Kane með þrennu er England tryggði EM sætið með stæl Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 21:45 Kane var sjóðheitur í fyrri hálfleik vísir/getty Englendingar tryggðu sæti sitt á EM 2020 með stórsigri á Svartfjallalandi á Wembley í kvöld. Enska liðið mætti í leikinn af miklum krafti og var Alex Oxlade-Chamberlain búinn að koma þeim yfir á 11. mínútu. Þá var komið að Harry Kane að láta ljós sitt skína en hann skoraði þrennu á tuttugu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Marcus Rashford setti eitt mark á milli marka Kane og var staðan 5-0 fyrir Englendingum í hálfleik. Heimamenn gátu slakað aðeins á bensíngjöfinni í seinni hálfleik og skoruðu þeir aðeins tvö mörk í honum. Annað var sjálfsmark Svartfellinga og Tammy Abraham kláraði leikinn á marki á 84. mínútu. Stig hefði dugað Englandi til þess að tryggja EM-sætið en þeir gulltryggðu það með stórsigrinum. EM 2020 í fótbolta
Englendingar tryggðu sæti sitt á EM 2020 með stórsigri á Svartfjallalandi á Wembley í kvöld. Enska liðið mætti í leikinn af miklum krafti og var Alex Oxlade-Chamberlain búinn að koma þeim yfir á 11. mínútu. Þá var komið að Harry Kane að láta ljós sitt skína en hann skoraði þrennu á tuttugu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Marcus Rashford setti eitt mark á milli marka Kane og var staðan 5-0 fyrir Englendingum í hálfleik. Heimamenn gátu slakað aðeins á bensíngjöfinni í seinni hálfleik og skoruðu þeir aðeins tvö mörk í honum. Annað var sjálfsmark Svartfellinga og Tammy Abraham kláraði leikinn á marki á 84. mínútu. Stig hefði dugað Englandi til þess að tryggja EM-sætið en þeir gulltryggðu það með stórsigrinum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti