„Enn eitt dæmið“ um af hverju er mikilvægt að rannsaka fjárfestingaleið Seðlabankans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 18:00 Smári McCarthy. Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar vilja að skipuð verði þriggja manna rannsóknarnefnd sem falið verði að rannsaka svokallaða fjárfestingaleið Seðlabankan Íslands. Þingflokkarnir hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis en að sögn flutningsmanna er tilgangurinn að varpa skýru ljósi á allar þær fjármagnstilfærslur sem gerðar voru fyrir tilstilli fjárfestingaleiðarinnar. Með fjárfestingaleiðinni stóð seðlabankinn fyrir gjaldeyrisútboðum þar sem bankinn keypti erlendan gjaldeyri í skiptum fyrir krónur til innlendrar fjárfestingar. „Viðskiptin eru liður í losun hafta á fjármagnshreyfingar með gjaldeyri, sbr. áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011. Markmið Seðlabanka Íslands með viðskiptunum er að auðvelda losun gjaldeyrishafta, án þess að það valdi verulegum óstöðugleika í gengis og peningamálum eða tefli fjármálastöðugleika í tvísýnu,“ segir í kynningu SÍ um fjárfestingaleiðina sem vitnað er til í greinagerð með þingsályktunartillögunni. „Við höfum lagt þetta fram áður og þá fékkst þetta ekki til meðferðar en núna er bara enn eitt dæmið komið fram um það af hverju þetta er mikilvægt og vonandi klárast þetta í þetta skiptið,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Dæmið sem hann vísar til nú er meint brot Samherja og dótturfélaga í Namibíu. „Í grundvallaratriðum þá voru um 207 milljarðar króna sem komu inn í gegnum fjárfestingaleiðina á meðan að hún var í gangi og við vitum í rauninni ekki nógu mikið um hvaðan þessir peningar komu,“ segir Smári. „Eitthvað af þessu virðist hafa komið frá aflandsfélögum og í þeim tilfellum þá gæti verið um að ræða peninga sem að fóru úr landi, jafnvel fyrir hrun, í jafnvel ólögmætum viðskiptum og það þarf í rauninni að kanna það hvort að þessir peningar hafi fengið að koma aftur inn í landið með afslætti og notaður til þess að kaupa upp eignir sem að voru á stórlækkuðu verði vegna hrunsins.“ Þessi atriði þurfi að gera upp að mati Smára og komast til botns í því hvort að fjárfestingaleiðin hafi verið misnotuð með einhverjum hætti með tilliti til þessara atriða. Spurður hvort ekki ætti að vera löngu búið að koma auga á slíka misnotkun, reynist grunurinn réttur, segir Smári að það hefði verið betra. „Það er í rauninni ekkert sem hefur bent til þess að það hafi verið eftirlit með þeim þætti per se, það var verið að staðfesta að uppboðin væru að ganga með réttum hætti en það var eftir því sem að við best vitum ekkert verið að kanna sérstaklega uppruna peninganna og hvernig það var að flæða,“ segir Smári. Alþingi Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Mest lesið Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
Þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar vilja að skipuð verði þriggja manna rannsóknarnefnd sem falið verði að rannsaka svokallaða fjárfestingaleið Seðlabankan Íslands. Þingflokkarnir hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis en að sögn flutningsmanna er tilgangurinn að varpa skýru ljósi á allar þær fjármagnstilfærslur sem gerðar voru fyrir tilstilli fjárfestingaleiðarinnar. Með fjárfestingaleiðinni stóð seðlabankinn fyrir gjaldeyrisútboðum þar sem bankinn keypti erlendan gjaldeyri í skiptum fyrir krónur til innlendrar fjárfestingar. „Viðskiptin eru liður í losun hafta á fjármagnshreyfingar með gjaldeyri, sbr. áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011. Markmið Seðlabanka Íslands með viðskiptunum er að auðvelda losun gjaldeyrishafta, án þess að það valdi verulegum óstöðugleika í gengis og peningamálum eða tefli fjármálastöðugleika í tvísýnu,“ segir í kynningu SÍ um fjárfestingaleiðina sem vitnað er til í greinagerð með þingsályktunartillögunni. „Við höfum lagt þetta fram áður og þá fékkst þetta ekki til meðferðar en núna er bara enn eitt dæmið komið fram um það af hverju þetta er mikilvægt og vonandi klárast þetta í þetta skiptið,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Dæmið sem hann vísar til nú er meint brot Samherja og dótturfélaga í Namibíu. „Í grundvallaratriðum þá voru um 207 milljarðar króna sem komu inn í gegnum fjárfestingaleiðina á meðan að hún var í gangi og við vitum í rauninni ekki nógu mikið um hvaðan þessir peningar komu,“ segir Smári. „Eitthvað af þessu virðist hafa komið frá aflandsfélögum og í þeim tilfellum þá gæti verið um að ræða peninga sem að fóru úr landi, jafnvel fyrir hrun, í jafnvel ólögmætum viðskiptum og það þarf í rauninni að kanna það hvort að þessir peningar hafi fengið að koma aftur inn í landið með afslætti og notaður til þess að kaupa upp eignir sem að voru á stórlækkuðu verði vegna hrunsins.“ Þessi atriði þurfi að gera upp að mati Smára og komast til botns í því hvort að fjárfestingaleiðin hafi verið misnotuð með einhverjum hætti með tilliti til þessara atriða. Spurður hvort ekki ætti að vera löngu búið að koma auga á slíka misnotkun, reynist grunurinn réttur, segir Smári að það hefði verið betra. „Það er í rauninni ekkert sem hefur bent til þess að það hafi verið eftirlit með þeim þætti per se, það var verið að staðfesta að uppboðin væru að ganga með réttum hætti en það var eftir því sem að við best vitum ekkert verið að kanna sérstaklega uppruna peninganna og hvernig það var að flæða,“ segir Smári.
Alþingi Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Mest lesið Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira