Sportpakkinn: Fáum nánast aldrei æfingaleiki Arnar Björnsson skrifar 13. nóvember 2019 16:30 Helena í landsleik. vísir/daníel þór „Ég er búinn að vera að bíða eftir þessu frá því að ég tók við“, segir Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari sem stýrir kvennalandsliðinu gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni annað kvöld. Frítt er á leikinn í boði Dominos en flautað verður til leiks klukkan 20. „Við byrjuðum á smáþjóðaleikunum í vor en verkefnið núna er enn stærra,“ segir þjálfarinn Benedikt sem segir tímann til undirbúnings vera stuttan. „Ofsalega knappur tími og maður er að reyna að gera sem mest og svigrúmið er ekki mikið en vonandi náum við að gera nóg“. Benedikt segir að liðið hafi æft í þrjár vikur fyrir smáþjóðaleikana en núna er tíminn minni. „Maður þarf að vinna þetta hratt og markvisst“. „Eins og staðan er í dag vitum við ekki mikið um liðið. FIBA raðaði þeim fyrir neðan okkur á styrleikalistanum en við erum það klárar að við gerum ráð fyrir því að þetta verði hörkuleikur“, segir Helena Sverrisdóttir. Hún segir andann í hópnum góðan eins og alltaf þegar liðið kemur saman. 16 leikmenn voru kallaðir til æfinga. „Það er mikil barátta um í sæti í 12 manna hópnumn æfingarnar taka mið af þeirri baráttu“. Helena tekur undir með þjálfaranum að tími til æfinga fyrir leikinn er ekki mikill. „Við vorum saman í sumar og erum að gera sömu hluti. Við horfum á myndbönd þess á milli sem við æfum“. Helena segir tímann fyrir smáþjóðaleikana hafa verið dýrmætan. Eftir leikinn fer landsliðið út og mætir Grikkjum á sunnudag. Þetta verða einu leikirnir þar til í nóvember á næsta ári. „Núna erum við að spila tvo leiki og svo líður heilt ár þar til að við spilum næstu leiki í þessari undankeppni. Hver einasti leikur hjálpar okkur mjög mikið því við fáum aldrei neina æfingaleiki“. Þjálfarinn segir standið á leikmönnum fínt. Flestar stelpurnar voru að spila á miðvikudag og á laugardag. Hildur Björg Kjartansdóttir meiddist í síðasta leik en Benedikt segir að það komi ekkert í veg fyrir að hún spili. Hvað segir hann um mótherjana? „Þetta er lið sem er svipað að styrkleika og við held ég örugglega. Þetta er öðruvísi lið en Grikkland og Slóvenía og undirbúningurinn miðast við það“.Klippa: Benedikt og Helena ræða komandi landsleik Íslenski körfuboltinn Sportpakkinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
„Ég er búinn að vera að bíða eftir þessu frá því að ég tók við“, segir Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari sem stýrir kvennalandsliðinu gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni annað kvöld. Frítt er á leikinn í boði Dominos en flautað verður til leiks klukkan 20. „Við byrjuðum á smáþjóðaleikunum í vor en verkefnið núna er enn stærra,“ segir þjálfarinn Benedikt sem segir tímann til undirbúnings vera stuttan. „Ofsalega knappur tími og maður er að reyna að gera sem mest og svigrúmið er ekki mikið en vonandi náum við að gera nóg“. Benedikt segir að liðið hafi æft í þrjár vikur fyrir smáþjóðaleikana en núna er tíminn minni. „Maður þarf að vinna þetta hratt og markvisst“. „Eins og staðan er í dag vitum við ekki mikið um liðið. FIBA raðaði þeim fyrir neðan okkur á styrleikalistanum en við erum það klárar að við gerum ráð fyrir því að þetta verði hörkuleikur“, segir Helena Sverrisdóttir. Hún segir andann í hópnum góðan eins og alltaf þegar liðið kemur saman. 16 leikmenn voru kallaðir til æfinga. „Það er mikil barátta um í sæti í 12 manna hópnumn æfingarnar taka mið af þeirri baráttu“. Helena tekur undir með þjálfaranum að tími til æfinga fyrir leikinn er ekki mikill. „Við vorum saman í sumar og erum að gera sömu hluti. Við horfum á myndbönd þess á milli sem við æfum“. Helena segir tímann fyrir smáþjóðaleikana hafa verið dýrmætan. Eftir leikinn fer landsliðið út og mætir Grikkjum á sunnudag. Þetta verða einu leikirnir þar til í nóvember á næsta ári. „Núna erum við að spila tvo leiki og svo líður heilt ár þar til að við spilum næstu leiki í þessari undankeppni. Hver einasti leikur hjálpar okkur mjög mikið því við fáum aldrei neina æfingaleiki“. Þjálfarinn segir standið á leikmönnum fínt. Flestar stelpurnar voru að spila á miðvikudag og á laugardag. Hildur Björg Kjartansdóttir meiddist í síðasta leik en Benedikt segir að það komi ekkert í veg fyrir að hún spili. Hvað segir hann um mótherjana? „Þetta er lið sem er svipað að styrkleika og við held ég örugglega. Þetta er öðruvísi lið en Grikkland og Slóvenía og undirbúningurinn miðast við það“.Klippa: Benedikt og Helena ræða komandi landsleik
Íslenski körfuboltinn Sportpakkinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira