Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 12:19 Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara segir að enginn fótur sé fyrir ásökunum Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands sem hefur tilkynnt Félag sjúkraþjálfara til samkeppniseftirlitsins vegna gruns um ólögmætt verðsamráð. Fyrir helgi sögðu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands því þeir vildu ekki starfa eftir útrunnum rammasamningi um sjúkraþjálfun við Sjúkratryggingar Íslands. Sjá nánar: Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hefur tilkynnt Félag sjúkraþjálfara til samkeppniseftirlitsins vegna gruns um brot á reglum samkeppnislaga um ólögmætt verðsamráð með því að hafa sent félagsmönnum sínum gjaldskrá til að starfa eftir frá og með deginum í dag. María gat ekki veitt viðtal vegna anna en hún var á fundi þegar fréttastofa náði tali af henni. Unnur hafnar þó með öllu ásökunum forstjórans um að félagsmönnum hafi verið send gjaldskrá til að starfa eftir frá og með deginum í dag. Þvert á móti segir hún að áhersla hafi verið lögð á það innan félagsins að hver og einn setti sína gjaldskrá. „Nei, það er bara alrangt og ég skil ekki hvernig fólk hefur komist að þeirri niðurstöðu, það er algjörlega rangt og þetta eru bara alvarlegar ávirðingar sem á okkar eru bornar af forstjóra Sjúkratrygginga í dag sem mér finnast afskaplega alvarlegar og þær eru ekki á neinum rökum reistar.“Hvað á hún þá við?„Þú verður að spyrja hana að því. Ég skil það ekki því það hefur aldrei verið gefinn út nokkur skapaður hlutur um það hvaða gjaldskrá eigi að vera í gildi. Það hefur verið lögð áhersla á það innan félagsins að hver og einn setji sína gjaldskrá.“Þú óttast þá ekki tilkynningu til samkeppniseftirlitsins?„Ekki vitund, vegna þess að það er ekki fótur fyrir henni.“Rammasamningur sjúkraþjálfara við SÍ rann úr þann 31. janúar síðastliðinn.Vísir/gettyÚtboðsleiðin sé óvissuferð sem félagið vilji ekki bera ábyrgð á Rammasamningur sjúkraþjálfara við Sjúkratryggingar Íslands rann út þann 31. janúar síðastliðinn en hefur verið framlengdur án verðlagsleiðréttinga. Unnur segir að Sjúkratryggingar hafi auglýst útboð á sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu án nokkurs samráðs við sjúkraþjálfara. „Í stað þess að það sé gerður heildstæður rammasamningur við sjúkraþjálfara um þá þjónustu sem við veitum þá er ætlast til þess að fólk keppi um sjúklingana; keppi um þá eins og útboð á malbiksframkvæmdum þar sem eina breytan sem lögð er til grundvallar,er hversu lágt verð geturðu boðið. Það er alveg ljóst að í því útboði sem kynnt hefur verið að fjármagnið sem ætlað er til þjónustunnar dugir ekki til að viðhalda núverandi þjónustustigi. Ekki er lagt mat á gæði umfram grunnkröfur, það er að segja öll þau gæði sem við viljum náttúrulega efla í þjónustu sjúkraþjálfunar í landinu, þau eru ekkert metin. Skert framboð á þjónustu mun leiða til lengri biðlista og afleiðingin verður sú að margir munu búa lengur við skerta getu og hæfni með þeim kostnaði sem því fylgir,“ segir Unnur. Félagið hafi margar alvarlegar athugasemdir við útboðsleiðina og segir það vera óvissuferð sem það sé hvorki til í að taka þátt í né bera ábyrgð á. „Það sem við erum að gera í dag er fyrst og fremst að knýja á um það að stjórnvöld, heilbrigðisyfirvöld, Sjúkratryggingar Íslands endurskoði þessa innkaupastefnu sína frá grunni. Það er alveg ljóst að allt þetta ferli sem núna er í gangi er byggt á ákveðinni EES-tilskipun um opinber innkaup. Það er grátlegt í rauninni að á meðan öll önnur lönd taka þessar tilskipanir og staðfæra þær og nota það svigrúm sem í þeim býr til að aðlaga þær sínum löndum þá er þetta sett inn af fullum þunga hér á Íslandi,“ segir Unnur. Heilbrigðisþjónusta sé með þessu sett í sama útboðsferli og útboð á malbiksframkvæmdum. „Og það teljum við bara ámælisvert og skorum á stjórnvöld að endurskoða þessa stefnu sína og á meðan viljum við í rauninni bara stíga út af sviðinu og gefa fólki ráðrúm til að skoða þessa hluti frá grunni og setja þá fram hvernig við viljum hafa heilbrigðisþjónustu hér í landinu,“ segir Unnur. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Óánægja meðal sjúkraþjálfara Formaður Félags sjúkraþjálfara er agndofa yfir því að kollsteypa eigi hlutunum með fyrirhuguðu útboði á þjónustu þeirra og segir óvissu ríkja. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verið sé að framfylgja lögum. 30. ágúst 2019 06:00 Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40 Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara segir að enginn fótur sé fyrir ásökunum Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands sem hefur tilkynnt Félag sjúkraþjálfara til samkeppniseftirlitsins vegna gruns um ólögmætt verðsamráð. Fyrir helgi sögðu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands því þeir vildu ekki starfa eftir útrunnum rammasamningi um sjúkraþjálfun við Sjúkratryggingar Íslands. Sjá nánar: Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hefur tilkynnt Félag sjúkraþjálfara til samkeppniseftirlitsins vegna gruns um brot á reglum samkeppnislaga um ólögmætt verðsamráð með því að hafa sent félagsmönnum sínum gjaldskrá til að starfa eftir frá og með deginum í dag. María gat ekki veitt viðtal vegna anna en hún var á fundi þegar fréttastofa náði tali af henni. Unnur hafnar þó með öllu ásökunum forstjórans um að félagsmönnum hafi verið send gjaldskrá til að starfa eftir frá og með deginum í dag. Þvert á móti segir hún að áhersla hafi verið lögð á það innan félagsins að hver og einn setti sína gjaldskrá. „Nei, það er bara alrangt og ég skil ekki hvernig fólk hefur komist að þeirri niðurstöðu, það er algjörlega rangt og þetta eru bara alvarlegar ávirðingar sem á okkar eru bornar af forstjóra Sjúkratrygginga í dag sem mér finnast afskaplega alvarlegar og þær eru ekki á neinum rökum reistar.“Hvað á hún þá við?„Þú verður að spyrja hana að því. Ég skil það ekki því það hefur aldrei verið gefinn út nokkur skapaður hlutur um það hvaða gjaldskrá eigi að vera í gildi. Það hefur verið lögð áhersla á það innan félagsins að hver og einn setji sína gjaldskrá.“Þú óttast þá ekki tilkynningu til samkeppniseftirlitsins?„Ekki vitund, vegna þess að það er ekki fótur fyrir henni.“Rammasamningur sjúkraþjálfara við SÍ rann úr þann 31. janúar síðastliðinn.Vísir/gettyÚtboðsleiðin sé óvissuferð sem félagið vilji ekki bera ábyrgð á Rammasamningur sjúkraþjálfara við Sjúkratryggingar Íslands rann út þann 31. janúar síðastliðinn en hefur verið framlengdur án verðlagsleiðréttinga. Unnur segir að Sjúkratryggingar hafi auglýst útboð á sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu án nokkurs samráðs við sjúkraþjálfara. „Í stað þess að það sé gerður heildstæður rammasamningur við sjúkraþjálfara um þá þjónustu sem við veitum þá er ætlast til þess að fólk keppi um sjúklingana; keppi um þá eins og útboð á malbiksframkvæmdum þar sem eina breytan sem lögð er til grundvallar,er hversu lágt verð geturðu boðið. Það er alveg ljóst að í því útboði sem kynnt hefur verið að fjármagnið sem ætlað er til þjónustunnar dugir ekki til að viðhalda núverandi þjónustustigi. Ekki er lagt mat á gæði umfram grunnkröfur, það er að segja öll þau gæði sem við viljum náttúrulega efla í þjónustu sjúkraþjálfunar í landinu, þau eru ekkert metin. Skert framboð á þjónustu mun leiða til lengri biðlista og afleiðingin verður sú að margir munu búa lengur við skerta getu og hæfni með þeim kostnaði sem því fylgir,“ segir Unnur. Félagið hafi margar alvarlegar athugasemdir við útboðsleiðina og segir það vera óvissuferð sem það sé hvorki til í að taka þátt í né bera ábyrgð á. „Það sem við erum að gera í dag er fyrst og fremst að knýja á um það að stjórnvöld, heilbrigðisyfirvöld, Sjúkratryggingar Íslands endurskoði þessa innkaupastefnu sína frá grunni. Það er alveg ljóst að allt þetta ferli sem núna er í gangi er byggt á ákveðinni EES-tilskipun um opinber innkaup. Það er grátlegt í rauninni að á meðan öll önnur lönd taka þessar tilskipanir og staðfæra þær og nota það svigrúm sem í þeim býr til að aðlaga þær sínum löndum þá er þetta sett inn af fullum þunga hér á Íslandi,“ segir Unnur. Heilbrigðisþjónusta sé með þessu sett í sama útboðsferli og útboð á malbiksframkvæmdum. „Og það teljum við bara ámælisvert og skorum á stjórnvöld að endurskoða þessa stefnu sína og á meðan viljum við í rauninni bara stíga út af sviðinu og gefa fólki ráðrúm til að skoða þessa hluti frá grunni og setja þá fram hvernig við viljum hafa heilbrigðisþjónustu hér í landinu,“ segir Unnur.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Óánægja meðal sjúkraþjálfara Formaður Félags sjúkraþjálfara er agndofa yfir því að kollsteypa eigi hlutunum með fyrirhuguðu útboði á þjónustu þeirra og segir óvissu ríkja. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verið sé að framfylgja lögum. 30. ágúst 2019 06:00 Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40 Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Óánægja meðal sjúkraþjálfara Formaður Félags sjúkraþjálfara er agndofa yfir því að kollsteypa eigi hlutunum með fyrirhuguðu útboði á þjónustu þeirra og segir óvissu ríkja. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verið sé að framfylgja lögum. 30. ágúst 2019 06:00
Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40
Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42