Upphitun: Leclerc fær tíu sæta refsingu í Brasilíu Bragi Þórðarson skrifar 15. nóvember 2019 07:00 Brasilísku aðdáendurnir elska Formúlu 1. Vísir/Getty Brasilíski kappaksturinn fer fram um helgina og er næstsíðasta umferðin í Formúlu 1 í ár. Enn er hörkuslagur um þriðja sætið í stigakeppni ökuþóra. Aðeins 19 stig skilja að þrjá ökumenn í slagnum um þriðja sætið í heimsmeistaramótinu. Lewis Hamilton og Valtteri Bottas eru nú þegar búnir að tryggja sér fyrsta og annað sætið og Mercedes tryggði sér liðatitilinn í Japan. Charles Leclerc situr í þriðja sætinu, 19 stigum á undan liðsfélaga sínum og fjórfalda heimsmeistaranum, Sebastian Vettel. Á milli þeirra er Red Bull ökuþórinn Max Verstappen. Um mitt tímabil leit út fyrir að Verstappen væri sá eini sem gat ógnað Mercedes ökuþórunum en fjöldi refsinga fyrir að skipta um vélar eftir sumarfrí þýddi að Max átti aldrei möguleika. Verstappen sigurstranglegurSamstuð við Occon gerði út um sigurvonir Verstappen í fyrraGettyÍ fyrra var það ungi Hollendingurinn sem var í algjörum sérflokki á Interlagos brautinni í Sao Paulo. Hann leiddi örugglega en lenti í samstuði við að hringa Esteban Occon og féll Verstappen niður í annað sætið á eftir Lewis Hamilton. Rétt eins og síðastliðin tvö ár kemur Hamilton til Brasilíu sem nýkrýndur heimsmeistari. Lewis hefur í tvígang unnið þar í landi en af núverandi ökumönnum er það Sebastian Vettel sem á flesta sigra á Interlagos, þrjá talsins. Charles Leclerc á góðan möguleika á fá fleiri stig en liðsfélagi sinn á sínu fyrsta tímabili með Ferrari. Þó verður það ekki auðvelt fyrir unga Mónakó búann þar sem hann mun fá tíu sæta refsingu á ráspól í Brasilíu. Ástæða þess er að Ferrari þurfti að skipta um vél í bíl Leclerc eftir bandaríska kappaksturinn og er Charles því búinn með allar þær vélar sem leyfilegt er að nota á einu tímabili. Það verður því ansi áhugavert að fylgjast með hinum 22 ára Leclerc skjótast í gegnum flotann á sunnudaginn en kappaksturinn hefst klukkan 16:50 á sunnudag í beinni á Stöð 2 Sport 2. Formúla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Brasilíski kappaksturinn fer fram um helgina og er næstsíðasta umferðin í Formúlu 1 í ár. Enn er hörkuslagur um þriðja sætið í stigakeppni ökuþóra. Aðeins 19 stig skilja að þrjá ökumenn í slagnum um þriðja sætið í heimsmeistaramótinu. Lewis Hamilton og Valtteri Bottas eru nú þegar búnir að tryggja sér fyrsta og annað sætið og Mercedes tryggði sér liðatitilinn í Japan. Charles Leclerc situr í þriðja sætinu, 19 stigum á undan liðsfélaga sínum og fjórfalda heimsmeistaranum, Sebastian Vettel. Á milli þeirra er Red Bull ökuþórinn Max Verstappen. Um mitt tímabil leit út fyrir að Verstappen væri sá eini sem gat ógnað Mercedes ökuþórunum en fjöldi refsinga fyrir að skipta um vélar eftir sumarfrí þýddi að Max átti aldrei möguleika. Verstappen sigurstranglegurSamstuð við Occon gerði út um sigurvonir Verstappen í fyrraGettyÍ fyrra var það ungi Hollendingurinn sem var í algjörum sérflokki á Interlagos brautinni í Sao Paulo. Hann leiddi örugglega en lenti í samstuði við að hringa Esteban Occon og féll Verstappen niður í annað sætið á eftir Lewis Hamilton. Rétt eins og síðastliðin tvö ár kemur Hamilton til Brasilíu sem nýkrýndur heimsmeistari. Lewis hefur í tvígang unnið þar í landi en af núverandi ökumönnum er það Sebastian Vettel sem á flesta sigra á Interlagos, þrjá talsins. Charles Leclerc á góðan möguleika á fá fleiri stig en liðsfélagi sinn á sínu fyrsta tímabili með Ferrari. Þó verður það ekki auðvelt fyrir unga Mónakó búann þar sem hann mun fá tíu sæta refsingu á ráspól í Brasilíu. Ástæða þess er að Ferrari þurfti að skipta um vél í bíl Leclerc eftir bandaríska kappaksturinn og er Charles því búinn með allar þær vélar sem leyfilegt er að nota á einu tímabili. Það verður því ansi áhugavert að fylgjast með hinum 22 ára Leclerc skjótast í gegnum flotann á sunnudaginn en kappaksturinn hefst klukkan 16:50 á sunnudag í beinni á Stöð 2 Sport 2.
Formúla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira