamennsku að gera. 5. júlí 2019 21:34 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
„Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50
Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30
Undrast að sjá sovéska hertrukka og Antonov flugvél í Vík í Mýrdal Sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél vekja furðu meðal ferðamanna sem leið eiga um Vík í Mýrdal. Þessi gömlu kaldastríðstól hafa þó ekkert með ferðamennsku að gera. 5. júlí 2019 21:34
Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48
Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51