Sportpakkinn: Alawoya og Zabas til Vals? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2019 15:30 PJ Alawoya varð Íslandsmeistari með KR 2017. vísir/anton Sjöunda umferð Domino's deildar karla í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum. Arnar Björnsson tók saman frétt um leiki kvöldsins. Isarel Martin mætir með Hauka á Sauðárkrók. Forvitnilegt verður að sjá hvaða mótttökur Martin fær á Króknum en hann stýrði Tindastóli áður en hann tók við Haukum í sumar. Tindastóll vann leik liðanna á Króknum á síðustu leiktíð en Haukar höfðu betur í leiknum í Hafnarfirði. Sinisa Bilic er stigahæstur Tindastóls með 22,5 stig að meðaltali. Haukar hafa tapað tveimur leikjum, báðum á útivelli. Flenard Whitfield er þeirra stigahæstur, með 19 stig að meðaltali. Gerald Robinson hefur skorað 18 stig að meðaltali og tekið 10,2 fráköst. Stjarnan er líkt og Tindastóll og Haukar með fjóra sigra og tvo ósigra. Bikarmeistarar síðasta árs unnu tvo fyrstu leikina en töpuðu næstu tveimur, með tólf stigum fyrir Tindastóli á Króknum og með sama mun fyrir Keflavík á heimavelli í lok október. Nikolas Tomsick er stigahæstur Stjörnumanna með 18,7 stig að meðaltali og Tómas Þórður Hilmarsson er með 10,8 fráköst. Hann hefur sótt í sig veðrið, tók 18 fráköst og skoraði 19 stig í sigri á Njarðvík í þarsíðustu umferð. Tveir sigrar á útivelli í röð breyta vígstöðunni, í kvöld koma Valsmenn í heimsókn. Valur hefur unnið þrjá leiki og tapað þremur, tveir sigranna komu í tveimur fyrstu umferðunum. Valur skoraði aðeins 17 stig í seinni hálfleik og alls 53 í tapi gegn Njarðvík í síðasta leik. Valur leitar að eftirmanni Chris Jones sem hætti í miðjum leik gegn Keflavík. Jones er stigahæstur Valsmanna með 19 stig að meðaltali. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, er að reyna að fá Philip Alawoya sem lék með KR og Tindastóli. Hann var með 16 stig og 8,4 fráköst að meðaltali í 14 leikjum með Tindastóli á síðustu leiktíð. Evaldas Zabas gæti einnig verið á leið til Vals en félagaskipti hans úr Njarðvík eru ekki komin á hreint. Zabas skoraði tólf stig að meðaltali í þremur leikjum með Njarðvík. Þriðji leikur kvöldsins verður í Þorlákshöfn þegar Þór fær granna sína í Grindavík í heimsókn. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þór tapaði þremur af fjórum fyrstu leikjunum en hefur unnið tvo þá síðustu, gegn Haukum og Fjölni. Vincent Bailey er með 20,8 stig að meðaltali og 7,5 fráköst. Marko Bakovic hefur sótt í sig veðrið, er með 13,3 stig að meðaltali og 10,8 fráköst. Grindavík tapaði þremur fyrstu leikjunum, vann síðan Njarðvík og Fjölni en tapaði fyrir Stjörnunni í síðustu umferð eftir afleitan seinni hálfleik. Jamal Olasawere hefur skilað sínu, skorað 24,3 stig í 4 leikjum og tekið 9,8 fráköst.Klippa: Dominos-deild karla: Þrír leikir í kvöld Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Njarðvík | Barist um farmiða í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Sjá meira
Sjöunda umferð Domino's deildar karla í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum. Arnar Björnsson tók saman frétt um leiki kvöldsins. Isarel Martin mætir með Hauka á Sauðárkrók. Forvitnilegt verður að sjá hvaða mótttökur Martin fær á Króknum en hann stýrði Tindastóli áður en hann tók við Haukum í sumar. Tindastóll vann leik liðanna á Króknum á síðustu leiktíð en Haukar höfðu betur í leiknum í Hafnarfirði. Sinisa Bilic er stigahæstur Tindastóls með 22,5 stig að meðaltali. Haukar hafa tapað tveimur leikjum, báðum á útivelli. Flenard Whitfield er þeirra stigahæstur, með 19 stig að meðaltali. Gerald Robinson hefur skorað 18 stig að meðaltali og tekið 10,2 fráköst. Stjarnan er líkt og Tindastóll og Haukar með fjóra sigra og tvo ósigra. Bikarmeistarar síðasta árs unnu tvo fyrstu leikina en töpuðu næstu tveimur, með tólf stigum fyrir Tindastóli á Króknum og með sama mun fyrir Keflavík á heimavelli í lok október. Nikolas Tomsick er stigahæstur Stjörnumanna með 18,7 stig að meðaltali og Tómas Þórður Hilmarsson er með 10,8 fráköst. Hann hefur sótt í sig veðrið, tók 18 fráköst og skoraði 19 stig í sigri á Njarðvík í þarsíðustu umferð. Tveir sigrar á útivelli í röð breyta vígstöðunni, í kvöld koma Valsmenn í heimsókn. Valur hefur unnið þrjá leiki og tapað þremur, tveir sigranna komu í tveimur fyrstu umferðunum. Valur skoraði aðeins 17 stig í seinni hálfleik og alls 53 í tapi gegn Njarðvík í síðasta leik. Valur leitar að eftirmanni Chris Jones sem hætti í miðjum leik gegn Keflavík. Jones er stigahæstur Valsmanna með 19 stig að meðaltali. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, er að reyna að fá Philip Alawoya sem lék með KR og Tindastóli. Hann var með 16 stig og 8,4 fráköst að meðaltali í 14 leikjum með Tindastóli á síðustu leiktíð. Evaldas Zabas gæti einnig verið á leið til Vals en félagaskipti hans úr Njarðvík eru ekki komin á hreint. Zabas skoraði tólf stig að meðaltali í þremur leikjum með Njarðvík. Þriðji leikur kvöldsins verður í Þorlákshöfn þegar Þór fær granna sína í Grindavík í heimsókn. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þór tapaði þremur af fjórum fyrstu leikjunum en hefur unnið tvo þá síðustu, gegn Haukum og Fjölni. Vincent Bailey er með 20,8 stig að meðaltali og 7,5 fráköst. Marko Bakovic hefur sótt í sig veðrið, er með 13,3 stig að meðaltali og 10,8 fráköst. Grindavík tapaði þremur fyrstu leikjunum, vann síðan Njarðvík og Fjölni en tapaði fyrir Stjörnunni í síðustu umferð eftir afleitan seinni hálfleik. Jamal Olasawere hefur skilað sínu, skorað 24,3 stig í 4 leikjum og tekið 9,8 fráköst.Klippa: Dominos-deild karla: Þrír leikir í kvöld
Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Njarðvík | Barist um farmiða í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Sjá meira