Gleðiefni að samtalið um bækur lifi góðu lífi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 16. nóvember 2019 09:30 Konur lesa mun meira en karlar samkvæmt könnuninni. Fréttablaðið/Stefán „Miðstöð íslenskra bókmennta lét gera könnunina ásamt nokkrum samstarfsaðilum á bókmenntasviðinu,“ segir Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Lestrarkönnun var lögð fyrir 2.978 Íslendinga í október og var svarhlutfall 51 prósent. Þar var kannað viðhorf Íslendinga til bóklestrar og ýmissa tengdra þátta. „Niðurstöðurnar sýna að lestur hefur heldur aukist og að hljóðbókin er að sækja fram,“ segir Hrefna. Um 80 prósent Íslendinga höfðu lesið hefðbundnar bækur á síðustu tólf mánuðum, 31 prósent hafði lesið rafbækur og 41 prósent hlustað á hljóðbækur sem er sex prósentustigum meira en í könnun frá árinu 2018. Íslendingar lesa eða hlusta að meðaltali á 2,3 bækur á mánuði samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. „Þetta eru jákvæðar niðurstöður og mikil hækkun síðan úr könnun fyrir tveimur árum en þá var meðaltalið tvær bækur á mánuði,“ segir Hrefna. „Afkastamestu lesendurnir í ár eru konur og barnafjölskyldur. Því fleiri sem börnin eru á heimilinu, því meira er lesið,“ segir Hrefna en að jafnaði lesa konur 3,1 bók á mánuði en karlar 1,5 bækur. Um 76 prósent þeirra kvenna sem svöruðu könnuninni höfðu lesið eða hlustað á bók síðastliðna 30 daga á móti 54 prósentum karla. „Það er reyndar ekki nýtt að konur lesi meira en karlar en það var líka þannig í síðustu könnunum,“ segir Hrefna. „Í könnuninni er líka spurt út í tungumálalestur og þar blikka ákveðin viðvörunarljós því að hópurinn á bilinu 18-35 ára les marktækt oftar en aðrir aldurshópar á öðrum tungumálum en íslensku,“ segir Hrefna. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að vera meðvituð um þrátt fyrir að margt geti skýrt þetta,“ segir hún og nefnir sem dæmi að á þessu aldursbili sé stærstur hluti námsmanna og að mikið af námsbókum sé á öðrum tungumálum en íslensku. „Þó að þetta sé ákveðið hættumerki er auðvitað gott að við sem lítil þjóð getum lesið á mörgum tungumálum,“ bætir Hrefna við. „Við þurfum þó að halda áfram að hvetja til lestrar á íslensku og vinna markvisst að þýðingunum, þannig getum við aukið úrval og framboð af lesefni á íslenskri tungu,“ segir hún. Hvað varðar val á lesefni sýna niðurstöður könnunarinnar fram á að helmingur svarenda fái hugmyndir að lesefni frá vinum og vandamönnum. „Það er mikið gleðiefni að bókmenntir séu umræðuefni hjá fólki og að samtal um bækur lifi góðu lífi,“ segir Hrefna. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Íslenska á tækniöld Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
„Miðstöð íslenskra bókmennta lét gera könnunina ásamt nokkrum samstarfsaðilum á bókmenntasviðinu,“ segir Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Lestrarkönnun var lögð fyrir 2.978 Íslendinga í október og var svarhlutfall 51 prósent. Þar var kannað viðhorf Íslendinga til bóklestrar og ýmissa tengdra þátta. „Niðurstöðurnar sýna að lestur hefur heldur aukist og að hljóðbókin er að sækja fram,“ segir Hrefna. Um 80 prósent Íslendinga höfðu lesið hefðbundnar bækur á síðustu tólf mánuðum, 31 prósent hafði lesið rafbækur og 41 prósent hlustað á hljóðbækur sem er sex prósentustigum meira en í könnun frá árinu 2018. Íslendingar lesa eða hlusta að meðaltali á 2,3 bækur á mánuði samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. „Þetta eru jákvæðar niðurstöður og mikil hækkun síðan úr könnun fyrir tveimur árum en þá var meðaltalið tvær bækur á mánuði,“ segir Hrefna. „Afkastamestu lesendurnir í ár eru konur og barnafjölskyldur. Því fleiri sem börnin eru á heimilinu, því meira er lesið,“ segir Hrefna en að jafnaði lesa konur 3,1 bók á mánuði en karlar 1,5 bækur. Um 76 prósent þeirra kvenna sem svöruðu könnuninni höfðu lesið eða hlustað á bók síðastliðna 30 daga á móti 54 prósentum karla. „Það er reyndar ekki nýtt að konur lesi meira en karlar en það var líka þannig í síðustu könnunum,“ segir Hrefna. „Í könnuninni er líka spurt út í tungumálalestur og þar blikka ákveðin viðvörunarljós því að hópurinn á bilinu 18-35 ára les marktækt oftar en aðrir aldurshópar á öðrum tungumálum en íslensku,“ segir Hrefna. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að vera meðvituð um þrátt fyrir að margt geti skýrt þetta,“ segir hún og nefnir sem dæmi að á þessu aldursbili sé stærstur hluti námsmanna og að mikið af námsbókum sé á öðrum tungumálum en íslensku. „Þó að þetta sé ákveðið hættumerki er auðvitað gott að við sem lítil þjóð getum lesið á mörgum tungumálum,“ bætir Hrefna við. „Við þurfum þó að halda áfram að hvetja til lestrar á íslensku og vinna markvisst að þýðingunum, þannig getum við aukið úrval og framboð af lesefni á íslenskri tungu,“ segir hún. Hvað varðar val á lesefni sýna niðurstöður könnunarinnar fram á að helmingur svarenda fái hugmyndir að lesefni frá vinum og vandamönnum. „Það er mikið gleðiefni að bókmenntir séu umræðuefni hjá fólki og að samtal um bækur lifi góðu lífi,“ segir Hrefna.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Íslenska á tækniöld Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira