Þungatakmarkanir á Ölfusárbrú með tilkomu nýrrar brúar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2019 19:15 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra segir að þungatakmarkanir verði settar á Ölfusárbrú á Selfossi um leið og ný brú yfir Ölfusá verður tekin í notkun. Ný sex milljarða króna brú yfir Ölfusá verður tilbúin 2024 en gjaldtaka verður á brúnni. Núverandi brú yfir Ölfusá var tekin í notkun 22. Desember 1945 og er hún því að verða 74 ár gömul. Brúin er 84 metra löng á milli stöpla. Mikið álag er á brúnni enda fara mörg þúsund bíla yfir brúnna á hverjum degi, bílar af öllum stærðum og gerðum. Brúin er farin að slitna og láta á sjá. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála hefur áhyggjur af brúnni. „Við munum bara sjá á næstu árum vaxandi umferð og jafnvel líka vaxandi umferð þungaflutninga þannig að ég held að það sé mjög mikilvægt að þegar ný brú kemur, sem að við erum með hugmyndir um að koma fyrr á dagskrá með því að fara aðra fjármögnunarleið, þá verði samhliða settar takmarkanir um þungaflutninga yfir gömlu brúnna,“ segir Sigurður Ingi og bætir við. „Hún þolir alveg þá umferð sem hún er með og við þurfum ekkert að óttast það en við munum sjá á næstu árum aukningu á umferð yfir brúnna. Ég held að það sé skynsamlegt þegar að ný brú er komin að setja þá takmarkanir um þungaflutninga á brúnni.“Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgönumála.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurður Ingi segir að nú styttist óðum í að framkvæmdir geti hafist við byggingu nýrrar Ölfusárbrúar, sem verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun fara yfir efri Laugardælaeyju út í Ölfusá fram hjá Selfossi. Stefnt er á að bjóða brúnna út 2021 og að hún yrði tilbúin þremur árum síðar, eða 2024. Gjaldtaka verður yfir brúnna en hún mun kosta um sex milljarða króna. En erum við að tala um 200 krónur, 500 krónur eða 1.000 krónur, sem það mun kosta að aka yfir brúna? „Ég þori ekki að segja til um upphæðina en ég býst við að hún verði frekar í lægri kantinum af því, sem nefnt er hér,“ segir samgönguráðherra. Nýja brúin yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Alþingi Árborg Samgöngur Ný Ölfusárbrú Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra segir að þungatakmarkanir verði settar á Ölfusárbrú á Selfossi um leið og ný brú yfir Ölfusá verður tekin í notkun. Ný sex milljarða króna brú yfir Ölfusá verður tilbúin 2024 en gjaldtaka verður á brúnni. Núverandi brú yfir Ölfusá var tekin í notkun 22. Desember 1945 og er hún því að verða 74 ár gömul. Brúin er 84 metra löng á milli stöpla. Mikið álag er á brúnni enda fara mörg þúsund bíla yfir brúnna á hverjum degi, bílar af öllum stærðum og gerðum. Brúin er farin að slitna og láta á sjá. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála hefur áhyggjur af brúnni. „Við munum bara sjá á næstu árum vaxandi umferð og jafnvel líka vaxandi umferð þungaflutninga þannig að ég held að það sé mjög mikilvægt að þegar ný brú kemur, sem að við erum með hugmyndir um að koma fyrr á dagskrá með því að fara aðra fjármögnunarleið, þá verði samhliða settar takmarkanir um þungaflutninga yfir gömlu brúnna,“ segir Sigurður Ingi og bætir við. „Hún þolir alveg þá umferð sem hún er með og við þurfum ekkert að óttast það en við munum sjá á næstu árum aukningu á umferð yfir brúnna. Ég held að það sé skynsamlegt þegar að ný brú er komin að setja þá takmarkanir um þungaflutninga á brúnni.“Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgönumála.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurður Ingi segir að nú styttist óðum í að framkvæmdir geti hafist við byggingu nýrrar Ölfusárbrúar, sem verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun fara yfir efri Laugardælaeyju út í Ölfusá fram hjá Selfossi. Stefnt er á að bjóða brúnna út 2021 og að hún yrði tilbúin þremur árum síðar, eða 2024. Gjaldtaka verður yfir brúnna en hún mun kosta um sex milljarða króna. En erum við að tala um 200 krónur, 500 krónur eða 1.000 krónur, sem það mun kosta að aka yfir brúna? „Ég þori ekki að segja til um upphæðina en ég býst við að hún verði frekar í lægri kantinum af því, sem nefnt er hér,“ segir samgönguráðherra. Nýja brúin yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni.
Alþingi Árborg Samgöngur Ný Ölfusárbrú Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira