Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Sylvía Hall skrifar 14. nóvember 2019 18:00 Blaðamannafélagið hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs. Vísir/Vilhelm Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. Vinnustöðvunin var sú fyrsta í verkfallsaðgerðum Blaðamannafélagsins. Málið verður þingfest í Félagsdómi næstkomandi þriðjudag. Hin meintu brot snúast að fréttaskrifum blaðamanna Árvakurs á vef mbl.is á meðan vinnustöðvun stóð yfir. Á meðal þeirra sem grunuð eru um verkfallsbrot eru þrír félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands en níu blaðamenn birtu fréttir á vefnum á meðan vinnustöðvun stóð yfir. Skrif blaðamannanna vöktu mikla athygli og sendu átján vefblaðamenn mbl.is frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir vonbrigðum með ritstjóra sinn og samstarfsmenn. Á meðal þeirra sem skrifuðu undir voru fréttastjóri mbl.is og yfirmaður íþróttadeildar Morgunblaðsins. Sjá einnig: Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga „Um leið og blaðamenn á mbl.is lögðu niður störf í morgun tóku nokkrir blaðamenn á Morgunblaðinu, sem að öllu jöfnu skrifa ekki fréttir á mbl.is, til við að skrifa fréttir á mbl.is,“ sagði í yfirlýsingu starfsmannanna. Alls eru 22 fréttir tilgreindar í stefnu Blaðamannafélagsins sem birtust á milli 10 og 14 síðastliðinn föstudag. Fer Blaðamannafélagið fram á það að dómurinn viðurkenni að Árvakur hafi með birtingu fréttanna brotið gegn ákvæði laga um vinnudeilur þar sem segir að óheimilt sé að stuðla að því að afstýra vinnustöðvun sem hefur verið löglega hafin með aðstoð einstakra meðlima félaga sem standa að vinnustöðvuninni. Þá krefst Blaðamannafélag Íslands að Árvakur verði dæmt til sektargreiðslu sem og greiðslu málskotnaðar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00 Formaður Blaðamannafélags Íslands segist ekki bjartsýnn Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. 11. nóvember 2019 18:46 Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. Vinnustöðvunin var sú fyrsta í verkfallsaðgerðum Blaðamannafélagsins. Málið verður þingfest í Félagsdómi næstkomandi þriðjudag. Hin meintu brot snúast að fréttaskrifum blaðamanna Árvakurs á vef mbl.is á meðan vinnustöðvun stóð yfir. Á meðal þeirra sem grunuð eru um verkfallsbrot eru þrír félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands en níu blaðamenn birtu fréttir á vefnum á meðan vinnustöðvun stóð yfir. Skrif blaðamannanna vöktu mikla athygli og sendu átján vefblaðamenn mbl.is frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir vonbrigðum með ritstjóra sinn og samstarfsmenn. Á meðal þeirra sem skrifuðu undir voru fréttastjóri mbl.is og yfirmaður íþróttadeildar Morgunblaðsins. Sjá einnig: Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga „Um leið og blaðamenn á mbl.is lögðu niður störf í morgun tóku nokkrir blaðamenn á Morgunblaðinu, sem að öllu jöfnu skrifa ekki fréttir á mbl.is, til við að skrifa fréttir á mbl.is,“ sagði í yfirlýsingu starfsmannanna. Alls eru 22 fréttir tilgreindar í stefnu Blaðamannafélagsins sem birtust á milli 10 og 14 síðastliðinn föstudag. Fer Blaðamannafélagið fram á það að dómurinn viðurkenni að Árvakur hafi með birtingu fréttanna brotið gegn ákvæði laga um vinnudeilur þar sem segir að óheimilt sé að stuðla að því að afstýra vinnustöðvun sem hefur verið löglega hafin með aðstoð einstakra meðlima félaga sem standa að vinnustöðvuninni. Þá krefst Blaðamannafélag Íslands að Árvakur verði dæmt til sektargreiðslu sem og greiðslu málskotnaðar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00 Formaður Blaðamannafélags Íslands segist ekki bjartsýnn Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. 11. nóvember 2019 18:46 Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00
Formaður Blaðamannafélags Íslands segist ekki bjartsýnn Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. 11. nóvember 2019 18:46
Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31
Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30