Hjó hausinn af ketti með öxi og lét ófriðlega Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2019 16:09 Maðurinn reif til sín köttinn, fór með hann niður í kjallara og hjó þar af honum hausinn. (Hin samsetta mynd tengist fréttinni ekki beint.) Maður nokkur var dæmdur fyrir að ryðjast inn á heimili barnsmóður sinnar, grípa kött sinn sem þar var, hafa hann með sér niður í kjallara og höggva þar af honum hausinn. Maðurinn hlaut fyrir þetta dóm sem féll í Héraðsdómi Austurlands 28. október, sem nemur tveggja mánaða skilorðsbundinni fangelsisvist og að greiða 120 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Í dómsorði er ákæra lögreglustjórans á Austurlandi tíunduð, að hann sé sakaður um húsbrot, eignaspjöll og brot gegn lögum um velferð dýra og reglugerð um velferð gæludýra. Maðurinn ruddist inn í íbúð barnsmóður sinnar fyrir hádegi 6. júní í sumar með því að brjóta upp útidyrahurð og fara í framhaldi inn í íbúðina. Þar tók hann kött sem ákærði átti í íbúðinni og fór með hann niður í kjallara hússins og hjó af honum hausinn með öxi. Þetta gerði hann „án þess að leita til dýralæknis til að aflífa köttinn, án þess að svipta köttinn meðvitund fyrir aflífun og því ekki gætt að því að forðast að valda kettinum óþarfa þjáningum og hræðslu.“ Ákærði játaði skýlaust sakargiftir og verknaðarlýsingu og telur dómari enga ástæðu til að efast um þá háttsemi sem í ákæru er svo lýst. Dómarinn dæmdi manninn því sekan og segir háttsemi hans afar ófyrirleitna. Vímuáhrif hans á verknaðarstundu eru ekki metin honum til afsökunar en þó sé vert að líta til iðrunar og undabragðalausrar játningar. Dómsmál Dýr Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Maður nokkur var dæmdur fyrir að ryðjast inn á heimili barnsmóður sinnar, grípa kött sinn sem þar var, hafa hann með sér niður í kjallara og höggva þar af honum hausinn. Maðurinn hlaut fyrir þetta dóm sem féll í Héraðsdómi Austurlands 28. október, sem nemur tveggja mánaða skilorðsbundinni fangelsisvist og að greiða 120 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Í dómsorði er ákæra lögreglustjórans á Austurlandi tíunduð, að hann sé sakaður um húsbrot, eignaspjöll og brot gegn lögum um velferð dýra og reglugerð um velferð gæludýra. Maðurinn ruddist inn í íbúð barnsmóður sinnar fyrir hádegi 6. júní í sumar með því að brjóta upp útidyrahurð og fara í framhaldi inn í íbúðina. Þar tók hann kött sem ákærði átti í íbúðinni og fór með hann niður í kjallara hússins og hjó af honum hausinn með öxi. Þetta gerði hann „án þess að leita til dýralæknis til að aflífa köttinn, án þess að svipta köttinn meðvitund fyrir aflífun og því ekki gætt að því að forðast að valda kettinum óþarfa þjáningum og hræðslu.“ Ákærði játaði skýlaust sakargiftir og verknaðarlýsingu og telur dómari enga ástæðu til að efast um þá háttsemi sem í ákæru er svo lýst. Dómarinn dæmdi manninn því sekan og segir háttsemi hans afar ófyrirleitna. Vímuáhrif hans á verknaðarstundu eru ekki metin honum til afsökunar en þó sé vert að líta til iðrunar og undabragðalausrar játningar.
Dómsmál Dýr Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira