Sýndarlýðræði í hverfiskosningum Valgerður Sigurðardóttir skrifar 12. nóvember 2019 09:30 Núna hafa staðið yfir kosningar hjá Reykjavíkurborg þar sem fólk getur kosið um verkefni sem það vill sjá fjármögnuð í sínu hverfi. Það eru þó stórir gallar á þessum kosningum þar sem þar inni er að finna verkefni sem nú þegar hafa verið samþykkt og fjármögnuð. Íbúar í Grafarvogi hafa 59 milljónir til þess að deila niður á 25 hugmyndir. Ef allar þessar 25 hugmyndir verða framkvæmdar þá myndi það kosta 250 milljónir. Þessar 59 milljónir eru því ekki að fara að dekka nema örlítið brot af þeim óskum sem íbúar Grafarvogs hafa sett inn í þessar kosningar. Það sem vekur furðu þegar þessi verkefni eru skoðuð er að þarna inni er verkefni upp á 35 milljónir sem þegar hefur verið samþykkt að fara í og eru að fullu fjármögnuð. Þetta á við um salernisaðstöðu við Gufunesbæ og hundagerði. Furðulegt sýndarlýðræði er því hér í gangi, hjá meirihluta sem kennir sig við góða stjórnsýslu.Viðhaldsverkefni eiga ekki heima í hverfiskosningum Þarna eru svo verkefni sem myndu hjá flestum okkar flokkast sem viðhaldsverkefni. Það á ekki að þurfa að kjósa um að laga göngustíga og malbika. Þetta eru viðhaldsverkefni sem ekki eiga að keppa við ærslabelg eða púttvöll um fjármögnun. Hvernig verkefni skiptast á milli hverfa er síðan ákaflega undarlegt, þar sem Bryggjuhverfið fær til dæmis ekkert. Þar er ekkert verkefni sem fólk getur kosið um. Ekki hefur því verið passað upp á jafnræði innan hverfanna. Leggja niður hverfiskosningar og færa peninganna til íbúaráðanna Núna nýverið tóku íbúaráð aftur til starfa, þau hafa ekki verið virk eftir kosningar. Mikið hefur verið talað um að valdefla íbúa Reykjavíkurborgar. Færa meira vald út til hverfanna. Hér er kjörið tækifæri til að færa meira vald til hverfanna. Það ætti því að leggja þessar kosningar niður og færa ráðstöfunarferlið alfarið til hverfisráðanna. Þar með erum við að færa meira vald beint út í hverfin. Miðað við hversu illa hefur gengið að skipuleggja þessar einföldu kosningar og þar sem greinilega er skortur á yfirsýn yfir hvað nú þegar hefur verið samþykkt og sett í ferli hjá Reykjavíkurborg er eðlilegast að íbúaráð hafi yfirumsjón með þessum fjármunum þar sem þau hafa mun betri yfirsýn yfir það sem er verið að gera eða þarf að gera innan hverfanna. Almenn viðhaldsverkefni eiga síðan ekki heima í þessum kosningum enda ættu slík verkefni ávalt að vera á forræði borgarinnar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Núna hafa staðið yfir kosningar hjá Reykjavíkurborg þar sem fólk getur kosið um verkefni sem það vill sjá fjármögnuð í sínu hverfi. Það eru þó stórir gallar á þessum kosningum þar sem þar inni er að finna verkefni sem nú þegar hafa verið samþykkt og fjármögnuð. Íbúar í Grafarvogi hafa 59 milljónir til þess að deila niður á 25 hugmyndir. Ef allar þessar 25 hugmyndir verða framkvæmdar þá myndi það kosta 250 milljónir. Þessar 59 milljónir eru því ekki að fara að dekka nema örlítið brot af þeim óskum sem íbúar Grafarvogs hafa sett inn í þessar kosningar. Það sem vekur furðu þegar þessi verkefni eru skoðuð er að þarna inni er verkefni upp á 35 milljónir sem þegar hefur verið samþykkt að fara í og eru að fullu fjármögnuð. Þetta á við um salernisaðstöðu við Gufunesbæ og hundagerði. Furðulegt sýndarlýðræði er því hér í gangi, hjá meirihluta sem kennir sig við góða stjórnsýslu.Viðhaldsverkefni eiga ekki heima í hverfiskosningum Þarna eru svo verkefni sem myndu hjá flestum okkar flokkast sem viðhaldsverkefni. Það á ekki að þurfa að kjósa um að laga göngustíga og malbika. Þetta eru viðhaldsverkefni sem ekki eiga að keppa við ærslabelg eða púttvöll um fjármögnun. Hvernig verkefni skiptast á milli hverfa er síðan ákaflega undarlegt, þar sem Bryggjuhverfið fær til dæmis ekkert. Þar er ekkert verkefni sem fólk getur kosið um. Ekki hefur því verið passað upp á jafnræði innan hverfanna. Leggja niður hverfiskosningar og færa peninganna til íbúaráðanna Núna nýverið tóku íbúaráð aftur til starfa, þau hafa ekki verið virk eftir kosningar. Mikið hefur verið talað um að valdefla íbúa Reykjavíkurborgar. Færa meira vald út til hverfanna. Hér er kjörið tækifæri til að færa meira vald til hverfanna. Það ætti því að leggja þessar kosningar niður og færa ráðstöfunarferlið alfarið til hverfisráðanna. Þar með erum við að færa meira vald beint út í hverfin. Miðað við hversu illa hefur gengið að skipuleggja þessar einföldu kosningar og þar sem greinilega er skortur á yfirsýn yfir hvað nú þegar hefur verið samþykkt og sett í ferli hjá Reykjavíkurborg er eðlilegast að íbúaráð hafi yfirumsjón með þessum fjármunum þar sem þau hafa mun betri yfirsýn yfir það sem er verið að gera eða þarf að gera innan hverfanna. Almenn viðhaldsverkefni eiga síðan ekki heima í þessum kosningum enda ættu slík verkefni ávalt að vera á forræði borgarinnar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun