Mótmælt um allt Íran eftir að eldsneytisverð hækkaði um 50 prósent Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2019 12:14 Olíuverð var hækkað um 50 prósent í gær af írönsku ríkisstjórninni. AP/Vahid Salemi Mótmæli hafa brotist út víða í Íran eftir að ríkisstjórnin þar í landi lýsti því yfir að eldsneyti yrði skammtað og að verð þess yrði hækkað. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins sem hefur fregnirnar eftir ríkismiðli Íran. Verð hækkaði um 50% á föstudag en yfirvöld drógu verulega úr niðurgreiðslu eldsneytis til að bregðast við áhrifum viðskiptaþvingana Bandaríkjanna sem hafa haft gríðarlega neikvæð áhrif á hagkerfi Íran. Bandaríkin hafa lagt miklar viðskiptaþvinganir á útflutning íranskrar olíu í kjölfar þess að Bandaríkin drógu sig einhliða úr kjarnorkusamningi ríkjanna tveggja og fleiri stórvelda árið 2018. Ríkisútvarp Íran, IRNA, greindi frá „alvarlegum“ mótmælum í Sirjan borg, í miðju Íran, á föstudagskvöld en þar réðust mótmælendur að olíugeymslu og reyndu að kveikja í.Mikið öngþveiti myndaðist þegar ökumenn yfirgáfu bíla sína í mótmælaaðgerðum í Mashhad í Íran.AP/Vahid SalemiIRNA hafði það eftir ríkisstjóra Sirjan að einn hafi látist og nokkrir til viðbótar hafi særst. Mótmæli brutust einnig út í fleiri borgum, þar á meðal Mashhad, Birjand, Ahvaz, Gachsaran, Abadan, Khomarmshahr, Mahshahr, Shiraz og Bandar Abbas. Í Mashhad, sem er önnur stærsta borg Íran, hindruðu tugir mótmælenda umferð með því að yfirgefa bíla sína og sköpuðu þeir umferðaröngþveiti. Myndbönd voru birt á netinu þar sem ökumenn sáust stöðva umferðina á Imam Ali hraðbrautinni og kyrja slagorð þar sem þeir hvöttu lögregluna að ganga til liðs við sig. Samkvæmt nýju kaupreglunum hefur hver ökumaður leyfi til að kaupa 60 lítra af eldsneyti á mánuði og kostar hver lítri 15,92 íslenskar krónur. Hver lítri umfram það kostar 31,84 krónur. Áður fengu ökumenn að kaupa allt að 250 lítra á mánuði og kostaði lítrinn þá 10,6 krónur. Ríkisstjórnin segir að það sem gjaldahækkunin muni skila í ríkissjóð veðri notað til að styrkja fátækar fjölskyldur. Mohammad Baqer Nobakht, yfirmaður fjárútlátsstofnunar Íran, sagði að frá og með þessum mánuði muni 18 milljón fjölskyldur fá fjárstyrki, sem fjármagnaðir verða með hækkuðu olíuverði. Bensín og olía Íran Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13 Olíuverð hækkar í kjölfar árása Búast má við meiri hækkun á komandi dögum. 15. september 2019 23:41 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Sjá meira
Mótmæli hafa brotist út víða í Íran eftir að ríkisstjórnin þar í landi lýsti því yfir að eldsneyti yrði skammtað og að verð þess yrði hækkað. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins sem hefur fregnirnar eftir ríkismiðli Íran. Verð hækkaði um 50% á föstudag en yfirvöld drógu verulega úr niðurgreiðslu eldsneytis til að bregðast við áhrifum viðskiptaþvingana Bandaríkjanna sem hafa haft gríðarlega neikvæð áhrif á hagkerfi Íran. Bandaríkin hafa lagt miklar viðskiptaþvinganir á útflutning íranskrar olíu í kjölfar þess að Bandaríkin drógu sig einhliða úr kjarnorkusamningi ríkjanna tveggja og fleiri stórvelda árið 2018. Ríkisútvarp Íran, IRNA, greindi frá „alvarlegum“ mótmælum í Sirjan borg, í miðju Íran, á föstudagskvöld en þar réðust mótmælendur að olíugeymslu og reyndu að kveikja í.Mikið öngþveiti myndaðist þegar ökumenn yfirgáfu bíla sína í mótmælaaðgerðum í Mashhad í Íran.AP/Vahid SalemiIRNA hafði það eftir ríkisstjóra Sirjan að einn hafi látist og nokkrir til viðbótar hafi særst. Mótmæli brutust einnig út í fleiri borgum, þar á meðal Mashhad, Birjand, Ahvaz, Gachsaran, Abadan, Khomarmshahr, Mahshahr, Shiraz og Bandar Abbas. Í Mashhad, sem er önnur stærsta borg Íran, hindruðu tugir mótmælenda umferð með því að yfirgefa bíla sína og sköpuðu þeir umferðaröngþveiti. Myndbönd voru birt á netinu þar sem ökumenn sáust stöðva umferðina á Imam Ali hraðbrautinni og kyrja slagorð þar sem þeir hvöttu lögregluna að ganga til liðs við sig. Samkvæmt nýju kaupreglunum hefur hver ökumaður leyfi til að kaupa 60 lítra af eldsneyti á mánuði og kostar hver lítri 15,92 íslenskar krónur. Hver lítri umfram það kostar 31,84 krónur. Áður fengu ökumenn að kaupa allt að 250 lítra á mánuði og kostaði lítrinn þá 10,6 krónur. Ríkisstjórnin segir að það sem gjaldahækkunin muni skila í ríkissjóð veðri notað til að styrkja fátækar fjölskyldur. Mohammad Baqer Nobakht, yfirmaður fjárútlátsstofnunar Íran, sagði að frá og með þessum mánuði muni 18 milljón fjölskyldur fá fjárstyrki, sem fjármagnaðir verða með hækkuðu olíuverði.
Bensín og olía Íran Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13 Olíuverð hækkar í kjölfar árása Búast má við meiri hækkun á komandi dögum. 15. september 2019 23:41 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Sjá meira
Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50
Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13