„Kerfislæg linkind gagnvart spillingu einkennir íslenskt stjórnarfar" Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 11:30 Smári McCarthy, þingmaður Pírata, var málhefjandi sérstakrar umræðu um spillingu á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Það er ljóst að þingmönnum er mikið niðri fyrir vegna meintra brota Samherja í Namibíu. Það var mikill hiti í umræðum í óundirbúnum fyrirspurnatíma í morgun og klukkan ellefu hóf Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sérstaka umræðu um spillingu. „Sú tíð er liðin að fólk geti skýlt sér á bak við furðu eða hneykslan þegar kemur að umræðu um spillingu á Íslandi. Hún er víðfem, vel skjalfest, og viðgengst því sem næst óáreitt. Kerfislæg linkind gagnvart spillingu einkennir íslenskt stjórnarfar,” sagði Smári við upphaf ræðu sinnar. Hann sagði uppljóstranir Kveiks og Stundarinnar um starfsemi Samherja í Namibíu og Angóla vera sláandi og að fyrir liggi sannanir um skipulagt arðrán á auðlindum annarrar þjóðar.Sjá einnig: Bein útsending frá Alþingi: Þingmenn ræða spillingu í skugga Samherjaskjalanna „Söfnun kvóta á hendur hinna fáu er afleiðing þess að pólitísk tengsl séu nýtt til að treysta það eignarhald, lágmarka greiðslur í sameiginlega sjóði og hámarka hagnað. Það eru mistök að horfa fram hjá uppsprettu og rót vandans,“ sagði Smári. Tilgangslaust væri af hálfu þingmanna að lýsa því aftur og aftur yfir hversu hrikaleg spillingarmál Samherja séu. „Við vitum það öll. Það sem fólk vill heyra frá okkur núna er hvað við ætlum að gera í málinu,“ sagði Smári.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist líta málið grafalvarlegum augum.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til andsvara en hún sagði málið þegar vera komið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. „ Það er mjög mikilvægt að þar verði vandað til verka, allar staðreyndir málsins verði dregnar fram og að sjálfsögðu munu stjórnvöld tryggja að þær stofnanir sem fara með rannsókn málsins hafi fullt svigrúm til að sinna henni af kostgæfni,” sagði Katrín. Þá sagðist hún ætla að leggja fram frumvarp á þessu þingi um varnir gegn hagsmunaárekstrum í stjórnarráðinu. Þá hafi Alþingi þegar samþykkt ýmis frumvörp hennar, til að mynda um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna og breytingar á upplýsingalögum. „Og mér skilst að í dag eigi að mæla fyrir frumvarp um vernd uppljóstrara,“ sagði Katrín og vísaði þar til frumvarps sem hún sjálf mun mæla fyrir síðar í dag. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skammaði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir að kalla Ísland "spillingarbæli.“ Báðir hækkuðu þeir róminn verulega í ræðum sínum í pontu Alþingis og höfðu uppi frammíköll. 14. nóvember 2019 10:47 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Það er ljóst að þingmönnum er mikið niðri fyrir vegna meintra brota Samherja í Namibíu. Það var mikill hiti í umræðum í óundirbúnum fyrirspurnatíma í morgun og klukkan ellefu hóf Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sérstaka umræðu um spillingu. „Sú tíð er liðin að fólk geti skýlt sér á bak við furðu eða hneykslan þegar kemur að umræðu um spillingu á Íslandi. Hún er víðfem, vel skjalfest, og viðgengst því sem næst óáreitt. Kerfislæg linkind gagnvart spillingu einkennir íslenskt stjórnarfar,” sagði Smári við upphaf ræðu sinnar. Hann sagði uppljóstranir Kveiks og Stundarinnar um starfsemi Samherja í Namibíu og Angóla vera sláandi og að fyrir liggi sannanir um skipulagt arðrán á auðlindum annarrar þjóðar.Sjá einnig: Bein útsending frá Alþingi: Þingmenn ræða spillingu í skugga Samherjaskjalanna „Söfnun kvóta á hendur hinna fáu er afleiðing þess að pólitísk tengsl séu nýtt til að treysta það eignarhald, lágmarka greiðslur í sameiginlega sjóði og hámarka hagnað. Það eru mistök að horfa fram hjá uppsprettu og rót vandans,“ sagði Smári. Tilgangslaust væri af hálfu þingmanna að lýsa því aftur og aftur yfir hversu hrikaleg spillingarmál Samherja séu. „Við vitum það öll. Það sem fólk vill heyra frá okkur núna er hvað við ætlum að gera í málinu,“ sagði Smári.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist líta málið grafalvarlegum augum.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til andsvara en hún sagði málið þegar vera komið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. „ Það er mjög mikilvægt að þar verði vandað til verka, allar staðreyndir málsins verði dregnar fram og að sjálfsögðu munu stjórnvöld tryggja að þær stofnanir sem fara með rannsókn málsins hafi fullt svigrúm til að sinna henni af kostgæfni,” sagði Katrín. Þá sagðist hún ætla að leggja fram frumvarp á þessu þingi um varnir gegn hagsmunaárekstrum í stjórnarráðinu. Þá hafi Alþingi þegar samþykkt ýmis frumvörp hennar, til að mynda um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna og breytingar á upplýsingalögum. „Og mér skilst að í dag eigi að mæla fyrir frumvarp um vernd uppljóstrara,“ sagði Katrín og vísaði þar til frumvarps sem hún sjálf mun mæla fyrir síðar í dag.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skammaði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir að kalla Ísland "spillingarbæli.“ Báðir hækkuðu þeir róminn verulega í ræðum sínum í pontu Alþingis og höfðu uppi frammíköll. 14. nóvember 2019 10:47 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
„Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skammaði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir að kalla Ísland "spillingarbæli.“ Báðir hækkuðu þeir róminn verulega í ræðum sínum í pontu Alþingis og höfðu uppi frammíköll. 14. nóvember 2019 10:47
Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08