„Ég er ekki að búa til neinar afsakanir fyrir FH“ Anton Ingi Leifsson skrifar 12. nóvember 2019 11:00 Spekingarnir fara yfir málin í gær. vísir/skjáskot FH-ingar sóttu ekki gull í greipar Norðanmanna en Fimleikafélagið tapaði fyrir KA á útivelli í Olís-deild karla á sunnudaginn, 31-27. Það er fróðlegt að kíkja á leik liðanna frá því á síðustu leiktíð en nákvæmlega sama var uppi á teningnum þar. Dagur Gautason í banastuði og KA hafði betur. Seinni bylgjan gerði upp leikinn í þætti sínum í gærkvöldi og spekingarnir voru ekki sammála um hvað hafði farið úrskeiðis hjá FH. „Eins og í þessum leik þá var eins og þeir væru ekki tilbúnir en FH-ingum til varnar þá eru búið að vera gríðarleg meiðsli. Það eru margir mjög tæpir,“ sagði Logi Geirsson, annar spekingurinn. „Einar Rafn er búinn að vera mjög tæpur og er að spila 70%. Það vantar ógn og hann er búinn að vera einn sá besti síðustu árin. Það er ekki sjón að sjá hann. Það sjá það allir.“ „Bjarni Ófeigur er búinn að vera meiddur, Egill var að detta út og Arnar alltaf í þessum ökklameiðslum. Phil Döhler er einnig búinn að vera meiddur. Við vitum ekki alltaf hvað er búið að vera gerast bakvið tjöldin.“ „Sigursteinn er ekkert að koma í viðtöl og afsaka neitt en ég veit að þetta er svipað með FH og með Val í upphafi leiktíðarinnar. Það eru meiðsli og verið að púsla liðinu saman. Ég reikna með þeim sterkari.“ Jóhann Gunnar Einarsson var ekki sammála félaga sínum í settinu og sagði að flest öll liðin væru að glíma við meiðsli. Frammistaða FH hafi heilt yfir verið vonbrigði. „Þeir spiluðu á móti HK og Fjölni, nýliðunum, og voru heppnir að vinna þá leiki. Það sem þú segir er rétt og gilt og allt það en það vantaði Tarik, Áka og Daða í KA. Það eru allir þannig séð að glíma við þetta,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég er ekki að búa til neinar afsakanir fyrir FH. Þetta er í öllum liðum en það sem við vitum ekki þegar lið er ekki að performa betur, er að menn eru að spila hálfmeiddir,“ bætti Logi við. Innslagið má sjá hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Sjúkrasaga FH Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
FH-ingar sóttu ekki gull í greipar Norðanmanna en Fimleikafélagið tapaði fyrir KA á útivelli í Olís-deild karla á sunnudaginn, 31-27. Það er fróðlegt að kíkja á leik liðanna frá því á síðustu leiktíð en nákvæmlega sama var uppi á teningnum þar. Dagur Gautason í banastuði og KA hafði betur. Seinni bylgjan gerði upp leikinn í þætti sínum í gærkvöldi og spekingarnir voru ekki sammála um hvað hafði farið úrskeiðis hjá FH. „Eins og í þessum leik þá var eins og þeir væru ekki tilbúnir en FH-ingum til varnar þá eru búið að vera gríðarleg meiðsli. Það eru margir mjög tæpir,“ sagði Logi Geirsson, annar spekingurinn. „Einar Rafn er búinn að vera mjög tæpur og er að spila 70%. Það vantar ógn og hann er búinn að vera einn sá besti síðustu árin. Það er ekki sjón að sjá hann. Það sjá það allir.“ „Bjarni Ófeigur er búinn að vera meiddur, Egill var að detta út og Arnar alltaf í þessum ökklameiðslum. Phil Döhler er einnig búinn að vera meiddur. Við vitum ekki alltaf hvað er búið að vera gerast bakvið tjöldin.“ „Sigursteinn er ekkert að koma í viðtöl og afsaka neitt en ég veit að þetta er svipað með FH og með Val í upphafi leiktíðarinnar. Það eru meiðsli og verið að púsla liðinu saman. Ég reikna með þeim sterkari.“ Jóhann Gunnar Einarsson var ekki sammála félaga sínum í settinu og sagði að flest öll liðin væru að glíma við meiðsli. Frammistaða FH hafi heilt yfir verið vonbrigði. „Þeir spiluðu á móti HK og Fjölni, nýliðunum, og voru heppnir að vinna þá leiki. Það sem þú segir er rétt og gilt og allt það en það vantaði Tarik, Áka og Daða í KA. Það eru allir þannig séð að glíma við þetta,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég er ekki að búa til neinar afsakanir fyrir FH. Þetta er í öllum liðum en það sem við vitum ekki þegar lið er ekki að performa betur, er að menn eru að spila hálfmeiddir,“ bætti Logi við. Innslagið má sjá hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Sjúkrasaga FH
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira