Gefur tilefni til að rannsaka viðskiptahætti Samherja hér á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 19:00 Formaður ASÍ segir að samúðin sé hjá namibísku þjóðinni eftir þær ásakanir sem komu fram á RÚV í gær um viðskiptahætti Samherja þar í landi. Formaður Sjómannasambandsins segir að það eitt að vera sakaður um ólöglega viðskiptahætti hafi skaðleg áhrif á orðstýr landsins. Forsvarsmenn verkalýðsforystunnar lýstu bæði undrun og sorg þegar fréttastofa ræddi við þá í dag um viðbrögð eftir fréttaskýringarþáttinn Kveik í gær um vinnubrögð Samherja í Afríku. Drífa Snædal formaður Alþýðusambandsins sagði sinn hug hjá namibísku þjóðinni. „Samúð okkar er með þjóð í veikri stöðu eins og namibíska þjóðin er og að alþjóðlegt fyrirtæki hafi notað sér það er svo viðbjóðslegt í þessu máli,“ voru fyrstu viðbrögð Drífu vegna málsins í dag. „Starfsfólk Samherja á Akureyri er náttúrulega líka að velta fyrir sér sinni stöðu en ég tel ekki tilefni til að óttast um hana á þessum tímapunkti,“ segir Drífa. Aðspurð um hvort rannsaka þurfi viðskiptahætti Samherja hér á landi svaraði Drífa: „Auðvitað gefur það tilefni til að rannsaka viðskiptahætti fyrirtækisins hér á landi þegar það haga sér svona erlendis. En auðvitað er fyrsta skrefið að rannsaka þær ásakanir sem þegar hafa komið fram. Mikilvægi eftirlitsstofnanna með svona stórfyrirtækjum er gríðarlegt svo þau fari ekki að hafa óeðlileg áhrif á lýðræði og örlög vinnandi fólks.“Valmundur Valmundsson sagðist sleginn yfir fréttunum af viðskiptaháttum Samherja í Namibíu.VísirValmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands var sorgmæddur. „Maður er bara rosalega sleginn yfir þessu öllu og þykir rosalega leitt hvernig farið er með fólk þarna niður frá. Það eitt að vera sakaður um svona er grafalvarlegt mál, fyrir þá og okkur öll og hefur eitt og sér skaðleg áhrif á orðstýr þjóðarinnar. Ef þeir eru sekir þá er það svakalegt en við skulum bíða og sjá. Samherji þarf að fá að bera hönd yfir höfuð sér. Það er augljóst fyrsta skref að rannsaka þessi mál ofaní kjölinn,“ sagði Valmundur. Kjaramál Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðskipti Mest lesið Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Sjá meira
Formaður ASÍ segir að samúðin sé hjá namibísku þjóðinni eftir þær ásakanir sem komu fram á RÚV í gær um viðskiptahætti Samherja þar í landi. Formaður Sjómannasambandsins segir að það eitt að vera sakaður um ólöglega viðskiptahætti hafi skaðleg áhrif á orðstýr landsins. Forsvarsmenn verkalýðsforystunnar lýstu bæði undrun og sorg þegar fréttastofa ræddi við þá í dag um viðbrögð eftir fréttaskýringarþáttinn Kveik í gær um vinnubrögð Samherja í Afríku. Drífa Snædal formaður Alþýðusambandsins sagði sinn hug hjá namibísku þjóðinni. „Samúð okkar er með þjóð í veikri stöðu eins og namibíska þjóðin er og að alþjóðlegt fyrirtæki hafi notað sér það er svo viðbjóðslegt í þessu máli,“ voru fyrstu viðbrögð Drífu vegna málsins í dag. „Starfsfólk Samherja á Akureyri er náttúrulega líka að velta fyrir sér sinni stöðu en ég tel ekki tilefni til að óttast um hana á þessum tímapunkti,“ segir Drífa. Aðspurð um hvort rannsaka þurfi viðskiptahætti Samherja hér á landi svaraði Drífa: „Auðvitað gefur það tilefni til að rannsaka viðskiptahætti fyrirtækisins hér á landi þegar það haga sér svona erlendis. En auðvitað er fyrsta skrefið að rannsaka þær ásakanir sem þegar hafa komið fram. Mikilvægi eftirlitsstofnanna með svona stórfyrirtækjum er gríðarlegt svo þau fari ekki að hafa óeðlileg áhrif á lýðræði og örlög vinnandi fólks.“Valmundur Valmundsson sagðist sleginn yfir fréttunum af viðskiptaháttum Samherja í Namibíu.VísirValmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands var sorgmæddur. „Maður er bara rosalega sleginn yfir þessu öllu og þykir rosalega leitt hvernig farið er með fólk þarna niður frá. Það eitt að vera sakaður um svona er grafalvarlegt mál, fyrir þá og okkur öll og hefur eitt og sér skaðleg áhrif á orðstýr þjóðarinnar. Ef þeir eru sekir þá er það svakalegt en við skulum bíða og sjá. Samherji þarf að fá að bera hönd yfir höfuð sér. Það er augljóst fyrsta skref að rannsaka þessi mál ofaní kjölinn,“ sagði Valmundur.
Kjaramál Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðskipti Mest lesið Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Sjá meira